Ætlar þjóðin að láta bjóða sér IMF ruglið áfram?


   Hvers-konar rugl er þetta sem íslenzkri þjóð er boðið
upp á?  Á sama tíma sem allt á að skera niður á vegum
ríkisins og halda hér uppi himinháum okurvöxtum   skv.
tilskipan  Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, (IMF) hvetur  fram-
kvæmdastjóri  þessa  sama sjóðs ríkisstjórnir um heim
allan til að efla hagvöxt í heiminum með því að efla opin-
ber fjárútlát. Því ef í einhverju landi í heiminum þarf að
stórauka hagvöxt þá er það einmitt á Íslandi í dag. En
himinháir okurvextir og stórkostlegur niðurskurður ríkis-
útgjalda mun stórauka samdráttinn og og þar með
kreppuna til frambúðar.  Svo einfallt er það!

  Hvers konar ofurrugl er þetta eiginlega? Ætlar þjóðin
virkilega að láta bjóða sér upp á þetta kjaftæði og rugl?
Eru eintómir páfagaukar í þessari blessaðri ríkisstjórn
sem taka við hverri rugl-skipuninni á fætur annari frá
IMF? Eða gilda allt önnur hagfræðileg rök á Íslandi en
á heimsvísu? - Ef svo er, þarf að upplýsa þjóðina nú
þegar hvers  vegna  svo sé!  Alla vega  skuldar ríkis-
stjórnin þjóðinni útskýringa á hvers vegna prógram IMF
á Íslandi er í slíkri hrópandi mótsögn  við  yfirlýsingu fram-
kvæmdastjóra IMF hvernig eigi að bregðast við samdrætti
og kreppu.

  Númer eitt er að vinna gegn samdrætti og búa til hagvöxt
og tekjur í þjóðfélaginu. Til þess þarf lækkun vaxta og aukið
frjármagn í umferð með seðlaprentun. Þveröfugt við það sem
gert er í dag. - Enda ástandið eftir því!

   
 
mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjáðu til. Hagvöxtur, tekjur, vextir og peningar eða fjármagn eru allt saman breytur í reiknilíkani. Að breyta tölunum þar inni á einn eða annan hátt getur kannski breytt útkomuninni, stuðlað að jöfnuði eða betri nýtingu að einhverju leyti en ekkert meira en það. Eftir því sem aðstæður breytast hvort sem það sé því einhver verður of gráðugur eða því uppskerur bresta víða um heim vegna of mikils sóts í andrúmsloftinu breytast forsendur og það þarf að breyta tölunum inni í reikningslíkaninu. Þá er auðvellt fyrir þá sem völdin hafa að breyta þeim sér í vil. Þeir sem hafa völdin eru þeir sem hafa auðinn og þeir sem hafa auðinn eru þeir sem beita völdunum til að sanka til sín meiri völdum. Þetta leiðir til þess að það er sama hvað gerist, valdamenn græða alltaf (ath. valdamenn eru þeir sem ráða yfir fjármunum ekki kjörnir fulltrúar).

Þannig getur aukning fjármagns í umferð, lækkun vaxta og annarskonar fikt við þessar breytur kannski gert sitt gagn. En aðgerðir sem raunverulega auka lífsgæði allra verða ekki framkvæmdar fyrr en þessar formúlur, breytur og reiknilíkön sem stuðla svo að misskiptingu verða fjarlagðar úr efnahagskerfinu.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 18:37

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

20-40% verðbólga er margfallt betri en 15-20% atvinnuleysi. Þess vega
þarf ALLT að miðast að því að halda fyrirtækjunum gangandi og efla innlenda eftirspurn. Með því eina móti komust við í gegnum erfiðleikanna án verulegrra skakkafalla. Þess vegna á að uuka peninga í umferð innanlands
með aukinni seðlaprentun. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.12.2008 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband