Kostnaður við ESB-aðild aldrei kynntur


   Það er hárrétt hjá formanni LÍÚ Adolfi Guðmundssyni,
um að kostnaður við ESB-aðild hefur aldrei verið kynntur.
Af vísu liggur fyrir að íslenzka ríkið mun koma til með að
greiða marga milljarða umfram þá sem það fengi  til baka
úr sukksjóðum ESB. (reikningar ESB hafa ekki verið  sam-
þykktir af endurskoðendum þess í 10 ár) Hins vegar liggur
fyrir að stórar og  mikilvægar atvinnugreinar myndu stór-
tapa og ríkið raunar um leið með auknu atvinnuleysi innan
þessara atvinnugreina, komi til ESB-aðildar.

  Stærsta spurningin varðandi stórtjón og tap er varð-
andi sjávarútveginn. Hversu mikill virðisauki mun koma
til með að hverfi úr hagkerfinu með tíð og tíma ef kvót-
inn kemst í hendur erlenda aðila?  Hefur einhver svarað
því?  Nei. Enginn! Og allra síst Samfylkingin. Því eins og
Adolf bendir að ,, ef við værum hluti af ESB væri sú hætta
fyrir hendi að útlendingar eignuðust hér fjölda fyrirtækja
í sjávarútvegi". Allir þekkja sögu Breta í þessu en kvóta-
hoppið svokallaða hefur rústað breskum sjávarútvegi.
Hafa ESB- sinnar útskýrt hvernig þeir ætli að koma í veg
fyrir slíkt gangi Ísland í ESB? Aldeilis ekki? Gera menn
sér ekki grein fyrir hvað stjarfræðilegir fjármunir geta
verið hér í  húfi fyrir íslenzkt hagkerfi færist kvótinn á
hendur útlendinga? Kannski bara allt í lagi með það?  

  Þá er augljóst að íslenzkur landbúnaður verður fyrir
stórtjóni af ESB-aðild. Enda beita bændasamtökin nú
sér af hörku gegn ESB-aðild. - Ekki að undra þjótt Fram-
sókn sé horfin og tröllum gefin hafandi svo gjörsamlega
svikið í dag íslenzkan landbúnað og sjávarútveg  með
glórulausu ESB-daðri og trúboði.

  Já er ekki kominn tími til að hinn stórkostlegi kostnaður
af ESB aðild verði reiknaður út og kynntur þjóðinni ?
Því ESB-trúboðið er á algjörum villigötum!
mbl.is Kostnaður við ESB-aðild aldrei kynntur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja minn maður farinn að vitna í LÍú. Ekki líst mér vel á það félagi Jónas. Hvernig líst þér annars á útgerðina í dag að öllu esb tali slepptu

kv sig haf

Sigurður j hafberg (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 01:11

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Því eins og Adolf bendir að ,, ef við værum hluti af ESB væri sú hætta
fyrir hendi að útlendingar eignuðust hér fjölda fyrirtækja
í sjávarútvegi"

Á  EES samningnum mega erlendir aðilar í dag eignast allt að 49,5% í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum - en hafa ekki kosið að notfæra sér það. Hins vegar hefur Samherji ehf notfært sér þetta með þeim góða árangri að erlend starfsemi þessa stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins er margfalt stærri en innlendi þátturinn. Í því ljósi að fiskveiðar okkar eru aðeins 10% af heildar fiskveiðum Evrópuríkja; eru tækifæri okkar útgerða, fiskvinnslu og sjómannstéttarinnar þá ekki miklu meiri eftir inngöngu?  

Atli Hermannsson., 23.12.2008 kl. 01:14

3 identicon

Hárrétt hjá þér. Ómögulegt að vita ekki hvað við munum þurfa að borga. Hefjum aðildarviðræður hið allra fyrsta og sjáum hvað okkur býðst!

Þá getum við fyrst tekið afstöðu.

Baldur G. (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 01:52

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Víst hefur það verið gert m.a. 2003 var skýrsla unnin fyrir utanríkisráðuneytið. Sjá hér http://www.deloitte.com/dtt/cda/doc/content/skyrsla%20lokaESB(1)(1).pdf

Þessi athugun var gerð 2003 og sýnir að við kæmum til með að þurfa að borga aðeins meira til ESB en við fengjum frá ESB. En þetta er allt samningsbundið. Gaman væri að LÍÚ svaraði því til hvar arður sem þeir hafa haft í gegnum tíðina af fískinum sem þeir stálu frá okkur, hefur farið?

Og eins hvernig það megi vera að þeir sem vilja veiða í dag og eiga ekki kvóta, þurfa að borga meira fyrir kvótan en þeir fá fyrir fiskinn á markaði!

Og eins af hverju þeim finnst í lagi að íslendingar leggi undir sig útgerð í öðrum löndum eins og t.d. Þýskalandi og Afríku en eru alfarið á móti því að hér komi útlendingar inn í útgerð?

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.12.2008 kl. 02:07

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

við erum 16 stærsta fiskveiði þjóð heims. í þorski þá erum við með yfirburðar stöðu en við veiðum 4 hvern þorsk sem veiðist í heiminum öllum. 11% af síldinni. 15% af Ufsanum og 80% af loðnunni.

því er eftir miklu að slægjast að komast í gullkistuna sem er í íslandsmiðum. 

Bara þorskurinn skilaði 72 milljörðum króna á síðasta ári inn í þjóðarbúið. 

þessi upphæð nægir til að borga þrefalda ársnotkun á eldsneyti til allrar notkunar á Íslandi. 

hvernig eru laun sjómanna í ESB miðað við á Íslandi Atli? viltu kannski innleiða evrópsk sjómannalaun hérna? launakostnað er jú lang stærsti einstaki kostnaðar liður útgerðar og hér á landi er hann margfalt stærri en annarstaðar. 

Fannar frá Rifi, 23.12.2008 kl. 02:14

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

þú fjárfestir í kvóta. hvernig væri að þú magnús myndir fræða sjálfan þig aðeins á því hvernig þetta virkar í raun.

þær byggðir sem standa sterkast kvótalega eru þær sem hafa flesta einstaklinga sem hafa komið nýir í útgerð og keypt til sín afla heimildir. duggnaðar menn sem hafa slegið lán og keypt bát, bæði í stóra og nýja kerfinu. þeir hafa unnið en ekki grenjað í einhverjum embættismönnum. 

hversu stór hlut fer í að borga laun magnús? veistu það? veistu eitthvað eða ertu eins aðrir í baugsfylkingunni bara með innantóm slagorð sem ekkert stendur á bakvið? 

Fannar frá Rifi, 23.12.2008 kl. 02:26

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Heill og sæll Sigurður. Hef aldrei verið talsmaður LÍU enda aldrei varið
núverandi kvótakerfi. Hins vegar deili ég áhyggjum mínum með LÍU og
fleirum Íslendingum andskotumst við inn í þetta ESB og setjum allan
kvótann á uppboðsmarkað ESB. Bara skil ekki í að til sé Íslendingur sem
sjái ekki hversu efnahagslegt slýs það yrði. Því eitt er 100% víst að við
fáum ALDREI undanþágu með það að leyfa ekki útlendingum fullar fjárfest-
ingarheimildir í íslenzkum útgerðum göngum við þarna inn. Er bjartsýnn á
ísl. sjávarútveg svo framanlega sen honum verði ekki rústað eins og  í
Bretlandi göngum við inn í ESB.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.12.2008 kl. 09:15

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Atli. Ástæðan fyrir litlum áhuga útlendinga að eignast í ísl. útgerðum er sá
að þeim er bannað að eignast meirihluta í þeim og þar með bannað að
öðlast yfirráð yfir kvóta þeirra. Þess vegna er áhuginn nánast enginn.

Sjávarútvegur er ásamt áli aðal útflutningsatvinnuvegur þjóðarinnar. Hann
er aukabúgrein innan ESB. Íslendingar standa fremstir í sjávarútvegi enda
þeirra þekking og tækni eftirsótt erlendis, sbr Samherji. Þurfum ekki að
sækja slíkt erlendis, og ALLRA SÍST opna á það að okkar helsta auðlind
komist undir yfirráð útlendinga.  Mikið efnahagslegt slys ef það yrði.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.12.2008 kl. 09:34

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Baldur. Vitum 99% hvað er í boði varðandi ESB. Öll gögn liggja á borðinu með það. Bara ef menn nenna að kynna sér það.  Því það yrði Ísland sem
sækti um ESB og ÖLLUM regluverkum þess en ekki öfugt. Eigum alls ekki að
sækja um það sem er okkur óhagstætt... Og allra síst inn í það samfélag sem við hefðum ENGINN áhrif í.  Ættum langt innan við 1% þingfulltúa á
Evrópuþinginu svo dæmi sé tekið. Og bara eitt dæmi hvað áhrifin eru litil
þótt stór þjóð á í hlut. Td Bretar hafa enn ekki getað komið í gegn breytingar á sameiginlegri fiskveiðistjórnun ESB þótt sú stjórnun hafi
lagt breskan sjávarútveg í rúst.  Getur þá rétt ímyndað þér hversu  mikil
áhrif litla Ísland hefði innan ESB.  ENGIN!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.12.2008 kl. 09:44

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Að þú skulir leggja svona á borð. Sko. Arðurinn að fiskveiðiauðlindinni og virðisaukinn skilar sér 100%  í dag inn í okkar hag-
kerfi. Getum svo endalaust deilt um fiskveiðistjórnunina og um hvort
hafa beri kvóta eða ekki. Fyrir mér er það alveg grundvallaratriði að þessi
stórkostlega fiskiauðlind okkar haldist 100% áfram innan okkar hagkerfis og íslenzkra yfirráða.  - Það mun gjörbreytast göngum við í ESB.  Og eins
og fjárhagsástandið er í dag er grundvallaratriði að við höldum í allar okkar
dýrmætu auðlindir og arðurinn af þeim og tekjur skili sér 100& inn í íslenzkt
hagkerfi.  Þess vegna kemur aðild Íslands EKKI TIL GREINA!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.12.2008 kl. 09:53

11 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Svo þakka ég þér Fannar fyrir þitt góða innlegg hér...

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.12.2008 kl. 09:54

12 Smámynd: Atli Hermannsson.

Fannar, þú ert alveg óborganlegur.

"við erum 16 stærsta fiskveiði þjóð heims."

Fannar við erum með innan við 2% af heimsaflanum...

 "því er eftir miklu að slægjast að komast í gullkistuna sem er í íslandsmiðum."

Fannar, meira að segja Víetnam er stærri fiskveiðiþjóð en Ísland.

"En við veiðum 4 hvern þorsk sem veiðist í heiminum öllum;

Fannar. Ef þú skildir ekki vita það, þá veiðist Atlantic cod bara hér norður við dumbshaf.

 Undirritaður þvældist á sjávarútvegsýningar í samtals fjórum heimsálfum á 20 ára tímabili. Því tel ég mig mig hafa aðeins víðara sjónarhorn en ef ég hefði bara eitt tímanum fyrir framan tölvuna.... Annars er ég að fara í skötu.... best að borða sem mest af henni áður en einhverjir helv.. útlendingar eignast hana.   

Atli Hermannsson., 23.12.2008 kl. 11:33

13 Smámynd: Fannar frá Rifi

Atli. eigum við ekki bara leggjast út í móa og bíða heimsendis? geturu ekki verið aumingji án þess að vilja draga alla niður með þér?

og hvað með það að Víetnam séu stórir? réttlætir það að gefa fiskinn til Brussel? 

Við fáum gríðarlegar tekjur af sölu á fiski. 

og eitt. hverjir réðu yfir Víetnam og arðrændu landið lengi vel? voru það ekki evrópumenn? stórveldin hafa ekkert breyst.

Fannar frá Rifi, 23.12.2008 kl. 12:24

14 Smámynd: Fannar frá Rifi

og við erum 16 stærsta fiskveiði þjóð heims samkvæmt nýjustu fréttum ef þú hefur ekki verið að fylgjast með.

ef þú vilt sannreyna þær tölur sem legg hérna að ofan þá geturðu það með því að fara á vef hagstofu íslands: www.hagstofa.is

að við veiðum 2% af heimsaflanum er hrykalega mikið. að 320 þúsund manna þjóð veiði 2% af öllum fisk heimsins. ég þetta eru tæp 2 milljón tonn. geriru þér einhverja grein fyrir því hversu mikið það er? 

þú getur ráfað um allann heiminn mín vegna en ef þú ert blindur þá sérðu ekki neitt. 

Fannar frá Rifi, 23.12.2008 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband