Myntsamstarf við Norðmenn mun vænlegri kostur


   Hugmyndir dómsmálaráðherra að taka upp evru án aðildar að ESB
vekja spurningar um hvort ráðherrann sé farinn á taugum í Evrópu-
málum? Hafi látið stórkaupmenn sem telja að allt sé hægt að  selja,
jafnvel fullveldið og auðlindir Íslands hæðstbjóðendum, látið þá taka
sig gjörsamlega á taugum. Því hugmyndin um upptöku evru án ESB-
aðildar er ekki raunhæf. Síðast fyrir örfáaum mánuðum gerðu ráða-
menn í Brussel forsætisráðherra það alveg ljóst, að upptaka evru án
aðildar að ESB yrði í  pólitiskri andstöðu við ESB.

  Hvað vakir þá eiginlega fyrir dómsmálaráðherra með þessu útspili?
Upptaka evru yrði hún samþykkt tæki mjörg ár. Fyrst yrðum við
að uppfylla allar kröfur evrópska myntbandalagsins. Því væntan-
lega telur ráðherra ekki fyrir hendi að taka um evru  í 13% verð-
bólgu. Þá hefur evran verið mjög há að undanförnu, sem hefði
nánst rústað okkar mikilvæga útflutningi, sem nú nýtur einmitt
góðs af gengi krónunar í dag.

  Miklar gengissveiflur eru vissulega ekki ávísun á þann stöðug-
leika í efnahagsmálum sem allir sækjast eftir. Að kasta okkar
eigin gjaldmiðil og taka upp annan sem væri í engum takti við
okkar efnahagslíf á hverjum tíma væri að fara úr öskunni í eldinn.
Mun vitlegra væri að taka hina smáu krónumynt út af hinum
óstöðuga gengismarkaði í dag, og hefja viðræður t.d við Norð-
menn um myntsamsatrf.  Slíkt samstarf væri hægt að koma á
innan nokkra mánaða væri til þess pólitískur vilji, en norsk
króna er mjög sterk um þessar mundir, varin af norska olíu-
sjónum t.d fyrir hverskyns spákaupmennsku. Tenging íslenzkrar
krónu við þá norsku með ákveðnum frávikum myndi m.a gera
himinháa erlenda lántöku til styrkingar gjaldeyrisvarasjóðnum
nánast óþarfa. En mestu máli skiptir, er að slíkt myntsamstarf
yrði á ÍSLENZKUM forsendum. Alltaf yrði til staðar viss sveigan-
leiki í slíku samstarfi með tilliti til okkar efnahagsmála hverju
sinni. Sem alls ekki myndi vera til staðar tækjum við upp aðra
mynt. Þá yrði alltaf hægt að bakka útúr slíku myntsamstarfi ef
það reyndist ekki okkur hagfelt, en ekki yrði aftur snúið ef við
tækjum upp aðra  mynt. Sætum þá í súpunni!

  Á evrusvæðinu er mikil óstöðuleiki framundan. Gengi evru og
vaxtastig samræmist engan vegin þeim fjölmörgu ólíku hag-
kerfum sem á evrusvæðinu eru í dag. Sveiganleikinn er ENGINN,
sem myndi fljótt skapa varanlega kreppu og samdrátt í íslenzka
hagkerfinu tækjum við upp evru. - Það er ekki bara að stjórn-
kerfi ESB sé í upplausn, heldur bendir margt til að evrópska
myntbandalagið eigi í verulegum erfiðleikum innan skamms.

  Hugmyndir Björns Bjarnassonar dómsmálaráðherra eru því
afar óraunsæjar, og þjónar langt í frá íslenzkum hagsmunum,
þó ekki sé meira sagt. 
mbl.is Evruleið fremur en aðildarleið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg stórfurðulegt að lesa svona uppástungur, sem bókhaldari ættirðu að sjá að kosturinn við að taka upp evru á móti öllum þessum furðulegu uppástungum m.a. ungra sjálfstæðismanna er mikill sparnaður einstaklina og fyrirtækja í viðskiptum við Evrópu, þar sem kostnaður við gjaldeyrisbreytingar hyrfi algjörlega í viðskiptum við lönd sem nota evruna.

Að ætla að tengjast öðrum gjaldmiðlum myndi einungis hafa nákvæmlega sömu ókosti og að tengjast evrunni án þess að hafa í för með sér neitt af kostunum. T.d. að tengjast norsku krónunni væri ákaflega hættulegt einmitt vegna olíuframleiðslu Norðmanna, sveiflur í Noregi og Íslandi eru ekki beinlínis samstíga og þar sem viðskipti við Norðmenn eru nú ekki stórt hlutfall af erlendum viðskiptum Íslands yrði ávinningurinn lítill sem enginn. Sama er hægt að segja um svissneska frankann.

Hvort Ísland eigi yfirhöfuð að vera að taka upp annan gjaldmiðil er svo alveg hinum megin á blaðinu. Meðan eyðslugleðin og neyslulánaæðið er svona yfirgengilegt eins og það er á Íslandi þarf að vera hægt að láta gjaldmiðilinn síga stöðugt, eða taka svona dýfur eins og þá sem er nýbúin. Það er hins vegar athyglisvert hvað krónan er algjörlega verðlaus pappír, síðan við myntbreytinguna 1981 eru ekki bara núllin tvö komin aftur heldur hefur það þriðja bæst við.

Gulli (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 08:15

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Gulli minn. Er samt ekki eins blindur kettlingur eins og sumir að sjá
og skilja ekki að upptaka erlendis gjaldmiðils sem mun ALDREI taka
nokkuð skapaðan hlut mið af efnahagsástandi á Íslandi mun aldrei þjóna íslenzku hagkerfi og íslenzkum atvinnurekstri. Að bjóða upp
á vexti og gengi sem yrði út úr kú miðað við okkar aðstæður er þvílikt andskotans rugl að það er sörglegt að sumir skuli ekki sjá
það. Eða, hvað er að gerast á evrusvæðinu í dag? Fjölmörg ríki
einkum á suðursvæðinu og Írlandi kvarta sáran undan kolvitlausu
gengi og vöxtum miðað við efnahagsstöðu viðkomandi ríkis.
Að Ísland færi að taka upp evru þýddi meiriháattar hrun í okkar
útflutningi (evran er allt of há) með tilheyrandi framtíðar stöðnun
og kreppu og fjölda atvinnuleysi. Allur sveigjanleiki íslenzks
atvinnulífs og aðlögunarhæfni yrði endanlega drepið fyrir fullt og
allt. Allar stórframkvæmdir yrðu endanlega úr sögunni.

Með myntsamstarf við t.d Norðmenn yrði hins vegar öllum sveigjan-
leika haldið opnum miðað við ÍSLENZKAR forsendur. Og alltaf
yrði hægt að ganga úr því samstarfi gjörólíkt því sem hægt væri
að gera eftir að hafa tekið upp erlenda mynt sem engan veginn
myndi henta okkur.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.7.2008 kl. 09:47

3 identicon

Hvernig væri hægt að halda sveigjanleika frekar með samstarfi við Norðmenn en einhverja aðra? Norska hagkerfið er nógu mikið stærra en það íslenska til að það íslenska myndi ekki hafa mikil, ef nokkur áhrif í slíku samstarfi. Ef menn vilja halda í sveigjanleikann þá er bara einn kostur, halda í íslensku krónuna með öllum hennar kostum og göllum.

Ef Íslendingar tækju upp evruna einhliða (það er velhægt og kemur EU í raun ekkert við) þá væri alveg hægt að hætta því "samstarfi" rétt eins og að hætta samstarfi við Norðmenn eða einhverja aðra. Ef Ísland ákveður að hætta að nota hvern þann gjaldmiðil sem þeir eru að nota er ekkert sem getur stöðvað það, reglugerðir Evrópusambandsins myndu ekkert hafa að segja um slíkt. 

Gulli (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 12:31

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Gulli. Sveigjanleikinn við myntsamstarf er það að við getum ákveðið
að krónan mætti sveiflast að ákveðnu marki í plús eða mínus miðað
nið gengi þeirrar norsku. Þarna er verið að tala um miklu minni
sveiflur heldur en verið hefur undanfarið, kannski kringum 5%.
En af því þarna yrðu um myntSAMSTARF að ræða myndi það taka
til fleiri þátta peningamála eins og Þórólfur Matthíasson prófessor
við H.I benti á í vetur varðandi myntsamstarf við Norðmenn.
Síðan er  það að ef veruleg efnahagsþrengingar yrðu hjá okkur
yrði alltaf hægt að taka upp viðræður við Norðmenn með að
endurskoða gengisvísitöluna miðað við gjörbreyttar forsendur.
Það gætum við alls ekki gert hafandi tekið upp ERLENDAN gjald-
miðil sem við hefðum ENGIN áhrif á, hvorki gengis- eða vaxtastig.
Værum þá komnir í algjöra spennitreyju, fangelsi.

Ættum miklu frekar að byrja á að prófa þessa leið heldur en að
henda kronunni og þar með ahrif okkar á efnahagsstjórnina.
Getum alltaf hætt við myntsamstarf reynist það okkur ekki
hagfelt, en getum ALDREI snúið til baka hafandi tekið upp
einhverja erlenda mynt sem við hefðum ENGIN áhrif á.

Þá tæki norska leiðin miklu minni tíma að framkvæma heldur en
margra ára ferli við upptöku evru.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.7.2008 kl. 13:14

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Að taka upp evru einhliða er rugl og óframkvæmanlegt. Yrðum
alltaf að vera a.m.k búnir að stilla hagkerfið af miðað við núverandi
vexti og gengistig evru. Erum svo óralangt frá  því markmiði í dag.
Þannig að evrupptaka er algjört rugl og myndi stórskaða okkar
efnahag  og efnahagsframvindu, enda allur sveigjanleiki úr
sögunni.  Bullandi stöðnun og atvinnuleysi yrði niðurstaðan.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.7.2008 kl. 13:20

6 identicon

Ætla að byrja á að taka fram að ég er ekkert sérstaklega á því að Ísland eigi að taka upp evru eða aðra mynt, bara svo það sé á hreinu :)

En til hvers væri svona myntsamstarf við t.d. Norðmenn ef á að bakka út úr því um leið og eitthvað gengur ekki nákvæmlega eftir óskum Íslendinga? Er þá nokkur tilgangur með því að fara inn í samstarfið yfir höfuð? Staðan væri nákvæmlega sú sama og að taka upp t.d. evru einhliða, það þarf að haga seglunum eftir þeim vindi sem réði í hvoru "bandalaginu" sem er. Ef vindáttin passar ekki á þá bara að hoppa í næsta bát? Þá væri gáfulegra að láta algjörlega vera að tengja sig við einhvern gjaldmiðil, á hvaða máta sem slíkt yrði gert. Allar hálfkáksaðgerðir væru bara tímabundið yfirklór sem myndi til lengri tíma ekki skapa minni vandræði en að taka alfarið upp einhvern annan gjaldmiðil.

Íslendingar geta vel og auðveldlega hætt að nota hvaða þá mynt sem þeir kjósa hvenær sem þeir vilja. Til þess þarf einfaldlega að taka ákvörðun um að gera það, nákvæmlega eins og þarf að taka ákvörðun um að taka upp þá mynt í upphafi. Það er ekki eins og Ísland væri að afsala sér réttinum til að ákveða slíkt þó önnur mynt yrði tekin í notkun.

Ísland getur auðveldlega tekið upp evru sem gjaldmiðil án afskipta Evrópusambandsins, fjöldamörg lönd nota t.d. dollarann án þess að hafa nokkurn tíma rætt við Bandaríkin um slíkt. Ísland fengi bara ekki að prenta sína eigin útgáfu af evrunni en væri það ekki bara fínn sparnaður? 

Gulli (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband