Þjóðlegt borgaralegt afl eina svarið


   Friðrik Sophusson fyrrv. varaformaður Sjálfstæðisflokksins
segist vilja aðildarvirðræður við ESB þvert á núverandi stefnu
flokksins í Evrópumálum. Jón Magnússon þingflokksformaður
Frjálslyndra segist vilja aðildarviðræður eins og Friðrik þvert á
núverandi stefnu Frjálslyndra í Evrópumálum. Valgerður Sverris-
dóttir formaður Framsóknar vill aðild að ESB þótt Framsókn
hafi formlega ekki ákveðið það.

  Ljóst er að mjög alvarlegur klofningur hefur myndast um
Evrópumál í íslenzkum stjórnmálum, þvert á flokka. Á mið/
hægri kantinum virðist þessi ágreiningur vera orðin mjög
alvarlegur og fara stöðugt vaxandi. Hér takast á tveir hóp-
ar. Ósættanlegt haf og djúp er á milli þeirra og hörð átök.
Ekki verður annað séð en að flokkar klofni meir og minna
út af þessu eina stærsta pólitíska hitamáli í sögu lýðveldi-
sins.

  Það er ekkert eins niðurdrepandi en hörð pólitísk innan-
flokksátök um grundvallarmál. Þjóðlega sinnað fólk á mjög
erfitt með að starfa innan flokka þar sem hópar eru tilbúnir 
til að fórna fullveldi og sjálfstæði íslenzkrar þjóðar, og yfirráð-
um  hennar yfir mikilvægustu auðlindum, fyrir ímyndaðan hag
í því að ganga erlendu valdi á hönd.

  Mikil uppstokkun er óumflýjanleg í íslenzku samfélagi í
dag. Ekki síst í stjórnmálum. Stórt og sterkt þjóðlegt borg-
aralegt afl verður vonandi ávöxtur slíkrar uppstokkunar.
Og þótt fyrr hefði verið!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband