Útvarp Saga og frjálsir fjölmiðlar


   Það kemur ekki til greina að einn maður geti sölsað undir sig
svo að segja alla frjálsa fjölmiðla landsins. En sem kunnugt er
bendir margt til þess að Rauðsólar í eigu Jóns Ásgeirs geri nú
tilraun til þess. Ef einhvern tímann hafi verið nauðsýn á full-
kominni frjálsri fjölmiðlun á Íslandi þá er það einmitt í dag.
Þjóðin hefur ALDREI þurft á að halda eins upplýstri og hlut-
lausri fjölmiðlastarfsemi og einmitt í því mikla uppgjöri sem
þjóðin fer nú í gegnum. Það að einhver auðjöfur  geti lagt
undir sig  nánast alla hina frjálsu fjölmiðla kemur því ekki til
greina. Að menn í krafti auðs og valda geti haft áhrif á þjóð-
málaumræðuna er stórvarasamt og stórhættulegt lýðræðinu,
og ekki síst skoðanafrelsinu í landinu.

   Ríkisútvarpið er afar illa rekin stofnun með hátt á þriðja
milljarð í tekjur. Og dugar ekki til. Yfirbygging þess er gjör-
samlega út í hött og launakjör æðstu starfsmanna þar einnig.
Auglýsingatekjur ríkisútvarpsins eiga ætið að vera í lágmarki
með tilliti til rekstrarkilyrða frjálsra fjölmiðla.

  Einn frjáls fjölmiðill ber af og stendur svo sannarlega undir
nafni.  Og það er Útvarp Saga. Hvernig Arnþrúður Karlsdóttir
útvarpsstjóri og eigandi stöðvarinnar hefur tekist að gera
Útvarp Sögu eins frábæra og hún er, - er  með ólíkindum. Því
tekjur stöðvarinnar eru ekki til að hrópa húrra fyrir. Þar þarf
svo sannarlega að horfa í hverja krónu. Samt er dagskráin
frábær, og gefur dagskrá RÚV ekkert eftir. Heldur þvert á móti.
 - Og það sem meira er. Útvarp Saga er galopin fyrir þjóðarsálina
á hverjum tíma. Þangað getur þjóðin hringt inn og sagt skoðun
sína umbúðalaust á mönnum og málefnum. Engin þöggun þar!

   Því er hér lagt til að Útvarp Saga komi að rekstri Ríkisútvarp-
sins.  - Þó ekki væri nema með ráðgjöf. Og fái þóknun fyrir  að
sjálfsögðu. Því nú hefur FRj'ALS FJÖLMIÐILL eins og Útvarp Saga
aldrei verið mikilvægari þjóðinni og í dag.

  Áfram Útvarp Saga!

   
    
 
 

 


mbl.is Rosabaugur Jóns Ásgeirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Allt þetta er mikið rétt sem þú hér nefnir varðandi fjölmiðlaumhverfið, og við eigum Útvarp Sögu fyrir elju Arnþrúðar að þeim málum.

Lengi hefur maður fylgst með þeirri lýðræðislegu afbökun sem eignarhaldi manna á fjölmiðlum hefur fylgt í voru þjóðfélagi og orsakað hefur meðal annars þá stöðu sem við stöndum frammi fyrir í dag.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.11.2008 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband