Könnum myntsamstarf við Norðmenn !


  Eigum að kanna þegar í stað myntsamstarf við Norðmenn.
Norsk króna er meðal sterkustu mynta í heiminum í dag,
varin af norska olíusjóðnum. Fyrst stærsta mynt heims USA
dollar flöktir eins og raun ber vitni er ekki nema eðlilegt að
minnsta myntin, íslenzk króna geri það líka,  í þeim ólgusjó,
sem nú er á alþjóðlegum peningamörkuðum. Að hafa íslenzku
krónuna þar algjörlega fljótandi og nánast berskjaldaða er
út í hött . Hin 7  ára peningastefna seðlabankans og íslenzkra
stjórnvalda er gjaldþrota!

  Að taka upp evru og ganga í ESB er margra ára ferli sem við
getum ekki beðið eftir. Auk þess  sem hvort tveggja myndi
stórskaða íslenzkan efnahag og sjálfstæði þjóðarinnar. Upp-
taka erlends gjaldmiðils sem EKKERT tæki mið af íslenzkum
aðstæðum er álíka gáfulegt og hafa krónuna fljótandi stjórn-
lausa eins og korktappa á ólgusjó eins og nú.

  Mynstsamstarf við Norðmenn myndi strax koma á stöðug-
leika í gjaldeyrismálum. En það er forsenda þess að ná
tökum á efnahagslífinu, koma böndum á óðaverðbólgu,
og stórlækka vexti. Koma á svipuðum stöðugleika í gengis,
vaxta- og verðbólgumálum eins og er í Noregi í dag. Þessu
væri hægt að ná innan mjög skamms tíma tækist að koma
á myntsamstarfi við Norðmenn, sem einnig myndi ná til
annara þátta peningamála. 

  Tenging íslenzkrar krónu við þá norsku með ákveðnum frá-
vikum myndi auk þess gera að óþörfu himinháa lántöku er-
lendis með okurvöxtum til að bjarga gjaldeyrisvarasjóðnum.
Þarna yrði um myntSAMSTARF að ræða byggt á ÍSLENZKUM
forsendum. Alltaf yrði hægt að ræða um breytingar ef forsend-
ur breyttust, nokkuð sem alls ekki væri hægt að gera tækjum
við upp aðra mynt.

   Samstarf við Norðmenn á sviði öryggis-og varanarmála, auð-
linda og nátturuverandamála mun stóraukast í framtíðinni.
Auk þess eru báðar þjóðirnar utan Evrópusambandsins. Mynt-
samstarf gæti því orðið framhald af slíku samstarfai þjóðanna,
báðum þjóðum til heilla.

  En umfram allt verður eitthvað nýtt að koma til í peningamálum,
og það strax. - Því svona ástand gengur ekki lengur!  Það hljóta
ALLIR að  sjá.!

 


mbl.is Gengi krónunnar aldrei lægra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þetta er ekki sem verst lausn, en ég er mjög efins að Norðmenn hafi áhuga á slíkum samstarfi. Veit ekki hvaða hag þeir hefðu af því?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.6.2008 kl. 20:49

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Guðbjörn. Hagsmunir þjóða geta verið svo margslugnir og
margvíslegir. Eins og ég bendi á eigum við fjölmörg hagsmunamál
með Norðmönnum. Norðmenn eru ekki öðruvísi en aðrar þjóðir (eins
of við t.d) að vilja efla áhrif sín. - En fyrst er nú að láta á þetta
reyna ekki satt!! Veit að Norðmenn myndu taka vel á móti Geir H
HAARDE, bankaði hann á norskar dyr.

Alla vega sakar ekki að kanna málið. Nóg er nú staðan slæm fyrir
og fer dag-versnandi!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.6.2008 kl. 21:03

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Og bæta má við að norsk króna er vel varin fyrir allri spákaupmennsku, þökk sé norska olíusjóðnum...

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.6.2008 kl. 21:13

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Komið þið sæl - já þetta er ég, einu sinni enn, að draga úr hugmyndum ykkar, ljósaslökkvarinn sjálfur :/


Ég skil vel að menn hugsi sitt þegar gengið gefur eftir. En það var samt ekki kvartað eins mikið þegar það hækkaði, og var of hátt sem þýðir skerðingu á samkeppnishæfni atvinnuveganna.

Var krónan bara ekki of hátt metin ? Er hún ekki að ná jafnvægispúnkti núna ? Menn þurfa að muna að markmiðið um stöðugt gengi er langtímamarkmið og það vinnst ekki á stuttum tíma. Það þarf a.m.a.k. 25 ár til.

Það er ekki svo langt síðan krónunni var sleppt lausri. En á meðan krónan hefur flotið frjáls þá hefur Ísland:

a) staðið í stærstu fjárfestingum allra tíma

b) heill nýr atvinnugeiri hefur vaxið fram og orðið til (fjármálageirinn) og

c) sem hefur vaxið á ofurhraða og

d) alþjóðlegt fármagn verið óvenjulega ódýrt og núna

e) kemur svo stærsta fjármálakreppa síðan 1930.

Í þessu ljósi er varla hægt að segja annað en krónan hafi staðið sig vel. Eða hvað ?

Varðandi norska krónu. Þið ætlið þá að kaupa norska mynt og seðla fyrir ca 20-30 milljaðra krónur til að byrja með, til að nota.

Hvernig ætlið þið svo að koma í veg fyrir verðbólgu ?

a) Hætta framkvæmdum af frjálsum vilja eða loka fyrirtækjum með handafli ?

b) Hækka skatta ?

c) Straffa heimilum með álögum og neyslusköttum?

d) Gera a+b+c samtímis ?

Hvað ætlið þið svo að gera við fjármálakerfið ? Og hvernig ætlið þið að byggja upp orkuiðnað Íslands með norskum krónum ? og engu stýrivaxtavaldi.

Hvað ætlið þið svo að gera þegar norska krónan fellur eða hækkar ? eða þegar stýrivextir hækka eða lækka hinum megin við hafið?

Verðbólga í Noregi hefur ekki alltaf verið lág. Og stýrivextir Norges Bank hafa á sumum tímum verið all háir, allt að 50% í maí 1986

Stýrivextir í Noregi nokkur tímabil

May-86 50,0

May-86 30,0

Dec-86 16,0

Dec-86 15,5

Dec-86 14,8

Jan-87 14,5

Feb-87 14,2

May-86 14,0

May-86 14,0

Feb-87 13,8

May-88 13,3

Jun-88 12,8

Oct-88 12,4

Dec-88 12,0

Jan-89 11,5

Sep-92 11,0

Nov-89 11,0

Feb-89 11,0

Aug-90 10,5

May-89 10,5

Oct-92 10,0

Jan-92 10,0

Jun-89 10,0

Nov-92 9,5

Jan-93 9,0

Jan-93 9,0

Dec-92 9,0

Dec-92 9,0

Nov-92 9,0

Nov-92 9,0

Nov-92 9,0

Nov-92 9,0

Apr-92 9,0

Feb-93 8,8

Feb-93 8,5

Sep-91 8,5

Apr-91 8,5

Mar-91 8,5

Jan-91 8,5

Feb-93 8,3

Apr-91 8,3

Aug-98 8,0

Verðbólga í Noregi:

Verðbólga í Noregi 1900-2000 ?

Ég held því miður að það sé ekki til nein hast a la vista baby lausn á þessu máli. Ef krónan verður of ódýr þá munu fjárfestar kaupa hana og ávaxta hana. Þetta virkar verjulega.

Ég biðst forláts á að vera svona leiðinlegur, en ég held að þetta sé umræða í blindgötum.

Gunnar Rögnvaldsson, 19.6.2008 kl. 00:38

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Gunnar. Bara mjög gott að fá innlegg þitt í alla þessa umræðu. Og gerðu það sem oftast og á sem flestum vettvangi.

Við erum að tala hér um alþjóðlegt ástand á gjaldeyris- og peninga-
mörkuðum, fjármálakreppu og nánst allt þar á milli. Lítið hagkerfi
eins og okkar, OPIÐ með algjörlega FLJÓTANDI mynt sem er sú minnsta í heimi, studda af nánast eingum gjaldeyrisvarasjóði, og
sem virðist illa varin spákaupmennsku að auki. Er að tala um að við
slíkar aðstæður yrði athugandi að breyta um peningastefnu. Því
þegar gengisvísitalan hefur fallið hátt í 40% frá áramótum, með
tilheyrandi verðbólgu, sem svo skrúfast enn meira upp vegna
hinnar umdeildu verðtryggingar, hlýtur eitthvað míkið að láta
undan. Og ef á svo að fara að stórskuldsetja ríkissjóð þar að auki
til að hafa hemil á genginu með okur-láni í útlöndum, (Heimild Al-
þingis í vor allt a' 500.milljörðum sem núna hefur rýnað um 40 milljarða bara vegna gengissigsins að undanförnu) er ekki nema
eðlilegt að menn spyrji er ekki til önnur og skárri leið?

Í ljósi hiðs ótrygga alþjóðlega ástands í peninga- og gjaldeyrismálum finnst mér ekki nema eðlilegt að við leitum skjóls
með okkar litlu krónu í þessum ólgusjó, meðan við komum stjórn
á okkar efnahag.  Krónan var allt of hátt skráð að undanförnu,
og ekki nema eðlilegt að hún leiti jafnvægis. En nú eru allflestir
á þeirri skoðun að nú sé hún komin niður fyrir það sem eðlilegt
getur talist, og það getur verið jafn slæmt og hafa hana of háa.
Menn tala um að gengisvísitala  um 145- 150 væri ,,eðlilegt" miðað
við okkar útflutning. Eitthvað á því bili myndi myntsamstarf byrja
sem hér er fjallað um við Norðmenn með kannski 5% frávíkum
til eða frá. Sem, væri OPIÐ alltaf að endurskoða ef milar sveiflur
yrðu í okkar efnahagslífi. Því er hér alls ekki verið að tala um að taka
upp norska krónu, heldur að fá eitthvað haldreipi í þeim ólgu-
sjó sem við erum staddir í og sér ekki fyrir endan á. Haldreipi svo
við getum fótað okkur í átt að ,,jafnvægi" eins og tíðkast í okkar
helstu viðskiptalöndum. Tíma, sem nýttur yrði að endurskipuleggja
okkar fjármál, eins og því að hefja afnám verðtryggingar, sem
flækir enn verðbólguvandan hjá okkur.

Eins og staðan er núna erum við í blindgötu að mínu mati.   

 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.6.2008 kl. 13:37

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég þakka Guðmundur.


Já ég skil vel þessar hugsanir. Þetta er svona ástand sem líkja má við jarðskjálfta á gjaldeyrismörkuðum árið 1992. Ég held að það sé síðasta tímabil mikilla óróleika á gjaldeyrismörkuðum. Þetta bitnar á neytendum en gagnast samt mörgum í atvinnurekstri vel.

Þó svo að Íslenska krónan sé lítil, þá er hún ekki svo lítil ef við skoðum heiminn í kringum okkur. Hún stendur fyrir hagkerfi sem er af sömu stærð og hagkerfi Benin, en þar búa 8 milljón manns. Hagkerfi Congo er 60% stærra en þar búa 66 milljón manns. Hagkerfi Íslands er 10 sinnum stærra en hagkerfi Líberíu. Og það er einungis 10 sinnum minna en hagkerfi Nýja Sjálands og 11 sinnum minna en hagkerfi Kuwait.

Það getur vel verið að íslenska krónan sé minnsti gjaldmiðill sem með eigin frjálsa verðmyndun. Það er vel mögulegt. En hún er lang því frá minnsti gjaldmiðill í heimi. Öll þessi hagkerfi hér að neðan eru mun minni en íslenska hagkerfið:

Tajikistan

Namibia

Malawi

Kyrgyzstan

Moldova

Guinea

Brunei

Malta

Niger

Rwanda

Mongolia

Bahamas, The

Burundi

Zimbabwe

Mauritania

Somalia

Barbados

Swaziland

Togo

Jersey

Fiji

Gaza Strip

West Bank

Sierra Leone

Eritrea

French Polynesia

Bermuda

Guyana

Kosovo

Cape Verde

Bhutan

Suriname

New Caledonia

Central African Republic

Lesotho

Maldives

Netherlands Antilles

Andorra

Guernsey

Isle of Man

Guam

Belize

Aruba

Timor-Leste

Cayman Islands

Djibouti

Liechtenstein

Seychelles

Virgin Islands

Liberia

Gambia, The

Comoros

Samoa

Antigua and Barbuda

Saint Lucia

Greenland

Gibraltar

Faroe Islands

Grenada

Monaco

Mayotte

Saint Vincent and the Grenadines

Guinea-Bissau

Northern Mariana Islands

Tonga

British Virgin Islands

San Marino

Solomon Islands

Vanuatu

Saint Kitts and Nevis

American Samoa

Dominica

Sao Tome and Principe

Micronesia, Federated States of

Kiribati

Turks and Caicos Islands

Cook Islands

Palau

Marshall Islands

Anguilla

Falkland Islands (Islas Malvinas)

Nauru

Wallis and Futuna

Saint Pierre and Miquelon

Montserrat

Saint Helena

Tuvalu

Niue

Tokelau

Mín persónulega skoðun er sú að Ísland er núna að kynna nýjan og óþekktan gjaldmiðil fyrir umheiminum. Þessi kynning fer fram í gegnum hinn stóra fjármálageira á Íslandi. Þeir standa fyrir kynningunni. Annars myndi enginn erlendis vita af að það væri eitthvað til sem héti ISK.

Allir nýjir gjaldmiðlar þurfa að ganga í gegnum þessa kynningu. Evran þurfti að gera það á sínum tíma og hún þurfti að ganga í gengum gengiskreppu áður en hún vann traust umheimsins. Ég held að þetta verði eins með íslensku krónuna. Hún þarf að ganga í gegnum sína fyrstu alþjóðlegu krísu. Og ef hún klárar sig í gengum hana þá mun hún verða mun skotheldari en nokkurntíma áður. Hún verður HERT KRÓNA !

Eins og sumir í Seðlabanka Íslands hafa sagt: þetta er langhlaup, ekki spretthlaup. Það þarf að vinna traust umheimsins og það fæst ekki gratís.

Það er mín skoðun að binding við aðra gjaldmiðla, einhliða sem gangnkvæm, væri það allra versta sem hægt væri að gera í stöðunni núna. Því þá væruð þíð í 500% stýrivöxtum núna - og það myndi alls ekki ganga upp.

Gagnkvæma bindingu er alls ekki hægt að fá nema með því að vera undirgefin efnahagslögreglu annarra ríkja í langann tíma fyrst.

Gunnar Rögnvaldsson, 19.6.2008 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband