Valgerður klýfur Framsókn endanlega !


   Valgerður Sverrisdóttir, vara-formaður Framsóknarflokksins,
hefur nú endanlega klofið Framsóknarflokkinn. Með því að beita
kjördæmisþingi  framsóknarmanna  í Norðausturkjördæmi  og
látið  það  samþykkja aðildarumsókn að ESB og upptöku evru,
er Framsóknarflokkurinn  þar  með  endanlega  klofinn. Þetta
veganesti ætlar Valgerður síðan að hafa á miðstjórnarfund 
flokksins nú í nóvember. Áður höfðu Evró-kratar innan flokk-
sins látið fara fram skoðanakönnun um Evrópumál á vegum
flokksins án vitundar og samþykkis formanns flokksins. Því
er ljóst að Evró-kratar innan flokksins með Valgerði Sverris-
dóttir í broddi fylkingar ætla að láta sverfa til stáls á miðstjórn-
arfundinum, og setja formanninn, Guðna Ágústsson upp  við
vegg. Koma honum frá. Niðurlægingin gagnvart honum var
þaulhugsuð  með  áðurnefndri skoðanakönnun. ESB-hirðin
kringum Halldór Ásgrímsson sem nú hefur endanlega rústað
flokknum, ætlar nú að setja endapunktinn á verkið.

   Skv skoðanakönnun Fréttablaðsins í gær er nær allt fylgið
hrunið af Framsókn. Ímynd flokksins sem þjóðlegs ábyrgs
stjórnmálaflokks er gjörsamlega fyrir bí. ESB-óværan innan
flokksins hefur allt of lengi fengið að grassera. Hefur nú gjör-
samlega rústað flokknum.  Hlutskipti Framsóknar er því  ömur-
legt eftir að Evró-kratanir innan flokksins hafa komið sínu
fram. - Að gerast litil ESB-sinnuð hjáleiga við hliðinni á hinni
ESB-sinnuðu óþjóðlegu Samfylkingu. Þ.e.a.s  ef flokkurinn 
lifir af öllu lengur. Valgerður Sverrisdóttir verður því löngum
minnst að vera sá leiðtogi flokksins sem klauf Framsóknarflokk-
inn.....

  Það er ekki að undra að þjóðlega sinnað fólk hafi nú og gegnum
tíðina  yfirgefið  Framsókn. Þar á  meðal  sá sem  þetta skrifar. -
Spurning því hvenær t.d Guðni og Bjarni geri það líka og taki þátt
í stofnun öflugrar stjórnmálahreyfingar á ÞJÓÐLEGUM GRUNNI.
Stjórnmálahreyfingar sem ÍSLENZK ÞJÓÐ og íslenzkur almúgi
GETI TREYST! - Því það er orðið virkileg þörf á slíku stjórnmála-
afli í dag.
  
mbl.is Vilja ESB-viðræður strax ásamt upptöku evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð er þessi grein þín, kæri samherji í sjálfstæðisbaráttunni, sem sístæð er og verður

Það er illur kostur Framsóknarflokks að selja sig undir æðstu stjórn manneskju, sem vill láta innlima land sitt í Evrópubandalagið, sem stefnir að því markvisst að verða yfirríki með víðtækum valdheimildum, eigin her, forseta, stjórnarskrá, fána og sameiginlegum rétti til nýtingar allra auðlinda og er ekki með neinar undanþágur frá stefnu sinni nema tímabundnar.

Þar að auki má benda á, að meirihluti óbreyttra Framsóknarmanna hefur aldrei gefið í skyn, að hann vilji elta áttavillta Samfylkinguna í þessu máli. Sú áberandi hjárænustefna –– jafnvel þótt sett sé í hræsnisfullan búning 'athugunar málanna' –– er greinilega ekki að skila Framsóknarflokki fylgi um þessar stundir, þegar vinstrimenn (án Framsóknar) eru komnir með 59% meiri hluta svarenda í snýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Sjálfstæðisflokkurinn aðeins 29,2% og Framsókn 6,6%! Hætti hinir aðgangshörðu í Framsóknarforystunni í þessu máli að vera aftaníoss Samfylkingarinnar, veður loks einhver von um endurreisn flokksins og endurheimt fylgis hans.

Svo vísa ég þér og þínum á grein mína nýbirta: Örugglega ekki samhljóða ályktun; endimarkið líkast til andstætt vilja meirihluta Framsóknarmanna – og á þjóðarhvatar-brag minn þar!

Guð gefi þér og þínum allt til heilla. Með kærri kveðju,

Jón Valur Jensson, 27.10.2008 kl. 05:45

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Jón Valur og takk fyrir orð þín hér. Held því miður að Framsókn sé
ekki viðbjargandi. Er orðin svo gegnumsýkt af þessum skæða ESB-
vírusi. Alla vega mun ég ekki geta treyst svona fársjúkum flokki af
allskyns ESB-komplexum.  Ekki nema ALGJÖR hreinsun og uppgjör fari
fram við þetta Evró-kratalið innan flokksins...

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.10.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband