Snýst grundvallahugsjón Frjálslynda um hvali ?


   Frjálslyndir hafa tekið þátt í að koma vinstristjórn á koppinn.
Flokkur sem hefur skilgreint sig sem hægramegin við miðju.
Samt er tekið þátt um myndun vinstristjórnar. Ekkert virðist
þó koma í veg fyrir vinstrimennsku Frjálslyndra en það hvort
veiða á hval eða ekki.  Hvers konar stjórnmálaflokkur er þetta
eiginlega?

  Annað hvort er flokkur hægra megin við miðju og frábiður sig
öllum stuðningi við hvers konar vinstrimennsku. Allra síst  að
styðja myndun vinstristjórnar með vinstrisinnaða róttæklinga
þar innanborðs. Auðvitað á að leyfa hvalveiðar á fullu. En að
setja það sem einhverja frágangsök við stuðning við vinstri-
stjórn er gjörsamlega út í hött af flokki sem telur sig borgara-
sinnaðnn og hægra megin við miðju í íslenzkum stjórnmálum.

  Er nema von að ímynd Frjálslyndra sé í molum og fylgið eftir
því?
mbl.is Hvalurinn setur hnút í Frjálsynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú virðist ekki vita hvað þú ert að tala um.

Eitt af stærstu kosningaloforðum FF tengdist sjávarútveginum. Ég býst við því að hvalveiðar tengist honum.

Og þú FF styðji þessa stjórn í 3 mánuði til kosninga að þá get ég lofað þér því að það tengist ekkert því að FF sé að hneigjast til vinstri.

Einar (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 11:34

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Einar. Ef þú ert svo barnalegur að halda að þessi tveggja mánaða vinstristjórn taki af einhverju vita á sjávarútvegsmálum ertu meiriháttar á villigötum. Þvert á móti, sbr að banna aftur hvalveiðar.
Þess vegna er þessi vinstrimennska Frálslyndra undir stjórn Guðjóns óskiljanleg!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.1.2009 kl. 11:39

3 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Ég kannast ekki við að Frjálslyndi flokkurinn hafi tekið þátt í að koma þessari stjórn á koppinn. Við höfum hvergi komið nærri því að mynda hana, og höfum ekki lýst yfir stuðningi við hana. Við höfum svo sem ekki fordæmt hana heldur, enda væri það óeðlilegt þar sem ekki er búið að mynda hana og við vitum í raun sáralítið um það til hvaða aðgerða hún ætlar að grípa á væntanlegum líftíma sínum. Það eru Samfylking og VG sem eru að mynda þessa stjórn í skjóli Framsóknarflokksins. Alveg óþarfi að reyna að draga Frjálslynda flokkinn að ósekju inn í það.

Magnús Þór Hafsteinsson, 29.1.2009 kl. 11:41

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Þá hef ég verið að hlusta á allt aðra fjölmiðla en þú. Þeir fjölmiðlar
sem ég hef sséð hafa sagt hið gagnstæða. Og hvers vegna er þá formaðurinn að segja að það komi hnútur í Frjálslunda ef hin nýja vinstristjórn banni hvalveiðar varðandi stuðning við hana!  Hnút þá í hvað?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.1.2009 kl. 11:54

5 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Það hefur verið ámálgað við okkur að Frjálslyndi flokkurinn styddi þessa ríkisstjórn falli. Við höfum ekkert gefið út á það. Hvorki Samfylking eða VG eiga nokkurn skapaðan hlut inni hjá Frjálslynda flokknum. Ég er ekki hrifinn af því að kommúnistar komist til valda hér á Íslandi og hef afar takmarkaða trú á þessari ríkisstjórn.

Magnús Þór Hafsteinsson, 29.1.2009 kl. 12:21

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Vona Magnús að þú hafir rétt fyrir þér. Því það yrði fokið í flest skjól hér á
mið/hægri kanntinum ef þið Frjálslyndir færuð að styðja þessa vinstristjórn
falli, sem í mínum huga er 100% stuðningur. Bara skora hér með á þig Magnús að koma í veg fyrir það, því hef ætíð haft mikla trú á þér sem stjórnmálamanni á mið/hægri kanntinum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.1.2009 kl. 12:38

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir með Ryan Giggs og fagna ummælum Magnúsar Þórs. Jafnvel þótt Frjálslyndir verðu minnihlutastjórnina falli, dag frá degi, viku af viku, til þess að þó væri einhver starfandi stjórn í landinu fremur en stjórnarkreppa og stjórnleysi (og mikilvægt væri, ef sú stjórn myndi hafna Icesave-smánarsamningnum og nyti til þess stuðnings Framsóknar og vonandi Frjálslyndra), þá væri Frjálslyndi flokkurinn samt óbundinn vinstri flokkunum og héldi samvizku sinni hreinni með því að greiða atkvæði gegn öllum óþurftarmálum þeirra eins og honum sjálfum þætti rétt og eðlilegt.

En hvalveiðimálið er afar mikilvægt fyrir okkur Íslendinga og andstaða vinstri flokksbroddanna til háborinnar skammar. Okkur er mest alls þörf á atvinnu og tekjum í þjóðarbúið og höfum ekki efni á því að varpa á glæ tækifærinu til að afla 5–6 milljarða króna virði í hvalafurðum á ári hverju og veita 2–300 manns góða vinnu. Hef ég ritað um þetta mál eftirfarandi greinar á Vísisbloggi mínu:

Bezta frétt dagsins: hvalveiðar leyfðar næstu 5 árin (27. jan.)

"Þetta eru aular, Guðjón": eintómir lúserar í nýrri ríkisstjórn? (28. jan.).

Hvalveiðar? Já, að sjálfsögðu nýtum við þann rétt okkar (skr. í nótt).

Vek einnig athygli þína, kæri samherji minn Guðmundur Jónas, á þessari nýju grein minni um varnarmál:

Var Ungum Vinstri grænum att fram gegn NATO?

Jón Valur Jensson, 29.1.2009 kl. 13:45

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er mjög góð ábending hjá Benedikt, að það er ekki einu sinni svo, að þessir hvalir ársins (100 hrefnur + 150 langreyðar að hámarki) verði fangaðir í tíð þessarar umboðslausu minnihluta-bráðabirgðastjórnar. Hvað er þetta fordómafulla lið þá að skipta sér af þessu þjóðþrifamáli?

Jón Valur Jensson, 29.1.2009 kl. 13:54

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Mun ALDREI geta skilið þann flokk sem telur sig til borgaralegra afla að geta
varið þá vinstristjórn falli sem hefur innanborðs jafn ÖFGAKENNDAN vintsriflokk og Vinstri Græna. Flokk sem leynt og ljóst varði ofbeldið og
árásir á lögregluna að undanförnu.

Benedikt. Komið hefur fram að margaður er nægur í Japan fyrir hvalkjöt. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.1.2009 kl. 15:27

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Stjórnarskrá Íslands 1947 býður upp Þjóðveldi [þjóðvöld] sem greinist í Forsetavald [þjóratkvæði] og Löggjafarvald. [þjóðaratkvæði].

Frá Forsetaveldinu koma framkvæmdavöldin [velur ráðherra] [sameiginlegar þjóðarframkvæmdir] til skýrgreiningar og aðhalds hjá Löggjafarvaldinu.

Frá Löggjafarvaldinu kemur Dómsvald sem Forsetavald skipar.

Klíkuskapur frá 1947 hefur réttlætt þess einföldun á nýtingu stjórnarskrár út í yztu æsar.

Þögn Þjóðar, Forseta, lagasmiða:alþingismanna.

Hér hefur því alltaf ríkt ráðherra einræði í reynd en vald eins ráðherra er skilgreint með lögum utan stjórnarskrár, samkvæmt stjórnskipunarlögunum: Stjórnarskránni

Leitum ekki langt yfir skammt. Tækifærisinnar kunna ekki að lesa og hafa því ekki farið eftir stjórnarskránni að flestu leyti síðan 1947

Júlíus Björnsson, 29.1.2009 kl. 18:49

11 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Bara ítreka það enn og aftur að skynsamlegast hefði verið að mynda hér
UTANÞINGSSTJÓRN hæfra fagmanna og fagkvenna meðan kosningarnar og
allt það sjónarspil sem þeim fylgja fara fram. Neyðarstjórn sem sæmileg
sátt hefði getað myndast um. Um það áttu td Frjálslyndir að berjast fyrir.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.1.2009 kl. 21:05

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það þarf alltaf að rétt löggjafastjórn þar sem hlutverk laga smiðanna er að m.a. samþykkja fjárlög: halda skattheimtu innan eðlilegra marka. Stjórn framkvæmdavalds er óþarfi að uppnefna [oflof] utanþingsstjórn. Eftirlitisaðilarnir geta ekki haft eftirlit meðsjálfum sér.

63 lagasmiðir samþykkja fjárlög hvers ráðherra samkvæmt stjórnarskrá 1947, skilgreina og valsvið hans og ramma með lögum.

32 lagsmiði þar til að lög fáist samþykkt ef átta þeirra eru inn alþings[löggjafavaldsins] þá þarf ekki nema 26 jámenn [41% minnihluta]. Forfeður [semjendur stjórnarskrár 1947 ] gerðu ráð fyrir undantekningu á  megin reglu og segja ráðherra valin af Forseta [handhafa Forsetavalds] missi ekki atkvæðisrétt sem löggjafi þó hann sé skipaður ráðherra. Óvinir Þjóðvaldanna [veldisins]  túlka  þetta nú á sinn einstaka nískuhátt [segja skrána samhengislausa Formáli gr. 1. gr.2. og 3 megin kaflar til nánari greiningar] hvað varðar beitingu stjórnarskrár  út í yztu æsar. Það er að láta valdreifingu og aðhald blómstra í Þágu lýðræðisins= Þjóðveldið . Sá veldur sem á heldur. Þegar alþingismenn segja skilið við flokksbönd á taka sæti á alþingi ber þeim samkvæmt stjórnarskrá að skila sjálfstæðu atkvæði í hverju máli. Burt með Bananalýðveldishefðir, burt með stjórnskipunar hætti sósíal-demokrata og tækifæri sinna. Framkvæmu stjórnarskrána frá 1947, án breytinga, í þá veru sem hún bíður um skiptingu og samvinnu þjóðarvaldanna. Stjórnvalds Forsetavald bundið af þingvaldi=löggjafarvalds og ávöxtum þeirra framkvæmdavöldum og Dómsvaldi. Við eru öll jöfn fyrir lögum [kjaradómur?] Ein lög fyrir alla og eitt Dómsvald. Það er alþings ákvörðun á hverjum tíma sem ræður eyðslu Framkvæmdavaldanna. Stjórnmálalegar ákvarðanir eru teknar í samræmi við ríkjandi lög á  hverjum tíma, vonandi.

Júlíus Björnsson, 29.1.2009 kl. 22:01

13 Smámynd: ThoR-E

Tek undir með Guðmundi.

Að VG séu komnir í ríkisstjórn... úff... guð hjálpi okkur.

Verður núna fjallagrasatýnsla aðal atvinnugreinin?? eða netlöggan..

ThoR-E, 30.1.2009 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband