Forsætisráðherra: Ísland leiti réttar sins !


    Geir H Haarde forsetisráðherra hefur staðið sig gríðarlega vel
sem leiðtogi íslenzkrar  þjóðar, á mesta hamfaraskeiði sem yfir
þjóðina hefur dunið.  - Með sterkum þjóðarleiðtoga og þjóðar-
samstöðu mun íslenzka þjóin vinna sig út úr erfiðleikunum. Nú
þurfa ÖLL þjóðleg og ábyrg öfl að STANDA SAMAN!

  Sú staðreynd að íslenzk þjóð hefur orðið fyrir  mestri hryðju-
verkaárás sem sögur fara af, og það af þjóð sem hún taldi til
sinna vinarþjóða, verður að svara á viðeigandi hátt. Því er
ánægjulegt að forsætisráðherra  lýsi  því yfir  að  Íslendingar
hljóti að  leita  réttar sins, eftir að bresk stjórnvöld hafi kné-
sett stærsta fyrirtæki Íslendinga með valdníðslu, með hrika-
legum afleiðingum fyrir efnahag íslenzkrar þjóðar.

  Utanríkisstefna og heimssýn Íslendinga hlýtur að gjörbreytast
á næstunni, eftir þá stóratburði sem nú hafa gerst og eiga eftir
að gerast. -

   Nú fer að liggja fyrir hverjir eru vinir Íslendinga og hverjir ekki!
Klárlega verða Bretar ekki í þeim vinahópi!!!! 
 
mbl.is Bretar knésettu stærsta fyrirtæki Íslendinga með valdníðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband