Framsókn. Í Guðs bænum hættið nú þessum skrípaleik !


    Þetta sjónarspil Framsóknar að vilja að mynduð verði  hér
afdönkuð vinstristjórn eins og gerðist hér  of oft í eldgamla
daga  hefur nú gengið sér til húðar. Því slík stjórn verður hvort
sem  er hvorki fugl né fiskur.  Því það er nefnilega eðli vinstri-
stjórna.  Og  því raunar  alveg stórfurðulegt að hinn ungi for-
maður Framsóknar skuli hafa látið sér detta slíkt rugl í hug.
Enda komið á daginn. Dæmið gengur alls ekki upp. Og allra
síst við þær hrikalegu efnahagslegu aðstæður sem við er  að
fást í dag.

   Stjórnmálamenn hafa klúðrað meiriháttar málum á Íslandi í
dag. Því er mikið vantraust í gangi meðal þjóðarinnar gagnvart
stjórnmálamönnum. Meðan hreinsun og uppstokkun fer fram
í stjórnmálunum í kjölfar þingkosninga á einfaldlega að skipa
UTANÞINGSSTJÓRN, eins konar neyðarstjórn fagmanna. Óháð
hinum pólitískum flokkum, meðan þeir reka sína kosningabar-
áttu. - Því sú bráðabirgðastjórn sem kann að verða mynduð
af núverandi þingheimi mun meir og minna verða gagnslaus,
hver svo sem í hlut eiga.   - Tilraunir til að mynda vinstristjórn
eru því algjör tímasóun, tímaskekkja, auk  þess  algjörlega
ábyrgðalaus. Því  vinstristjórn er það alversta sem yfir þjóðina
getur komið í  dag !

  Því miður virðist forsetinn ekki skilja þetta. Enda hluti af
þeim íslenzka stjórnmálaheimi sem brást GJÖRSAMLEGA,
og sem einnig þarf að endurnýja!!

  Þjóðlegi Frelsisflokkur. Hvenær kemur þú?
mbl.is Telur forsendur fyrir stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ef hér væri allt með feldu og báknið væri í samræmi við 330.000 manna þjóðfélag [ekki apa samfélag] og verksvið hvers ráðherra [framkvæmdastjóra] væri skilgreint og fjárlög hans lægju fyrir. Þá væri reyndur framkvæmdastjóri strax búinn að mynda sér hugmyndir um hvað þyrfti að gera á hans sviði. Stjórnarskrá Íslands og þjóðin gerir þá kröfu til allra sem starfa í framkvæmdastjórn og að lagasmíðum að þeir taki sjálfstæðar ákvarðanir: hugmyndin er sú að halda klíkuskap í lámarki, tel ég, til að tefja ekki fyrir. Ráðuneytin er til staðar. 1.mál byrja að skera nið kostnaðarliði til að hámarka vergar þjóðar tekjur. Fjármálageirinn, Stjórnsýslugeirinn, þetta eru þyngstu útgjaldaliðir skattagreiðanda  að flestra mati. Síðan og samfara þarfa að hugsa um fjárfestingakostnaðinn: Heilbrigði, mannauðinn, arðbær rekstrafyrirtæki að koma þeim úr skuldum. Þar sem heimskeppa er byrjuð eiga margir geirar hér engan grundvöll fyrir sér. Það væri líka mjög gott að byrja að því að uppfræða almenning um lífshætti í kreppu. Það sem er ódýrast er ekki alltaf hagstæðast. Það líka að tryggja öllum aðgang að nauðþurftum á lámarksverði. Það er engin þjóð sem hugsar um aðrar í kreppum allir hafa nóg að gera við af bjarga eigin skinni. Það þarf að vera klár neyðaráætlun.

Júlíus Björnsson, 31.1.2009 kl. 09:11

2 identicon

Hvað er þetta ! !  er bara allt orðið stjórnlaust hér ?  forsætisráðherrann yfirgaf stjórnarráðið í gær og er á förum til útlanda í læknismeðferð. Hvað tekur við,  ekkert ?  - hvað er eiginlega í gangi,  verður ekki forseti vor að taka í taumana,  er ekki til bjargar að fá Björgu, Gylfa og fleirri góða af þeirri sort til að taka við þessu, og það strax, - ég held það bara.

Dapur (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 09:51

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir þetta Júlíus. Athyglisvert!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.1.2009 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband