Hugsjónamaður eins og Styrmir á að fara á þing


   Hugsjónarmaður í pólitík eins og Styrmir Gunnarsson fyrrv.
ritstjóri Mbl á að fara á þing. Skrif hans að undanförnu bera
þess vitni að þarna fer kröftugur báráttumaður fyrir ákveð-
num pólitískum hugsjónum. Alltof fáir slíkir sitja á Alþingi í
dag.

  Utan þess að vera kröfugur málsvari íslenzks fullveldis
og sjálfstæðis hefur Styrmir ferska og skýra mynd   af
stöðu Íslands í breyttum heimi. Þannig hvetur Styrmir
til stóraukinna samskipta Íslendinga  við Norðmenn og
Þjóðverja. Þetta séu okkar raunverulegar vinarþjóðir.

  Það er hárrétt hjá Styrmi að sterk og góð stjórnmála-
leg tengsli við Þjóðverja er okkur mjög mikilvægir. Þýzka-
land er stærsta og öflugasta ríki ESB. Verandi utan ESB
yrði afar mikilvægt fyrir Ísland að geta leitað til slíks
náins vinar í  samskiptum  okkar við  ESB. Þess vegna
sætir það furðu hvernig Ingibjörg Sólrún utanríkisráð-
herra hefur algjörlega  vanrækt þessi stjórnmálalegu
tengsl þjóðanna. Ekki síst varðandi öryggis-og varnar-
mál. Þá er enn óútskýrð aflýst heimsókn forseta Íslands
til Þýzkalands í haust. Hefði það verið einhvern tímann
þörf fyrir íslenzka hagsmuni að forsetinn færi í slíka för
þá var það einmitt þá eftir bankahrun og hryðjuverkalög 
Breta til að útskýra málstað okkar fyrir einni öflugustu
þjóð Evrópu. Þarna gjörsamlega brást hinn vinstrisinn-
aði forseti íslenzkum hagsmunum!

  Nauðsyn aukinna samskipti okkar við Norðmenn  eru
einnig augljós. Þar hefur utanríkisráðherra einnig al-
gjörlega brugðist. Allur hennar hugur og orka hefur
beinst til Mið-austurlanda og Brussel, auk þess að
taka þátt í  algjörri misheppnuðum ævintýrum eins
og framboði til Öryggisráðs S.Þ og fl. - Þvílkíkt AND-
SKOTANS RUGL, eins og Styrmir bendir á.
  
  Vonandi tekst Styrmi og þjóðhollum sjálfstæðismönnum
að afrugla flokksforystu Sjálfstæðisflokksins og  koma í
veg fyrir að sá flokkur gerist Evrópusambandsflokkur
eftir landsfundinn í janúar. - Ef ekki, hljóta mikil tíðindi
gerast í íslenzkum stjórnmálum á næstunni.
mbl.is Styrmir: Vill skera niður í utanríkisþjónustunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vil bara benda á meinlega stafsetningarvillu hérna. Það er s í orðunum íslenSka og ÞýSkaland, ekki Z.

Saxi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 00:45

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Saxi. Ekkert bannar notkun Z í íslenzku ritmáli.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.1.2009 kl. 00:58

3 Smámynd: Þórólfur S. Finnsson

Þið styrmir eigið báðir að fara á elliheimili

Þórólfur S. Finnsson, 3.1.2009 kl. 01:07

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Bendi þér á Þórólfur að Styrmir er með Stórum staf en ekki litlum. Ert kannski út úr heiminim á elliheimili?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.1.2009 kl. 01:12

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Sjitt hvað þið eruð kexaðir begge to. Stavseddnigavillur í öllum bloggum nema einu og það gáfulegasta sem maður les er plön um elliheimilisvist.

Guðmundur - Þetta þrugl þitt virkar ekki á nokkur mann nema þá helst hálfvita úr þínum flokki aumingja. Það er alveg glæsilegt að sjá þér gersamlega mistakast áróðurinn. Þú ert allt of mikið upp á borðinu með bláu höndina á kafi í rassgatinu á þér - Muppet Show er ekki í sjónvarpinu lengur. Ekki einu sinni í útvarpinu.

Styrmir er fáviti - Feisaðu það og stingtu þér í höfnina.

Rúnar Þór Þórarinsson, 3.1.2009 kl. 07:15

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Rúnar Þór. Þakka þér kærlega fyrir skrif þín hér, sem lýsa þér og þinni innri
sál og hugsanagangi sem allra best.  Hafðu það sem allra best vinur og vonandi hefur þú góðan dag!

P.s dáist af þinni miklu stafsetningagáfu.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.1.2009 kl. 09:27

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ekki er nú gáfulegt að fá Styrmi á þing. Hann virðist ásamt fleirum hafa siglt þessu virðulega blaði Mogganum í strand. Að minnst kosti er blaðið gjaldþrota og lestur á því minnkað ár frá ári.

Maðurinn frægur af því að hafa verið í allskyns baktjaldamakki og stjórnað umræðu og aðgerðum frá skrifstofu sinni. Minni á bréf og pósta sem láku út hér fyrir nokkrum árum. Höfum ekkert við svona baktjalda menn að gera.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.1.2009 kl. 13:27

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús minn. Myndi treysta 100% meira Styrmi en allri forystu Samfylkingarinnar að fara með stjórn landsmála á Íslandi. Myndi þá a.m.k sofa rólegur yfir því að fullveldi Íslands og sjálfstæði og yfirráðin yfir okkar helstu auðlindum yrði ekki fært útlendingum á silfurfati komis þið ESB-sinnar alfarið til valda.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.1.2009 kl. 14:23

9 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Ah, takk fyrir. Maður verður að nota flugið þegar það er einusinni búið að finna það upp. Verð reyndar að játa að maður er talsvert ósivilíseraðri að blogga á netinu en ella, en það felst aðallega í grófara orðavali. T.d. væri synd að sjá á eftir þér í höfnina En málflutningur þinn og blind trú er krabbameinið sem þarf að skera úr þjóðinni.Ég skal vera einlægur og alveg ógrófur í eina efnisgrein:

Íslendingar þurfa að endurnýja siðferðisvitund á mörgum sviðum og þá sér í lagi á stjórnmálasviðinu. Og þá duga alls ekki - síst af öllu - menn sem hugsa ekki um annað en grýlur fortíðarinnar eins og Styrmir sem hefur sýnt og sannað um áratugaskeið að hann er ekki með hjartað þar sem búkur framtíðarinnar þarfnast þess. Ég mæli með að þú hlustir á Pál Skúlason í Sunnudagskvöldsþættinum milli jóla og nýárs. Hann kom talsvert inn á þetta.

Að lesa svona steingerfðar "lausnir" er alveg átakanlegt í núverandi þjóðfélagsástandi. Kannski helst vegna þess að lausnin þín er einmitt vandamálið.

Rúnar Þór Þórarinsson, 4.1.2009 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband