Vill Valgerður gera Framsókn að örsmáum krataflokki ?


   Allt bendir til að vara-formaður Framsóknarflokksins Valgerður
Sverrisdóttir stefni í að gera Framsókn að örsmáum krataflokki,
með áherslu á inngöngu í ESB og upptöku evru. Nú síðast í dag
er hún við sama heygarðshornið og ásakar sjálfstæðismenn að
drepa umræðunni á dreif í viðtali við RÚV. Valgerður hefur ekki
farið dult með þá skoðun sína að Ísland eigi að sækja um ESB
og taka upp evru.

   Það er eins og Valgerður sé þegar oðrðin félagi í ESB-sinnuðum
krataflokki eins og  þeir gerast  verstir. Því  alla vega  talar  hún
þvert á flokkssamþykktir  Framsóknarflokksins  og  í  kross við
formann flokksins í Evrópumálum.  Því enn hafa æðstu stofnanir
flokksins hvorki  ályktað að  Íslandi skuli sækja um aðild að ESB
eða að taka upp erlenda mynt, sem yrði í engum takti við íslenzkt
efnahagslíf.

  Sá stóri hópur framsóknarmanna og stuðningsfólk Framsóknar-
flokksins sem eru algjörlega andvigt viðhorfum vara-formanann-
sins og framgöngu í þessum málum hljóta því að fara að hugsa
sinn gang.  - Því haldi vara-formaðurinn uppteknum hætti mun
ekki verða langt að bíða að Framsókn verði örsmár ESB-sinnaður
krataflokkur undir pilsfaldri stróru mömmu, Samfylkingunni.

   Það yrðu ömurleg örlög elsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Tel rétt að skipta restinni af Framsókn upp í tvo hluta; frjálslynt félagshyggjufólk og borgaralega íhaldsmenn. Annar færi með Samfylkingu en hinn með Sjálfstæðisflokki.

Orðið "krati" sem var skammaryrði í sveitum bernsku minnar fer að hafa jákvæða merkingu í þinni meðhöndlun. Takk fyrir það. Mbk, G 

Gunnlaugur B Ólafsson, 23.9.2008 kl. 17:39

2 identicon

Sæll félagi. Þú ert alltaf jafn hress!  Gaman væri að vita hverju þú persónulega hefur að tapa. En hvað með heildina þá?

SH (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 20:49

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

SH. Engu að tapa persónulega. Hvergi á spena hjá neinum flokki. Hins
vegar hefði ég aldrei geta dottið í hug að ESB-sinnaðir kratar ættu eftir
að eyðileggja minn gamla þjóðlega Framsóknarflokk.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.9.2008 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband