Stjórn Sjálfstæðis- Framsóknar og Frjálslyndra strax !


    Til bjargar þjóðinni þarf Samfylkingin að hverfa úr ríkisstjórninni, og
það sem fyrst. Hún er orðin helsti dragbíturinn á íslenzkt efnahagslíf í
dag. Helsta efnahagsvandamálið . Enda trú hennar á ÍSLENZKA framtíð
ENGIN, horfandi gegnum  ESB-gleraugu á nánast allan íslenzkan veru-
leika.

   Samfylkingin er eins og Vinstri-grænir ótæk við stjórnun landsins.
Flokkar sem standa í vegi fyrir grundvallarforsendu þess að hér geti
orðið eðlilegur og stöðugur hagsvöxtur, eiga ekki að koma nálægt
stjórn landsmála. Nýting hinnar dýrmætu endurnýjanlegu orku er
lykilinn að hagvexti og áframhaldandi framförum, þannig að öflugt
velferðarkerfi og atvinna fyrir alla verði tryggt. Að standa í vegi fyrir
slíku er ekkert annað en efnahaslegt hryðjuverk. Hátterni umhverfis-
ráðherra að undanförnu með samþykki Samfylkingarinnar er gott dæmi
um það.

  Því er það þjóðarnauðsyn að núverandi ríkisstjórn fari frá. Öllu vinstri-
sinnuðu afturhaldi hent þar út. Kröfug og framfarasinnuð borgaraleg
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Frjálslyndra  verði
mynduð. Ríkistjórn sem þorir og láti verkin tala. Ríkisstjórn á þjóðlegum
nótum sem hafi trú á ÍSLENSKRI framtíð með öllum þeim stóru tækifærum
sem í henni  felst.

  Í kjölfar slíkrar ríkiststjórnar hinna borgaralegu flokka yrðu til söguleg
kaflaskipti í íslenzkum stjórnmálum. Samstarf hinna borgaralegu flokka
yrðu eftir það venja en ekki undantekning, á öllum stigum stjórnsýslu.
Eins og raunar gerist víðast hvar annars staðar í þeim löndum sem við
berum okkur saman við. - Skörp skil í íslenzkum stjórnmálum. Hreint val
kjósenda.  - Það er hið ákjósanlega stjórnarfar. 

   Íslendingar hafa ætið lent í hremmingum þegar vinstriöflin hafa náð
fótfestu. Vinstrimennska hefur aldrei átt við íslenska þjóð. Hin ömurlegu
sósíaldemókratisku áhrif í núverandi ríkisstjórn eru góð dæmi um það.

  Undan þeim VERÐUR þjóðin að losna.  Og það STRAX!


     
mbl.is Úrskurðurinn ónauðsynlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Já, það skásta sem býðst nú er Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Frjálslyndir. Að minnsta kosti er Samfó ótæk í ríkisstjórn -- hún hefur fengið ár til að sanna sig og gert eintóma vitleysu. Burtu með Samfó...

Snorri Bergz, 1.8.2008 kl. 21:23

2 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas og aðrir skrifarar !

Guðmundur og Snorri ! Við þurfum stjórn bænda - sjómanna - verkamanna og iðnaðarmanna, STARX ! Ekki svikulla og pasturslítilla stjórnmálamanna. Nóg komið, af slíku; piltar !!!

Með beztu kveðjum, sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 21:32

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Mikið rétt Guðmundur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.8.2008 kl. 00:33

4 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Guðmundur og Guðrún María ! Vilduð þið hafa á samvizkunni, að Framsóknarflokkurinn, sem og Frjálslyndi flokkurinn tækju upp samstarf, við sóðaklíku Geirs H. Haarde, í Sjálfstæðisflokknum ?

Þá væruð þið; að lýsa yfir stuðningi, við einhver mestu skaðræðisöfl seinni tíma, hér á Íslandi, gott fólk, hvað þið athugið, gaumgæfilega.

Það þarf; að losna við fleirri, en kratana, svo þið skiljið mig rétt, vonandi. Ég setti fram fyrri athugasemd, í fyllstu alvöru ! 

Með beztu kveðjum, enn /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 01:48

5 Smámynd: Rauða Ljónið

Á Íslandi búa tvær þjóðir, önnur þjóðin vill vinnu fyrir sína þjóðin og sitt fólk, hin þjóðin sem hangir að mestu á ríki og bæ og er í öruggum höndum með áskrift á sínum launum, sú þjóð vill ekki að hin þjóðin fái vinnu eða hafi vinnu eða eigi tilverurétt til mannréttinda. Það er glæpur.

Rauða Ljónið, 2.8.2008 kl. 11:56

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl öll og takk fyrir innlitið.

Óskar minn. Verðum að vera raunsæ og horfa á hvað er í boði í dag. Flokkur
sá sem þú nefndir yrði ábyggilega ákjósanlegur flokkur, en hann er bara
ekki til í dag og hvergi í augsýn.

Það sem ég er að tala um er að öll ábyrg þjóðleg öfl fari nú loks að vinna
saman. Þetta eru hin þjóðlegu borgaralegu öfl. Og þau eru einungis að finna í þessum þrem flokkum sem ég nefndi. Samstarf þessara þriggja
flokka gæti framkallað allt hið besta fram hvað þessi pólitísku viðhorf
varðar, landi og þjóð til heilla. Verðum að leiða hin ÞJÓÐLEGU öfl saman
úr þessum þrem flokkum til pólitisks samstarfs. Það hefur hingað til ekki
tekist, enda ástandið eftir því. - Þegar þessi ÞJÓÐLEGU öfl hafa  náð
vel saman er aldrei að vita hvað gerist í framhaldinu. Gæti orðið vísir af
þeim flokki sem þú nefndir Óskar.  En umfram allt þarf að haldi hinum
vinstrisinnuðum afturhaldsöflum í skefjum. Krötum og ekki síst hinum
afdönkuðu sósíalistunum í Vinstri Grænum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.8.2008 kl. 13:20

7 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Guðmundur ! Víst; skulum við vera raunsæ; og skoða, til allrar hlítar, hversu stjórnmálamenn hafa sundrað og tætt almennilegt íslenzkt samfélag, árum og áratugum saman. Þess vegna; vil ég stuðla, að stofnun Alþýðuþjóðveldis vinnandi stétta, á þjóðernisgrundvelli, sem allra fyrst.

Getur þú; Guðmundur minn, hugsað þér ráðuneyti, með jafn óforskammað fólk innanborðs, sem Geir H. Haarde, og Valgerði Sverrisdóttur, til dæmis ? 

Benedikt ! Hefi vart; fram til þessa, kynnst jafn prúðum, sem hófstilltum krötum, sem þér, hér á spjallsíðum, en,........ Benedikt minn ! Enn ber að sama brunni, gagnvart þínum ærlegu meiningum, sem hjá Guðmundi og Guðrúnu Maríu, ásamt fjölda annarra. Þið virðist, þrátt fyrir þjóðarsmán þá alla, sem stjórnmálamenn íslenzkir, hafa leitt yfir land og fólk, hafa nokkra tiltrú enn, á þessum hrakmennum.

Hættið því; og ígrundið vel, mínar meiningar allar.

Með beztu kveðjum, sem oftar /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 20:26

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Óskar. Enn og aftur tel ég afar mikilvægt að sameina öll hin þjóðlegu
öfl á Íslandi til pólitisks samstarf. Þau eru að finna í Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Frjálslyndum þótt and-þjóðleg öfl séu þar líka að finna. Tel
þó þau í miklum meirihluta í þessum flokkum og meðal kjósenda þeirra.
Samstarf þessara þjóðlegu afla gætu svo orðið vísir að stærra og nánara
samstarfi til lengri tíma litið, landi og þjóð til heilla.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.8.2008 kl. 13:07

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Benedikt. Framsókn hefur ætíð skilgreint sem MIÐJUFLOKK en miðjuflokkar
eru skilgreindir sem borgarasinnaðir flokkar, gjörólíkt við Samfylkingu sem
er VINSTRI-flokkur enda byggir á sósíaldemókratiskri hugmyndarfræði og
öfgakenndri alþjóðahyggju hennar. Því er mikilvægt útfrá íslenzkum hags-
munum að slíkur and-þjóðlegur flokkur hafi sem minnst áhrif á Íslandi.
Nú t.d reynir hann að tefja fyrir áframhaldandi hagsvexti á Íslandi eins og
dæmin sanna.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.8.2008 kl. 13:16

10 identicon

Heill og sæll; sem æfinlegast, Guðmundur Jónas , og aðrir skrifarar !

Guðmundur minn ! Þakka þér; ötula baráttu og fölskvalausa, í þágu lands og lýðs alls, með þínum skrifum. Jú; jú,,, EITT, og aðeins eitt tækifæri enn, fyrir þessa garpa, sem þið Guðrún María, og fleirra hrekklaust fólk vill gefa möguleika á, til almennilegrar stjórnar, en,..... vei þeim líka, sem svikju ykkar hugsjónir, sem allar góðar artir, sem hugarþel frómt, Guðmundur minn.

Með beztu kveðjum, sem ætíð /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 15:33

11 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hvernig væri að stofna þenan flokk Gæti heitað hinn Íslenski Alþýðuflokkur

Jón Aðalsteinn Jónsson, 4.8.2008 kl. 22:23

12 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Eða Íslenzki Þjóðveldisflokkurinn..?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.8.2008 kl. 00:59

13 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Bjarni. Slik framfarasinnuð borgaraleg ríkisstjórn YRÐI strax að stokka upp
alla sjávarútvegsstefnuna frá grunni þannig að ÖLL borgaraleg réttindi
séu þar tryggð og jafnræði sé meðal ALLRA borgara þesssa lands. Annars
væri EKKI um að ræða BORGARALEGA ríkisstjórn.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.8.2008 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband