Vinstrimennskan gjaldþrota !!!


   Um helgina var haldinn flokksráðsfundur Vinstri grænna. Ömurlegt
var að heyra hversu gjörsamlega steingeldur þessi flokkur afdank-
aðra sóíalista og öfgansinnaðra umhverfissinna er varðandi efna-
hagsmál þjóðarinnar. - Þegar kreppir að í efnahagsmálum myndast
mikil eftirspurn eftir fjármunum til hinna ýmsu verkefna í þjóðfélaginu.
Mjög þarfra mála. -  En á sama tíma og Vinstri grænir hrópa á opin-
ber framlög í þetta og hitt hingað og þangað er ALDREI bent á hvar
á að taka peningana, og ALLR SÍST komið með tillögu um hvernig á
að afla þeirra. Þvert á móti er  með ofsafengnum hætti og ótrúlegri
skammsýni lagst gegn þeirri grundvallar forsendu, að til þess að skapa
og auka hagvöxt til efnahagslegrar velsældar, VERÐUR þjóðin að nýta
þær endurnýjanlegu auðlindir sem landið hefur upp á að bjóða. Annars
verður hér EYMD og KREPPA. Nokkuð sem Vinstri grænum er algjörlega
fyrirmunað að skilja!

   Efnahagsstefna Vinstri grænna er því ekkert annað en gjaldþrota-
stefna. Enda hefur sósíalisminn aldrei nærst á neinu  nema á eymd og
volæði.

   Það sama má segja um hinn vinstri flokkinn, Samfylkinguna. Innan
hennar eru hópur manna sem telur peninga vaxa á trjánum.  Fremst
þar í flokki fer umhverfisráðherra, sem reynir eftir fremsta megni að
leggja stein í götu þess að þjóðin nýti sér þær endurnýjanlegu auð-
lindir sem nú standa til boða, til að slá á kreppuna. Álverið við Bakka
er þar nýjasta dæmið. Þá vill Samfylkingin stórskerða lífsrými Íslendinga
og ganga í ESB. Setja um leið helstu auðlindir þjóðarinnar í stórhættu
gagvart erlendri yfirtöku, sbr hinn framseljanlega kvóta á Íslandsmiðum,
og auk þess að stóskerða fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar.

  Niðurstaðan er því sú hvernig sem á það er litið, að hvers konar vinstri-
mennska er ávísun á eymd og volæði, gjaldþrot.  Áhrifa Samfylkingar-
innar á stjórn efnahagsmála í núverandi ríkisstjórn er t.d  ömurleg. Al-
verst er þó að þessi framkvæmdadoði Samfylkingarinnar, er farinn að
sljóvga svo samstarfsflokkinn, að farið er alvarlega að óttast um rænu
hans við að halda þjóðarskútunni á floti. - Því aldrei mun Samfylkingin
gera það, eða telja það sitt hlutverk.........

   Því hefur það aldrei verið mikilvægara en nú að stokkað verði upp í
íslenzkum stjórnmálum. Að öll framfarasinnuð þjóðleg borgaraleg öfl
myndi pólitíska blokk á öllum stigum stjórnsýslu upp í sjálfa lands-
stjórnina, til að hafa hemil á vinstri-plágunni.

   Núverandi ríkisstjórnarkokteill  ósamstöðu er besta sönnun þess.
Algör andstaða við t.d núverandi samhentan borgarstjórnarmeirihluta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gullpistill Guðmundur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.8.2008 kl. 00:48

2 identicon

Heil og sæl; Guðmundur Jónas, og Guðrún María !

Gott og vel; afgreitt mál ! En, ........... hvað leggið þið til, að taki við landsstjórninni. Tæpast; draslararnir, sem þið aðhyllist, eða hvað ?

Með þjóðernissinna kveðjum, góðum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 01:27

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hvað leggur þú til Óskar minn? Svona raunhæft?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.8.2008 kl. 01:30

4 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Guðmundur minn ! Ég legg til; að við hvítliðar förum að safnast saman, og skipuleggja raunhæfar aðgerðir okkar þjóðernissinna, til valdatöku vinnandi stétta, sem fyrst.

Þar með; að hið fráleita Alþingi verði aflagt, og komið á fót samstjórn bænda - sjómanna - verkamanna og iðnaðarmanna.

Eflaust; tæki tíma, að stilla saman strengi, hvar jú; nokkur hluti landsmanna er af þrælum kominn, og yrði; þar með, þungur í taumi, til þeirra aðgerða, sem nauðsynlegar mega kallast, svo einhvers árangurs væri að vænta, en orð eru; jú, til alls fyrst, Guðmundur minn.

Okkur Kveldúlfs niðja skortir ei kjarkinn, sem sagan sannar, í aldanna rás !  

Með beztu kveðjum, sem oftar /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 01:46

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Óskar. Stöndum vörð um elsta Alþingi heims með stolti og virðingu!

Áköllum þorran af íslenzkum ALMENNINGI, hvar í stétt sem þeir eru og alla
þjóðholla atvinnurekendur, sem vilja þjóðfrelsi og varðveðislu menningar-
arfsins og tungunnar, til slíks þjóðfundar og pólitískrar samstöðu, undir
kjörorðinu ÁFRAM ÍSLAND!

Jafnfram eigum við á alþjóðavettvangi að vera boðberar þjóðfrelsis og
sjálfstæði ALLRA þjóða, og bera virðingu fyrir ÖLLUM þjóðum og
kynþáttum!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.8.2008 kl. 12:30

6 identicon

Heill og sæll; á ný, Guðmundur, jú og líka sem Guðrún María !

Guðmundur minn ! Ljóst má vera; að ekki berum við gæfu til samþykkis, í þessum efnum. Að mínum dómi, er Alþingi; einmitt, einn helzti dragbýtur á eðlilegt mannlíf- líka sem atvinnulíf, í landi okkar. Þess vegna, vil ég farga þessarri stofnun, alfarið.

Nú; nú, Guðrún María ! Illa þætti mér þér úr ætt skotið; kysir þú að taka gagnrýni minni, á Frjálslynda flokkinn, með þögninni einni. Jú; jú, sannarlega, þurfið þið, að þrífa upp ýmsar ambögur Jóns Magnússonar, og þeirra Kristins H. Gunnarssonar, innanbúðar hjá ykkur. Hljótið þó, að geta svarað fyrir ykkur, þá á ykkur er yrt, að nokkru.

Minni þig enn; Guðrún María, á dekur Jóns (á síðu hans, 10. Júlí, í sumar), hvar hann mærir Friðrik Sophusson Landsvirkjunar ''einvald'', í hástert, óverðskuldað. Þurfið þið; í FF, ekki að fara að fá á hreint, hvorum megin hryggjar Jón liggi; FF, eða þá, í hinum illræmda Sjálfstæðisflokki ?

Með beztu kveðjum, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 17:00

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Óskar Helgi.

Bæði Jón og Kristinn eru fínir drengir sem vinna sína vinnu vel.

Þú þarft að skoða málefnahandbókina okkar betur Óskar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.8.2008 kl. 23:44

8 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Guðrún María ! Þakka þér; einörð svör, sem vísar meiningar, en,..... hætt er við, að mínir þankar, til þessarra manna breytist lítt, þótt svo málefnahandbók yrði upp lesin. Íslenzkir stjórnmálamenn, almennt, hafa, með sínu ráðslagi, undanfarin ár, sem misseri, fyrirgert öllu trausti, sem trúverðugleika, sem einkavæðing stofnana, sem annarra fyrirtækja ríkisins vottfesta; glöggt, sem afleiðingar hennar.

Hví skyldi ég; sauðþrár Kveldúlfs niðji, umvenda, svo skart, mínum meiningum, þá við blasa innihaldslaus og pasturslítil smámenni, hver sitja Alþingi það, hvert óra vegu er komið, frá Úlfljóti, og hans fólki öllu ?

Með beztu kveðjum; enn, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 00:46

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta er allt rétt hjá þér Guðmundur, en þú gleymir hugmyndum ríkisforsjárliðsins að þjóðnýta sjávarútveginn og leggja þar með efnahag landsins og landsbyggðarinnar í rúst.Sterkur sjávarútvegur með hagkvæmu kvótakerfi sem nýtur trausts erlendis, sjávarútvegur sem er rekinn án styrkja öfugt við það sem er víðast hvar annarsstaðar heldur landinu nú á floti, ásamt álverunum.Árangur áfram og ekkert stopp.

Sigurgeir Jónsson, 1.9.2008 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband