DV á að skammast sín !


   Hvað gengur rítstjórn DV eiginlega til? Að stilla lögreglunni
upp gegn fólkinu í landinu. Á forsíðu DV í dag  er feitletrað eins
og stríðsyfirlýsing. ,,VÍGBÚAST GEGN FÓLKINU"  Þar er sagt að
lögreglan stórauki getu sína til valdbeitingar. Sex nýir óeirðarbílar
séu væntanlegir, rafbyssur, og strætó útbún sem fjarskiptamið-
stöð óeirðalögreglu. Allt til að vígbúast gegn fólkinu í landinu. 
En öllu þessu  vísar bæði Ríkislögregustjóri og lögregla höfuð-
borgarsvæðisins algjörlega á bug sem lýgi og uppspuna.

   Hverskonar rugl  er þetta?  Hér er meiriháttar verið að sá
tortryggni og óvild í garð lögregluyfirvalda. Þeirra sem við
borgarar þessa lands treystum á  að komi okkur til hjálpar
í nauð, auk þess að halda uppi lögum og reglu í landinu.
Að ala á slíkri tilhæfulausri tortryggni gegn löggæslunni er
ekkert annað en anarkismi af verstu sort.

  DV og ritstjórn þess ætti að hundskammast sín og biðjast
afsökunar. -
mbl.is Segir frétt DV uppspuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða lögum og reglu er verið að halda uppi? maður sem stelur bensíni er dæmdur í 45daga fangelsi, par svíkur 300þ útúr auðtrúa manni fá mánuð á meðan er hvað að gerast? menn sem eru að ræna hundruðum MILLJARAÐA ganga ekki bara lausir heldur eru þeir ENN í sínum störfum sveittir við pappírstætarana að hylja slóð sína.

Björn (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 16:23

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það hafa legið inni háværar kröfur um akkúrat þetta frá lögregluyfirvöldum og Birni Bjarnasyni um langt skeið og voru innkaupin á óeirðabílunum stöðvuð í bili á alþingi fyrir ekki all löngu. Björn vil og mun beita fyrir sig einhverju sem ekki er til og hann kallar allsherjarreglu til að koma þessu í gegn.

Ég get fullvissað þig um að þetta er rétt haft eftir í stórum dráttum hjá DV. Hvort sem þú vilt trúa því eða ekki. Það er ekki áfellisdómur yfir lögreglu, heldur fasískum dómsmálaráðherra, sem er að tapa sér í vænisýki.  Það á að knýja lögreglu til vopnavalds gegn borgurum og minni ég á eftirfarandi klásúlu og mannréttindanauðgun sem BB kýldi í gegnum þingið fyrir stuttu.

Nú verður uppþot eða fjölmennar óeirðir brjótast út sem hafa haft eða gætu haft í för með sér líkamsmeiðingar eða stórfelld eignaspjöll og ekki verður með vissu bent á hinn seka eða hina seku og er þá lögreglu heimilt að handtaka hvern þann sem nærstaddur er og ástæða er til að gruna um refsiverða háttsemi.

90. grein Laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008 12. júní

Lifðu heill.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2008 kl. 16:30

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Veit ekki betur en ákveðið sé að láta þessa frjárglaframenn sæta ábyrgð.
Veit ekki betur en hvert glæpamálið þessara fjárgælæpamenna sé stöðugt
að koma upp. Veit ekki betur en þjóðin, þú Björn og ég og við ÖLL séum ákveðin í því að láta þá sem komið hafa okkur, almenning í landinu, í þessa stöðu, sæta FULLA ÁBYRGÐ.  Sé ekki samhengið í því og ráðast á lögregluna. Lögreglan er fyrir okkur, fólkið í landinu, en ekki öfugt. Að
halda öðru fram er anarkismi!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.11.2008 kl. 16:32

4 identicon

Hafa stjórnvöld og opinberir starfsmenn kynnt sig sem sannleikssegjendur undanfarið?    Hvað með Geir og Björgvin?!     Hvernig hefur lögreglunni gengið að telja mótmælendur?     Er Ríkislögreglustjóri þekktur sem maður sem má ekki vamm sitt vita?   Það var reyndar gott að Ríkislögreglustjóri kom inn í málið því mér þótti skrítið að Lögreglustjóri Höfuðborgarsvæðisins væri að blanda sér í málið því ég man ekki betur en öll lögregluembætti landsins leigi ökutækin frá Ríkislögreglustjóra sem sér um innkaup!    Sögusagnirnar hafa ótrúlega oft reynst vera sannleikur undanfarið!

  Ég segi svo bara eins og Kristinn:   "Ég bara spyr?"

Ragnar

Ragnar Eiríksson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 16:42

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Og hvað með það þótt lögreglan á Íslandi hafi yfir að ráða tækum og
tólum eins og lögregla ARRLRA ANNARA LANDA í kringum okkur? Hvers konar
rugl er það?  Alveg eins ruglið og að Íslendingar eigi ekki SJÁLFIR að annast
sín öryggis- og varnarmál eins og ÖLL ÖNNUR SJÁLFSTÆÐ OG FULLVALDA RÍKI. - Því öflugri lögregla og Landhelgisgæsla, því BETRA fyrir land og þjóð!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.11.2008 kl. 16:48

6 Smámynd: Heidi Strand

Er ekki bara verið að hræða fólki frá að mótmæla á laugardaginn. Hver er annars eigendur af DV????

Heidi Strand, 6.11.2008 kl. 16:49

7 identicon

Jón Steinar ! Þú segir: „minni ég á eftirfarandi klásúlu og mannréttindanauðgun sem BB kýldi í gegnum þingið fyrir stuttu“ sem er 90. gr. laga um meðferð sakamála.

 Lestu nú vel Jón Steinar: þessi lagagrein hefur verið til, nákvæmlega svona, síðan a.m.k árið 1991 þegar lög um meðferð opinberra mál var samþykkt á alþingi.  Í nýju lögunum vildi VG hinsvegar bæta inn orðinu rökstuddan grun í stað þess að einungis standi grun.  Það var ekki samþykkt og því stendur lagagreinin nákvæmlega eins og hún hefur gert undanfarna áratugi.

Ég segi því við bullakolla landsins: hættið að æsa fólk upp og farið rétt með staðreyndir !

Guðmundur R. (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 16:50

8 identicon

Kominn tími til að varpa af sér þessari þrælslund Guðmundur!

Hörður (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 16:51

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Baugsveldið Heidi. Hreinn Loftsson stjórnarmaður Baugs

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.11.2008 kl. 16:52

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Og ganga í Anarkistaflokkinn Hörður?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.11.2008 kl. 17:05

11 Smámynd: Landfari

Hvers vegna er Jón Ásgeir tilbúinn að leggja einn og hálfan milljarð í að eiga fjölmiðlana áfram. Hafa þeir verið að skila svona miklum hgnaði að ávöxtunin verði það góð að þetta borgi sig?

Eða skilar þetta ávinningi á öðrum sviðum?

Landfari, 6.11.2008 kl. 17:12

12 identicon

Nei þú trúir auðvitað engu slæmu upp á Björn Bjarnason. Haraldur ríkislögreglustjóri ætti svo að fá rós í hnappagatið að hætti mafíunnar á næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, fyrir vel unnin störf í þágu spillingarbræðra sinna í Sjálfstæðisflokknum.

Valsól (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 17:12

13 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Valsól. Er hér alls ekki að verja Björn Bjarnason, er utanflokka. Hins vegar
vil ég líta á lögregluna FYRIR OKKUR og FÓLKIÐ Í LANDINU en EKKI ÖFUGT eins og sumir anarkistar gefa í skyn og DV tekur undir. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.11.2008 kl. 17:19

14 identicon

Viðbót: DV er eina blaðið á markaðnum sem er með málefnalega gagnrýni á stjórnvöld þessa lands, og ekki veitir af. Þið hægri menn hafið haldið við völd spillingaröflum sem hafa komið þjóðinni á hausinn. Ég skammast mín fyrir að hafa einu sinni kosið þetta fólk, þetta fólk sem hefur tekið hagsmuni flokk síns fram yfir hagsmuni þjóðarinnar. Stungu skýrslu undir stól þegar forða hefði mátt þjóðinni frá þessum hörmungum sem nú ganga yfir landið. Þið hægri menn berið ábyrgð á því að hafa haldið hér við völd, fólki sem sett hefur samfélagið á hausinn, spillingarlið Sjálfstæðisflokksins! Þetta vita allir sem vilja vita, svo ég noti nú orð goðsins Davíðs Oddssonar.

Valsól (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 17:20

15 identicon

Sorry tók það sem föstu að þú væri í Sjálfstæðisflokknum. Bið afsökunar :)

Valsól (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 17:21

16 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Valsól. DV heldur uppi gagnrýni á SUMA en heldur hlífiskyldi yfir aðra.
Þjónar sínum húsbændum dyggilega eins og í  Evrópumálum að vilja
troða Íslandi inni í ESB og taka upp evru. Algjör málpípa Baugsveldisisns í
þeim málum. Leggur svo flesta í einelti sem Baugsveldinu er ekki þóknarlegt, með dyggum stuðningi margra vinstrisinna.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.11.2008 kl. 17:25

17 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Svo vil ég minna þig á Valsól á gríðarlegrar ábyrgðar Samfylkingarinnar í
öllu þessu bankahruni. Hvernig bankamálaráðherra og fjármálaeftirlitið
hans gjörsamlega sváfu á vakinni. Svo lendir þú og ég og allir aðrir saklausir Íslendingar í súpunni.  Heldur þú Valsól að ég sé ekki ÖSKUREIÐUR líka út í hvernig komið er?  Ekki síður en þú! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.11.2008 kl. 17:49

18 identicon

5

Og hvað með það þótt lögreglan á Íslandi hafi yfir að ráða tækjum og

tólum eins og lögregla ARRLRA ANNARA LANDA í kringum okkur?

Bíddu nú við Guðmundur, þú segir að það sé sjálfsagt mál að lögreglan hér hafi þessi tæki sem DV talar um, alveg eins og krakkarnir í útlöndum...

En á sama tíma segir þú að DV eigi að skammast sín fyrir að gefa í skyn að það standi til að löggan fái þessi tæki???

Ert ÞÚ ekki að rugla?

Þú vitnar í lögregluna sem segir að þetta sé alltsaman lýgi......

Þetta er nú einmitt það sem ráðamenn gera núna, fara með yfirlýsingar: Það var ekkert að gerast með bankana, það var engin að fara á hausinn, það er engin kreppa etc.....

Ertu EKKERT búinn að læra?

Þú töglast á því að lögreglan sé fyrir fólkið í landinu. Held að engin sé að mótmæla því. Hvaða "fólk" ertu að tala um? Eru ráðamenn landsins og auðmenn "fólkið" þitt??? Hvað með sauðsvartan almúgan? Þegar fólk fer og mótmælir ráðamönnum er það þá hlutverk löggunar að "vernda" fólkið með því að berja niður mótmælin???

Ég spyr þig aftur: ert ÞÚ ekki að rugla?

magus (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 17:50

19 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Í fyrsta lagi er frétt DV röng. Í öðru lagi er gjörsamlega út í hött
að stilla lögreglunni móti fólkinu eins og DV gerði á forsíðu sinni. Það er
það sem ég gagnrýni. - Hins vegar sé ég EKKERT athugavert þótt lögreglan
sé sem best búin tækjum og tólum.  Ertu þú ekki að rugla sjálfur?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.11.2008 kl. 17:55

20 identicon

Lögreglan framfylgir vilja yfirvaldsins, elítunnuar, lögreglan er ekki fyrir fólkið. Þannig er það í öllum löndunum í kringum okkur og þannig er það líka á Íslandi.

Eitt einkenni fasisma er hervæðing lögreglunnar og það er það sem Bjössi yfirþræll vill.

Annað einkenni fasisma er samsuða stjórnvalda og auðmagns og það er elítan.

Elítan tryggir sín völd með lögreglunni.

Lögreglan er markvisst heilaþvegin að það sé öllum fyrir bestu að allir hlýði.

Ég meina vaknaðu upp Guðmundur!!! hundar sem valdbeiting á fólk, rafbyssur sem hafa drepið hundruð manna þetta er það sem yfirvaldið vill og það sem yfirvaldið fær.

Og þetta styður þú! Annað hvort ert þú leigupenninn hans Björns eða bara afvegaleiddur heilaþveginn sakleysingi sem ert hræddur, og ótti er enn eitt vopn elítunnar.

Þú getur gengið í Anarkistaflokkinn ef þú vilt Guðmundur en þú finnur mig ekki þar.

Hörður (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 17:59

21 identicon

"Þjónar sínum húsbændum dyggilega eins og í Evrópumálum að vilja

troða Íslandi inni í ESB og taka upp evru." Guðmundur

Hvað ef stjórnvöld VILJA að Ísland gangi í ESB, og fjölmiðlarnir hjálpa til með loforðum um gull og græna skóga? Heldurðu að einhver hluti landsmanna mundi mótmæla? Á þá hlutverk lögreglunar að vera það að berja niður mótmælin, með sérsveit og hugsanlegum rafbyssum? Fjölmiðlar landsins myndu eflaust tala um slíkt fólk sem anarkista....fólk eins og þú!

Þú spyrð hvað sé að því að löggæslan hér fylgi sömu þróun og hefur veriðí gangi í löndunum í kring um okkur? Þurfum við að fara að rifja upp hugtök eins og "fasistma"?

magus (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 18:01

22 identicon

Af einhverjum ástæðum fær maður bara kjánahrollur þegar maður les svona comment eins og frá þér Hörður minn..... Þú ert einfaldlega kjáni sem veist ekkert hvað þú ert að tala um.

Ísland er bara nákvæmlega ekkert öðruvísi en önnur lögn hérna í kring. Síðast þegar ég vissi þá var lögreglan hvorki með hunda til mannfjöldastjórnunar né rafbyssur og þú trúir DV come on, lélegasta fréttamennska á Íslandi og þó víðar væri leitað.

Að lokum vill ég benda þér á það að flest þau dauðsföll sem að hafa orðið þegar rafbyssum er beitt er vegna ástands þeirra sem þeim er beitt gegn og þá á ég við að menn eru undir áhrifum fíkniefna eða annara efna. 

Jón (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 18:08

23 identicon

þú gleymdir að svara........

Þú vitnar í lögregluna sem segir að þetta sé alltsaman lýgi......

Þetta er nú einmitt það sem ráðamenn gera núna, fara með yfirlýsingar: Það var ekkert að gerast með bankana, það var engin að fara á hausinn, það er engin kreppa etc.....

Ertu EKKERT búinn að læra?

Þú töglast á því að lögreglan sé fyrir fólkið í landinu. Held að engin sé að mótmæla því. Hvaða "fólk" ertu að tala um? Eru ráðamenn landsins og auðmenn "fólkið" þitt??? Hvað með sauðsvartan almúgan? Þegar fólk fer og mótmælir ráðamönnum er það þá hlutverk löggunar að "vernda" fólkið með því að berja niður mótmælin???

magus (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 18:09

24 identicon

Að lokum vill ég benda þér á það að flest þau dauðsföll sem að hafa orðið þegar rafbyssum er beitt er vegna ástands þeirra sem þeim er beitt gegn og þá á ég við að menn eru undir áhrifum fíkniefna eða annara efna. Jón

Ég finnst Jóni nauðsynlegt að koma því að að rafbyssur séu ekkert hættulegar....

En þetta er rangt hjá Jóni. Dauðsföllin að völdum Taser eru oftast skráð sem "æsings-óráð"...Sem þýðir að fólk er sagt hafa bara dottið niður dautt af æsingi, efir að hafa verið stuðað. Þetta er hugtak sem lögfræðingar hafa notað en þetta hefur ekkert læknisfræðilegt gildi.

Það er rétt að stundum hefur fólk verið undir áhrifum víns eða fíkniefna, sem deyr eftir að hafa verið stuðað. Jón gefur í skyn að það séu bara drykkjufólk og dópistar sem eru drepnir með taserum....og það er allt í lagi!

Við Íslendingar þurfum þá ekkert að hafa áhyggjur af því að hér verði fólk drepið með taser. því eins og allir vita þá drekka Íslendingar ekki áfengi, og fíkniefni eru ekki þekkt!

Fólk eins og Jón tleur sig hafa skoðað málið vel eftir að hafa lesið sig til um Taser á vefsíðum Tasers........

Ég vona þín vegna Jón, að þú fáir borgað fyrir að verja Taser, því það eina sem væri sorglegra en röksemdafærslan þín væri það að þú hafir komist að niðurstöðu þinni án "hjálpar"

magus (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 18:25

25 identicon

Eina ástæðan fyrir þvi að ég minnist á Taser er vegna umræðunar hér að ofan og ég hef engra sérstakra hagsmuna að gæta með að lögreglan fái Taser þá er mér er ekki borgað fyrir þaðað ræða um Taser en það er jafn vitlaust af þér að vera eingöngu búinn að kynna þér málið frá þeirri hlið sem að er talar eingöngu á móti Taser þannig að orð þín dæma sig sjálf.

Ég er aftur á móti ekki það vitlaust að halda að ég lifi hérna í vernduðu umhverfi eins og þú magus virðist telja, horfðu bara til nágranana okkar og hvernig þróunin er þar því hún er ekkert öðruvísi en hér á landi, við erum einungis rétt á eftir.

Jón (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 19:38

26 identicon

Jón ég sagði ekki að lögreglan væri með hunda og taserbyssur!!!!! ég sagði að þetta væri það sem lögreglan vildi. Það hefur ítrekað komið fram hjá talsmönnum lögreglunnar að þeir vilji fá þetta í gegn, einnig hefur dómsmálaráðherrann tekið undir þetta.

Talandi um kjána Jón, reyndu nú að lesa færslun áður en þú grípur til svona ódýrra bragða að gera lítið úr fólki

Hörður (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 19:51

27 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Rök vinstrisinnaðra róttæklinga og anarkista eru þekkt varðandi öryggis-og
varnarmál hér á landi. Enda í mörgum tilfellum  á móti ríkjandi þjóðskipulagi.
Lýðveldinu sem slíku, og öllum þjóðlegum gildum og viðhorfum. Bara nenni
ekki að munnhöggvast við slíkt ruglulið hér.  Upphrópanir um fasisma
hér er bara sönnun á því hversu blind róttæklingshyggja og anarkismi
er hér á ferð.

Það sem ég var að segja í upphafi. DV fór yfir öll velsæmismörk að reyna að sá tortryggni milli lögreglu og fólksins. Búa til frétt þess efnis að lögreglan VÍGBÚIST GEGN FÓLKINU. Hvaða fólki? Undir hvaða kringumstæðum?  Það mætti segja að sá sem samdi þessa frétt á DV
og hannaði hana sem stríðsfrétt væri meiriháttar anarkisti, með meiri-
háttar hatur á lögreglu landsins og antipati á öllum þeim tækjum og
tólum sem lögregla um heim allan hefur yfir að ráða AÐ LÁGMARKI.
Gera úlfalda úr mýgflugu.  Um það snerist pistilinn.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.11.2008 kl. 20:30

28 identicon

Hvernig fær Jón það út að ég hafi bara kynnt mér málið frá einni hlið, þeirri er snýr að móti framleiðendum Taser?

Í færslunni hér að ofan tek ég sérstaklega fram þá hlið, eða útskýringu sem framleiðandinn sjálfur hefur fyrir þeim nokkur hundruð skráðum dauðsföllum eftir Taser!

Framleiðandinn reynir ekki að halda því fram að engin hafi dáið eftir taseringu, nei í staðinn er sagt að viðkomandi fólk hafi dáið vegna þess að það var svo æst, og nefni til heitið er lögfræðingarnir hafa búið til, "excited delerium" eða æsingar-óráðs heilkennið....

Hvernig gat þetta farið fram hjá þér?

Kannski þarftu aðeins að vinna í les-skilningi þínum áður en þú vænir aðra um að vera kjánar.....amk gætirðu lesið færsluna áður en þú tjáir þig.....

Kjáninn þinn!

Ég endurtek það sem ég sagði hér að ofan, þess efnis að þín vegna vona ég að þú sért að fá borgað fyrir þessi skrif þín.

magus (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 20:33

29 identicon

Rök vinstrisinnaðra róttæklinga og anarkista eru þekkt varðandi öryggis-og

varnarmál hér á landi. Enda í mörgum tilfellum á móti ríkjandi þjóðskipulagi.

Lýðveldinu sem slíku, og öllum þjóðlegum gildum og viðhorfum. Bara nenni

ekki að munnhöggvast við slíkt ruglulið hér Guðmundur

Ég veit ekki hvaða vinstri menn eða anarkista þú talar um hér Guðmundur...

En ég get sagt þér að ég hef verið Sjálfstæðismaður skráður í um 12 ár, og er mjög hægrisinnaður...stundum verið sakaður um harða frjálshyggju. En ég gæti ekki kosið flokkinn í dag, ekki frekar en hina flokkana.

Ég tel að málið sé það að þú getir ekki rökrætt þessi mál án þes að skít tapa, frekar en það að þú "nennir" ekki.

Mussolini sagði að fasistmi væri það ástand þegar stórfyrirtækin réðu landsmálunum...

þú getur kannski horft í kring um þig núna og athugað hvort ástandið sé þannig í dag?

Held að þú getir amk sleppt upphrópunum um "rugludalla", amk á meðan þú treystir á imbakassan og dagblöðin til að útskýra atburði dagsins fyrir þér.

magus (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 20:46

30 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Hvað er þá málið? Deili með þér ofsareiði hvernig örfáir auðmenn
og steindautt eftirlitskerfi stjórnvalda með þeim hafa nú leikið þjóðina,
þ´.á m mig og þig. Ef þú hefur ekki  fylgst með á bloggi mínu þá hef ég
hvatt til ALGJÖRAR uppstokkunar í ísl.stjórnmálum, ekki síst á mið/hægri
kanti þeirra.  Og það með RÓTTÆKUM hætti. Þannig ætli við séum nokkuð
svo mikið óssammála er upp er staðið.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.11.2008 kl. 21:25

31 identicon

Kannski erum við sammála um nauðsyn þess að hreinsa til í kerfinu, en ég vil bara benda þér á það að þar með talin eru fjölmiðlar landsins og svo lögreglan og ríkislögreglustjórinn.......

Það að lögreglan fái rýmri heimildir og fleiri vopn er ekki eithvað sem er líklegt til að valda uppstokkun í þjóðfélaginu, það snýst meira um að viðhalda núverandi ástandi.

Ég studdi Björn Bjarnason til þess að verða borgarstjóri á sínum tíma, en í dag tel ég að hann sé fyrsti maðurinn sem verði að hverfa af vettvangi stjórnmálanna. Hugsanagangur hans í utanríkismálum og lögreglumálum er bara út á túni, hann á helst skoðanabræður í stuðningmönnum Bush og co í USA.

Það er eins og hann trúi ennþá á kaldastríðs-áróðurinn frá Kananum?

Spillingin sem þrífst í lögreglunni hérna og ríkislögreglustjóranum er bara svo ofsaleg.... allt í skjóli BB. Sjáðu bara hvernig hann skipaði Boga Nílsson og félaga nú nýverið, með þeim orðum að Mennirnir eigi bara sjálfir að ákveða hvort þeir séu vanhæfir! Hefurðu heyrt eða séð annað eins? Áttu ennþá erfitt með að trúa því að karlinn sé gjörspilltur?

Ef BB kemst upp með áhugamálin sín, persónunjósnir og hervæðingu lögreglunnar, og "hryðjuverkafrumvarpið" hans með "forvirku rannsóknarheimildunum" og yfirhylminguna á spillingunni, þá verður það banabiti Sjálfstæðisflokksins.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn byrjar á því að hreinsa til í garðinum hjá sér, þá getur hann farið að krefja hina flokkana um hið sama, sem er alveg jafn nauðsynlegt.

Spillingin er ekki minni hjá öðrum flokkum, ef einhverstaðar finnst jafn spillt fólk þá held ég að það finnist hjá Samfylkingunni sem grenjar í kór með auðvaldinu og fjölmiðlunum spilltu, og jarmar á ESB.....meeeeeee

Við byrjum á því Guðmundur að hætta að hlusta á opinberar yfirlýsingar frá þessum skoffínum, og heimtum uppstokkun á fjölmiðlunum fyrst, með takmörkunum um eignarhald, því það gerist EKKERT á meðan imbakassinn jarmar með bankamönnunum og BAugi og öllu þessu pakki!

Fjölmiðlarnir eins og lögreglan á að vinna fyrir fólkið, í stað þess að berja á því í meðvirkninni með auðvaldinu.

Með von um betri tíð með blóm í haga.....

magus (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 22:40

32 Smámynd: Kjósandi

Kannski berja þeir Harald sér til hita.....

Hann er vanur að slást, allavega á börum.

Það þarf enga víkingasveit til að verja hann, hannn er alvanur að verja sig.

 Hinsvegar þarf að verja þá sem Haardera. Þeir geta ekkert gert nema Haardera

Kjósandi, 6.11.2008 kl. 23:53

33 Smámynd: Sævar Finnbogason

Ef einhverntíma hefur verði ástæða til borgaralegrar óhlíðni er það nú. EN það er aldrei ástæða til ofbeldis. EN það verður að mótmæla. Ef ekki nú þá hvenær?

Sævar Finnbogason, 7.11.2008 kl. 01:27

34 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Auðvatað  þurfum við góða löggæslu. En ég myndi vilja að löggæslan yrði betur í stakk búin til að taka á spillingu

Sigurður Þórðarson, 7.11.2008 kl. 08:56

35 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hjartanlega sammála því Sigurður !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.11.2008 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband