Bankamálaráðherra segi af sér !


   Hver trúir því að yfirráðherra bankamála á Íslandi hafi ekki
vitað að endurskoðanafyrirtækið KPMG hafi verið að vinna fyrir
skilanefnd gamla Glitnis í heila  tvö  mánuði? En KPMG var
endurskoðandi gamla Glitnis og félögum tengd því.

   Hvar í veröldinni gæti annað eins og þetta hafa gerst?  Að
endurskoðandi endurskoði eftir sjálfan sig ?  Og það eftir heilt
bankahrun eins og í þessu tilfelli! - 

   Enn eitt dæmið hvernig bankamálaráðherra sefur á vaktinni
hvað eftir annað. - Rumskar eikki einu sinni fyrr en um seinan.

  Slíkur ráðherra á og verður að segja af sér strax! Hin alvarlegu
mistök hans eru þegar orðin allt of mörg!

mbl.is Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

KPMG!!! Það var til hér fyrir nokkrum árum þegar ég vann í bókhaldi. Viðskiptaráðherra eða hans aðtoðarlið sem lætur sig ekki varða lykilaðila sem koma að stærstu málum líðandi stundar er það sem við þurfum í framtíðinni. Er þekkingarskorturinn og kæruleysið ekki ein af rótum vandans sem við þjóðin er lent í. Vanhæfi felst í því að vita ekki.  Þeir sem vita minnst eru þeir færir um að taka ákvarðanir sem varða framtíð þjóðarinnar? Ráðherra meðvitaða er það sem okkur vantar helst í augnablikinu. Sofna á vaktinni er eitt en vakna ekki upp við hrunið er varla hægt að afsaka.

Júlíus Björnsson, 9.12.2008 kl. 21:11

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hárrétt Júlíus. Er búinn að starfa í bókhaldi vel yfir 30 ár og bara skil ekki
svona vinnubrögð. Skil ekki KPMG að sjá ekki vanhæfni sína í þessu.  Því
það er algjört grundvallaratriði í öllu slíku varðandi endurskoðun og rannsókn bókhaldsgagna að þar sé hlutlaus aðili sem komi aða slíku borði. Bara eitt af mikilvægustu grundvallaratriðinum. - Og að sjálfsögðu átti ráð-
herra ð fylgjast með slíku.  Að sjálfsögðu! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.12.2008 kl. 21:20

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

KPMG endurskoðai ekki Glitni hvorki nýja eða gamal. KPMG endurskoðaði hinsvegar STOÐIR og fleiri eigendur Glitnis.

Á visir.is stendur

Fullyrt var í Kastljósi fyrr í kvöld að Björgvin hafi ekki vitað fyrr en í gær að ráðgjafafyrirtækið KPMG hefði verið fengið til þess að sinna verkefnum fyrir skilanefnd gamla Glitnis í kjölfar falls bankanna.

,,Björgvin var ekki með í ráðum hvaða endurskoðunarfyrirtæki var valið á hvern stað og hafði þar af leiðandi ekki yfirsýn hvaða fyrirtæki hafði verið að skoða hverja," sagði Jón Þór í samtali við Vísi.

Fjármálaeftirlitið skyldaði skilanefndir bankanna um miðjan október að rannsaka viðskipti stjórnenda, eigenda og viðskiptavina þeirra frá 1. september. Skilanefndunum var gert að fá utanaðkomandi endurskoðendur til aðstoðar við rannsóknina

Og síðar kemur fram:

Fullyrt var í Kastljósi fyrr í kvöld að Björgvin hafi ekki vitað fyrr en í gær að ráðgjafafyrirtækið KPMG hefði verið fengið til þess að sinna verkefnum fyrir skilanefnd gamla Glitnis í kjölfar falls bankanna.

,,Björgvin var ekki með í ráðum hvaða endurskoðunarfyrirtæki var valið á hvern stað og hafði þar af leiðandi ekki yfirsýn hvaða fyrirtæki hafði verið að skoða hverja," sagði Jón Þór í samtali við Vísi.

Fjármálaeftirlitið skyldaði skilanefndir bankanna um miðjan október að rannsaka viðskipti stjórnenda, eigenda og viðskiptavina þeirra frá 1. september. Skilanefndunum var gert að fá utanaðkomandi endurskoðendur til aðstoðar við rannsóknina

Bendi líka á að Björgvin beitti sér í dag fyrir að niðurstaða KPMG verði skoðuð af óháðum endurskoðenda. Og einnig að hér á landi er erfitt að finna fyrirtæki sem ræður við svona endurskoðun og hefur ekki tengsl við einhvern hjá þeim sem á að skoða ef um stór fyrirtæki er að ræða.

En þetta KPMG dæmi er óheppilegt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.12.2008 kl. 22:20

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ups sorry límdi inn sömu tilvitnun aftur átti að vera:

Aðspurður hvort ekki hafi legið fyrir um langt skeið hvaða endurskoðunarfyrirtæki hafi unnið fyrir hvaða banka sagði Jón Þór: ,,Það var ekki ákvörðun viðskiptaráðherra og hann hefur ekki veitt því eftirtekt."

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.12.2008 kl. 22:21

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Þetta er að verða eins og í Mylluhúsinu við Myllulækinn.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.12.2008 kl. 23:55

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Eimnitt Guðrún. Minnir mann á Einbjörn og Tvíbjörn sem kannast ekki við
Þríbjörn og svo frv........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.12.2008 kl. 00:17

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hann sagði.... Er þetta ekki spurning um að framkvæma [gera] rétt eða sjá til þess. Og þá borgar sig nú að hafa vit. Alla veganna er það traust vekjandi.

Misskilningur fávísra: Fáir óháðir endurskoðendur. Fjölmargir eru Lögfræðingar og verfræðingar  og viðskiptafræðingar sem og starfandi endurskoðendur. Og sem betur fer flestir þeirra hafnir yfir allan grun. Mér finnst mikið vegið að starfsheiðri heilu stéttanna í dag.   T.d. eru Hagfræðingar líka með þekkingu á þessum málum. Þótt þeir sérhæfi sig í að þjóna Ríkisstjórnum og oft flokkaðir til félagsfræðinga allvega eru þeir ekki raunvísindamenn en það er nú önnur saga.

Júlíus Björnsson, 10.12.2008 kl. 01:22

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þegar ég var í rekstri þurfti maður að kunna skila á stærstu aðilum á samkeppnismarkaði. Bönkunum, Birgjum og Endurskoðendum. Slíkt kallast ábyrgð þar eða allar upplýsingar um tengsl skapa forskot. Þá voru til tvær gerðir endurskoðenda þeir sem unnu fyrir fyrirtækin og svo sá sem vann fyrir Skattinn og aðra lándrottna sá síðarnefndi er alltaf löggiltur og skylda að hann fari yfir reikninga þó yfirleitt án undantekninga framkvæmi ekki endurskoðum. Reglur þess síðarnefnda voru: aldrei spara afskriftir, Meta eignir á lægsta hugsanlegu verði, sér í lagi birgðir en telja fram allar skuldir. Goodwill var ekki rætt nema um sölu væri að ræða. þar sem flest fyrirtæki voru rekin af eigendum sínum var aldrei um neina sölu að ræða. Ábyrgð lögiltra endurskoðenda felst fyrst og fremst í því að lágmarka tap Lánadrottna ef um gjaldþrot er að ræða. Endurskoðendendur liggja því líka undir grun þegar um gjaldþrot er að ræða, sérstaklega alþjóðlegir. Viðskiptaráðuneytið verður að hafa skilning og yfirsýn á slíkum hlutum til að valda hlutverki sínu. Hvað viðkomandi ráðherra segir er eitt en hvað hann framkvæmir segir meir en nokkur orð. 

Júlíus Björnsson, 11.12.2008 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband