Til hamingju Húsvíkingar !


   Vert er að óska Húsvíkingum og öðrum Norðlendingum og raunar
öllum Íslendingum til hamingju með  viljayfirlýsinguna um byggingu
álvers við Húsavík.  Því auðvitað ber að nýta okkar dýrmætu endur-
nýjanlegu orku til gjaldeyrisöflunar. Allt annað er fráleitt og ávísun
á kreppu og eymd.

   Bygging álvers við Húsavík og Helguvík eru mjög mikilvægar stór-
framkvæmdir og koma inn á hárréttum tíma. Ríkistjórnin hefur lagt
blessun sína yfir álversframkvæmdina við Húsavík. Ljóst er að um-
hverfisráðherra hefur sem betur fer beðið ósigur í þessum tveim
stóriðjumálum og neyðist nú til að styðja þær BÁÐAR. Raunar má
segja að Samfylkingin hafi kokgleypt sitt svokallaða ,,fagra Ísland"
sem hefði orðið virkilega ÓFAGURT með stórsukinni kreppu og eymd
ef stórframkvæmdir þessar komi ekki til.

  Nú er bara að halda áfram á sömu braut og styðja við bakið á öllum
þeim sem nýta vilja sér okkar dýrmætu orkuauðlindir, þjóðinni og
ekki síst efnahag hennar til styrktar og gæfu í framtíðinni.
mbl.is Viljayfirlýsing framlengd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Guðmundur

Já þetta er framfaraskref og góð tíðindi fyrir Ísland, ekki vafi á því. Að sofa á auðlindum Íslands er svipað og að segja við Saudi Arabíu að þeir hefðu átt að bora í nefið á sér í stað þess að bora niður í jörðina.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 26.6.2008 kl. 14:27

2 identicon

Það getur vel verið að eins og sendur er frekari uppbygging álvinnslu á Íslandi gott útfrá efnahagslegu sjónarhorni. En að byrja að byggja álver sem hefur hvorki stafsleyfi(allaveganna þega bygging hófst), orku né mengunarkvóta er náttúrulega alveg út í hött. 

Ég er á móti uppbyggingu stóriðju á Íslandi af umhverfisástæðum en ég skil það vel að þú sért ósammála mér í þeim efnum. Hinsveg þá tel ég að líka séu efnahagsástæður fyrir því að stöðva uppbyggingu áliðnaðs á Íslandi. Ef heimsmarkaðsverð á áli mundi hrynja og við búin að byggja hér nær á heilan tug álvera þá mundi íslenska hagkerfið hrynja ofan í miklu ,miklu dýpri kreppu heldur en það er í dag. Þessvegna tel ég þetta ver mjög óskynsamleg ákvörðun.

Sæmundur Rögnvaldsson (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 17:00

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Sæmundur

Þú hefðir þá sennilega einnig verið á móti uppbygginu Norðmanna á olíuiðnaði sínum ef þú hefðir verið Norðmaður. Það var engann veginn öruggt að þróun olíuverðs myndi bera þessar fjárfestingar Norðmanna þegar þeir hófu þær. Þeir voru stanslaust gagnrýndir fyrir glæframennsku á þessum árum.

Danir ætluðu ekki að þora að fara út í þetta "ævintýri" sjálfir og voru á leiðinni með auðlindirnar í gjafapakka til útlanda þegar Mærsk Mc-Kinney Møller sjófari bauðst til að taka að sér áhættuna frekar en að horfa á eftir auðlindunum hverfa til útlanda.

Þetta er svona í öllu. Það getur allt brugðist. Eina leiðin til að komast hjá hristingi vegna hola og grjóts í veginum er að leggjast í kistuna strax, og gera aldrei neitt. Ísland er ríkt í dag vegna þess að menn þorðu að taka áhættu. Og það var frelsið sem fékk þá til að þora.

Gunnar Rögnvaldsson, 26.6.2008 kl. 17:40

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir Gunnar.

Benedikt. Segi bara hreint út um Samfylkinguna eins og hún á skilið.
Því miður byggir Samfylkingin á hugmyndarfræði sem mér fellur ekki
í geð og því síður til heilla landi og íslenzkri þjóð.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.6.2008 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband