Byggjum fleiri álver !


   Fagna ber að fyrsta skóflustungan hafi verið  tekin að væntanlegum
kerskála álvers Norðuráls í Helguvík.  Hafi einhvern tímann verið nauð-
syn á slíkri framkvæmd þá er það einmitt nú þegar miklir krepputímar
eru framundan. - Þá er vonandi að framkvæmdir við álver við Húsavík
verði hafnar sem fyrst af sömu ástæðum.

  Áframhaldandi samdráttur í sjárvarútveginum, alþjóðleg fjármála-
kreppa með tilheyrandi samdrætti í fjármálageiranum á Íslandi gerir
það að verkum, að Íslendingar þurfa að nota hvert tækifæri til að
nýta sínar endurnýjanlegar orkulindir. Álframleiðslan er nú að verða
okkar helsta útflutningsgrein, með tilheyrandi dýrmætum útflutnings-
tekjum. - Þökk sé fyrrverandi ríkisstjórn!

  Ef Samfylkingin ætlar að draga lappirnir í því að koma í veg fyrir
meiriháttar samdrátt og kreppu í íslenzku atvinnulífi, verður hún ein-
faldlega að víkja úr landsstjórninni. Raunar þarf hún að gera það
þess utan vegna óþjóðlegra áforma hennar í Evrópumálum. Þá hafa
Vinstri-grænir með sín  afturhaldssjónarmið í stóriðjumálum ekkert í
landsstjórn að gera við núverandi aðstæður. Hefðu þeirra sjónarmið
mátt ráða gegnum árum stæði íslenzka þjóðin frammi fyrir stórkost-
legum samdrætti í þjóðartekjum í dag.

  Þurfum nú á að halda sterkri þjóðlegri borgaralegri ríkisstjórn, landi
og þjóð til heilla !  
 
mbl.is Mótmæli á álverslóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Guðmundur.

Vissulega eru komnir krepputímar og vermætasköpun verður að auka hún fæst ekki með því að tína fjallagrös eða auka komur sínar á Kaffihús 101 RVK.

Eins og margir VG og Samfylkingarmenn predika.

Það verður að koma til meiri verðmætasköpun og hún fæst eiðeins í iðnaði.

Útflutningsverðmæti áls mun í fyrsta sinn fara fram úr verðmæti útfluttra sjávarafurða á þessu ári samkvæmt útreikningum greiningardeildar Kaupþings . Vitna ég í Kaupþing á vef Samorku, Samtaka orku- og veitufyrirtækja.

Kaupþing segir einnig að samkvæmt útreikningunum megi búast við að útflutningsverðmæti áls aukist úr rúmum 80 milljörðum króna í um 170 á nú verandi gengi 28.05.2008 milljarða á þessu ári og verði komið í um 180 milljarða á árinu 2009.

Niðurskurður á þorskkvóta um þriðjung kemur hins vegar niður á útflutningnum og er reiknað með að kostnaður niðurskurðarins verði á bilinu 15 -20 milljarðar á ári.

Kv, Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 6.6.2008 kl. 20:42

2 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Heyr,heyr piltar.  Átakanlegt að horfa uppá þessa 3-4 hippa gera sig að fíflum þarna, ætli þeir hafi verið edrú?  Er furða að maður velti því fyrir sér. 

VG eru ótrúverðug samtök bjána og afturhaldsseggja, það kemur í ljós aftur og aftur.  Sörta sitt caffé latte og ættu þegja bara.

Örvar Þór Kristjánsson, 6.6.2008 kl. 20:53

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takki fyrir piltar. Já það fara nú all flestir að sjá að peningarnir vaxa ekki á trjánum. !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.6.2008 kl. 20:56

4 identicon

Ekki ætla ég að spila mig sem eitthvern hagfræðisnilling en samkvæmt því sem að maður les er eitthvert stærsta vandamál okkar viðskiptahalli við útlönd.

Ef að Ómar Ragnars eða eitthver af hinum kemur með góða tillögu að eitthverju betra til að nýta það sem að við höfum þá væri það gott.

Ferðamannaiðnaður er eitthvað sem að fáir hafa efni á að starfa við þó að það gæti verið gaman en ég og hinir þurfum góð laun til að standa undir því að búa í þessu landi.

Fýlupúki (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 21:17

5 identicon

Hérna er smá um vinstra liðið. Þau voru á móti litasjónvarpi,frjálsum fjölmiðlum,bjórnum og vildu hafa mikið eftirlit með netinu. og hér er bara lítið nefnt. og já það nýjasta. Ekkert nikótin tyggjó í búðirnar! Fólk mun misnota það! Hvernig gerir maður það? Dælir því í æðarnar?

óli (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband