Steingrímur Hermannsson merkur stjórnmálaforingi


   Vert er að óska Steingrími Hermannssyni til hamingu með 80 ára
afmælið. Steingrímur var merkur stjórnmálamaður, virtur af sínum
stuðningsmönnum sem andstæðingum. Aðalkostur hans var heið-
arleiki og drengskapur og það að koma ætíð hreint fram í því að
seigja skoðun sína á mönnum og málefnum. Enda löngum einn
vinsælasti stjórnmálamaður á Íslandi, ekki síst þegar hann var
forsætisráðherra.

  Var svo heppinn að kynnast Steingrími örlítið þegar hann var
þingmaður okkar Vestfirðinga og ég formaður önfirskra framsókn-
armanna. Steingrímur var mikill talsmaður landsbyggðarinnar,
og sem forsætisráðherra kom að hinum merku þjóðarsáttarsam-
ningum, ásamt vini mínum Einari Oddi Kristjánssyni frá Flateyri
og fleiri góðum mönnum. Steingrímur  mun því marka djúp heilla-
vænleg spor í íslenzkri stjórnmálasögu.

  Undir forystu Steingríms var Framsóknarflokkurinn öflugur, annar
stærsti stjórnmálaflokkur landsins með pólitísk ítök og áhrif skv.
því. Steingrímur lagði ætið áherslur á tengsl flokksins við sínar
þjóðlegu rætur og hafnaði ALFARIÐ aðild Íslands að Evrópusam-
bandinu. Er Steingrímur sömu skoðunar í dag enda tekur fullan
þátt í Heimssýn, samtökum sjálfstæðissinna í Evrópumálum.

  Vonandi að hinn þjóðlegi framfaraandi Steingríms fái á ný að
svifa yfir Framsóknarflokknum, þannig að flokkurinn taki sér skýra
og ákveðna stöðu með óskertu fullveldi og sjálfstæðu Íslandi, og
hafni þar með öllum viðhorfum Evrópusambandssinna. Þá yrðu
miklar líkur á að flokkurinn rétti úr kútnum.

    Til hamingu með þennan merka lífsáfanga, Steingrímur Hermanns-
son !
mbl.is Steingrímur Hermannsson 80
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Eru einhverjar líkur á að Framsókn rétti úr sér? Þeir eru komnir ansi langt frá stefnumálum Steingríms og hafa klúðrað illa á síðustu árum. Ég held að flokkurinn hafi byrjað að deyja daginn sem Steingrímur fór í Seðlabankann. Það jákvæðasta í stöðunni er sennilega að botninum hefur verið náð og varla hægt að sökkva dýpra. Spurningin er, hafa þeir einhvern innanborðs til að koma þeim þaðan?

Villi Asgeirsson, 23.6.2008 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband