Órói í þingflokki Sjálfstæðisflokksins


   Staksteinar Morgunblaðsins fullyrða í dag að órói sé í þingflokki
Sjálfstæðisflokksins vegna ummæla Þorgerðar Katrínar Gunnars-
dóttir varaformanns Sjálfstæðisflokksins um Evrópusambandið
fyrir nokkrum dögum. Benda Staksteinar í því sambandi á við-
brögð Árna M. Matthiesens fjármálaráðherra, Bjarna Benedikts-
sonar og Illuga Gunnarssonar þingmanna flokksins. En að baki
ummæla þeirra liggi sú skoðun þeirra að eitt af verkefnum vara-
formanns Sjálfstæðisflokksins sé að halda honum saman en að
sundra honum ekki.

  Í lokin segja Staksteinar að ummæli Þorgerðar Katrínar endur-
speigli ekki þau sjónarmið, sem fram hafa komið í umræðum í
þingflokknum um ESB.  -- ,, Nú hefur það að vísu gerst í sögu
Sjálfstæðisflokksins, að varaformaður hafi skapað sér pólitíska
sérstöðu, og er þá átt við Gunnar Thoroddsen. Og Þogerður
hefur auðvitað lýðræðislegan rétt til þess telji hún það henta
sínum hagsmunum. En til þess að gera það þarf hins vegar
sterkt pólitískt bakland innan flokksins" ,  segja Stakksteinar,
og telja slíkt bakland greinilega ekki vera fyrir hendi.

  Þarna er kannski komin ástæða fyrir skýrri afstöðu Geirs H.
Haarde forsætisráðherra á opnum fundi í gær. Þar tók hann
öll tvímæli um að Ísland ætti alls ekki að ganga  í ESB og
ekki að taka upp evru. Áður hafði komið fram hjá Geir að
ótímabært væri að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið
áður en að fyrir lægi um meirihlutavilja Alþings um slíka
aðild. Þá hefur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagt
ekki tímabært að breyta stjórnarskránni áður en meirihluti
Alþings hafi samþykkt að ganga í ESB. - Allt er þetta þvert
á skoðanir Þorgerðar Katrínar varaformanns Sjálfstæðis-
flokksins.

  Greinilegt er að varaformaður Sjálfstæðisflokksins er mjög
einangraður í flokknum vegna ESB-afstöðu sinnar. Því var
mjög sterkt hjá Geir að tala skýrt og taka af skarið í þessu
stórpólitíska hitamáli allra tíma.

  Betur hefði farið ef Guðni Ágústsson formaður Framsóknar-
flokksins hefði tekið af skarið á miðstjórnarfundi flokksins í
byrjun maí varðandi afstöðuna til Evrópusambandsins. En
þar í flokki hefur varaformaður Framsóknarflokksins farið
fyrir fámennum en háværum hópi ESB-sinna. - Fyrir vikið
er Framsóknarflokkurinn stefnulaus í stærsta pólitíska hita-
máli lýðveldisins. Gafst upp á að hafa skoðun á málinu og
vill kasta því út úr þingsal Alþingis, þar sem málið á að 
ákvarðast  skv. stjórnskipan lýðveldisins.  Og hvergi annars
staðar.
mbl.is Geir: Ég vil ekki ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Mig undrar ekki að óróa hafi gætt eftir ummæli varaformannsins.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.5.2008 kl. 00:38

2 identicon

Ég veit ekki með þig, en sem venjulegur ríkisborgari er ég orðinn hundleiður, réttar sagt örvæntingarfullur, á að borga okurvexti og þær okurálögur sem fylgja því að halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli.

Það er hreint grátlegt að horfa upp á þann hræðsluáróður sem þú og aðrir "afturhaldskommanasistar" haldið uppi gegn Evrópusambandinu. Það væri forvitnilegt að bera saman lýðskrumið ykkar saman við umræðurnar um EES á sínum tíma. Sagan sýnir að allur sá hræðsluáróður var svo fjarri lagi að þeir sem andmæltu samningnum á sínum tíma læðast með veggjum í dag.

Það er einfaldlega ekki hægt að bjóða fyrirtækjum upp á þetta rekstrarumhverfi, og því síður almenningi í landinu. Sjálfstæður gjaldmiðill í örhagkerfi er einfaldlega brandari og ég skora á þig að koma með betri lausn. By the way, af hverju stafar þessi rosalegi ótti við það að þjóðin fái að úrskurða um hvort það þjóni Íslandi að ganga í ESB eða ekki?

MGeir (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 05:57

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þú huldu Mgeir sem þorir ekki að koma fram undir nafni, eðlilega með svona rugl. Ef einhver er afturhaldskommúnisti þá ert það svo
sannlega þú. Sem ert með algjörlega MIÐSTÝRINGAÁRÁTTU eins og
sönnum kommúnista sæmir. Enda mun ESB-báknið hrynja til grunna
einn daginn eins og Svovetríkin sálugu gerðu á sínum tíma.

Varðndi krónuna hef ég bent á þá leið að hefja myntsamstarf við
Norðmenn, og hef hér á bloggi mínu fært ótal rök fyrir því ef þú
nennir að fletta því upp og lesa... Þannig það eru ótal leiðir fyrir
hendi til að koma á stöguðugum gjaldmiðli, lágum vöxtum og
verðbólgu án þess að fara á taugum, gefast upp eins og aumasta
aumingja og ganga Brusselvaldinu á hönd. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.5.2008 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband