Jón Bjarnason sagði ósatt um Evrópustefnu VG !


   Jón Bjarnason þingmaður  Vinstri Grænna sagði ósatt á Alþingi
Íslendinga í gær. Hann sagði stefnu VG í Evrópumálum skýra og
afdráttalausa. Þetta er ósatt. Hún er þvert á móti AFAR óskýr
í dag og loðin. Flokkur eða þingmenn sem eru á móti ESB-aðild
fara ALDREI að greiða fyrir henni. En það gera VG EINMITT í nú-
verandi stjórnarsamstarfi. Þeir ljá stuðning sinn á breytingu á
stjórnarskránni varðandi stórskerðingu á íslenzku fullveldi, sem
auðvelda ESB-sinnum mjög gönguna til Brussel eftir kosningar.
Auk þess hafa þingmenn VG stutt þjóðaratkvæðagreiðslu  um
ESB, en til þess að hún geti farið fram, VERÐUR FYRST AÐ SÆKJA 
UM AÐILD AÐ ESB . M.ö.o. vera ESB-sinni.

   Jón Bjarnason sagði því þingheimi ósatt í gær sem er alvarlegur
hlutur. VG styðja landssöluáform Jóhönnu Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra um stórskerðingu á fullveldi Íslendinga í stjórnarskrá,
svo ESB-aðildin gangi sem greiðast fyrir sig strax eftir kosningar.
VG eru því  alls ekki treystandi í Evrópumálum, enda þekktir fyrir
sína öfgakenndu alþjóðahyggju eins og sósíalistum sæmir.

  Mikilvægt er því að allir fullveldissinnar á Alþingi Íslendinga standi
vörð um núverandi fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar, og hrindi
árásum krata og kommúnista á hana undir forystu Jóhönnu Sig-
urðardóttir. 
mbl.is Evrópustefna VG skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt, Guðmundur Jónas, heyr og húrra fyrir þessum pistli.

Jón Valur Jensson, 19.2.2009 kl. 00:51

2 identicon

Málið er einfalt, íslenska þjóðin bara kýs um það hvort hún vill ganga í Evrópusambandið.

Ef einhverjir segja ósatt á Alþingi, þá er það síst Jón Bjarnason.

Hverjir voru það aftur sem ekki vildu að Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði frá Dönum 1944?

Kveðja að vestan.

Gústaf Gústafsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 10:28

3 identicon

Já, fólkið þarf að kjósa hvort það verður eður ei, tek undir það með Gústafi.  Nóg er komið af miðstýringu og spillingarvaldi flokka.

EE elle

EE (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 11:00

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvaða kjaftæði er þetta í þér, Gústaf Gústafsson? Hvers vegna ætti þjóðin að fara að kjósa um það, hvort hún vilji ganga í Evrópubandalagið eitthvað frekar en í Rússneska samveldið eða Bandaríkin, Kanada eða Noreg? Hvað varðar okkur um þetta bannsetta Evrópubandalag, sem er svo markað dauðanum af eigin völdum, að þar mun vanta meira en 50 milljónir manna um miðja öldina til þess að það geti haldið sér áfram starfandi. "Lausnin" á svo eftir að fela í sér kveikjuna að einhverjum mestu kynþáttaárekstrum í álfunni frá upphafi.

Eigum engan hlut í illum verkum þessa bandalags. Tökum enga ábyrgð á fjöldamorðum þeirra á ófæddum börnum, sem eiga sinn stóra þátt í því, að tímgun margra þjóðanna þar er ekki nema 1,3 börn á hver hjón eða hverja tvo einstaklinga. Látum svo sjálf af okkar eigin smánarlegu fósturvígum og förum að taka ábyrgð á eigin verkum í stað þess að leggja hana á hina minnstu meðbræður okkar í móðurkviði. Hugsum um þjóðarhag í stað þess að dæla hundruðum milljóna króna í ókeypis fósturvíg, eins og þau séu einhver sjálfsögð heilbrigðisþjónusta, sem ég og þú eigum að kosta úr vösum okkar.

Jón Valur Jensson, 19.2.2009 kl. 11:05

5 identicon

Gústaf er ekki með neitt kjaftæði.  Hins vegar er það góður punktur hjá Jóni hvað okkur varði um Evrópubandalagið.  Ég vil ekki ganga inn í það.  En það er annað fólk í þessu landi, og svokallaða lýðveldi, en við sem ekki viljum það. 

EE elle

EE (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 11:44

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir Jón Valur innleggin þín hér.

Gustaf. Helt til þessa að Jón Bjarnason væri í flestu sannindamaður. En í
þessu stóra sjálfstæðismáli er hann það EKKI.  Því ENGINN sem vill fullvalda
Ísland ljáir því stuðning að kosið verði um það fráleita mál að Ísland gangi
í Stórríki Evrópu, ESB. ALDREI!!! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.2.2009 kl. 20:13

7 identicon

Ég var ekki að lýsa því yfir að ,,ég" vildi ganga í Evrópusambandið, en við búum við lýðræði og mér finnst ekkert að því að þjóðin kjósi um málið og komist þá líklega að þeirri niðurstöðu að við viljum ekki ganga þarna inn.

Ég er heldur ekki Sjálfstæðismaður, en mér finnst sjálfsagt að kosið sé á Íslandi til Alþingis, þó svo ,,hætta" sé á því að Sjálfstæðisflokkurinn nái völdum gegnum kosningar.

Kveðja að vestan

Gústaf Gústafsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 08:20

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Segðu mér þá, Gústaf, finnst þér kannski "ekkert að því að þjóðin kjósi um" að ganga í Kanada eða Bandaríkin eða Noreg? Finnst þér það sæmandi afstaða? Lýsir það tryggð við það lýðveldi, sem forfeður okkar höfðu mikið fyrir að koma á fót? Væru það ekki aumustu svik við hugsjónir þeirra? Eiga þessir menn, sem stinga upp á þessu með Evrópubandalags-risaveldið, ekki frekar að skammast sín? Eiga ekki þeir, sem taka fram eins og þú, að þeir séu ekki að lýsa því yfir, að þeir vilji sjálfir "ganga í Evrópusambandið", að ávíta þessa framsalsmenn landsréttinda og fullveldis fyrir málflutning þeirra í stað þess að mæta hér á vefsíður til að mæla þeim og stefnu þeirra bót?

Ég fæ ekki séð, að þú hafir setzt upp á garðinn miðjan milli hinna tveggja andstæðu fylkinga, heldur hafir tekið afstöðu með Brussel-liðinu og fyrsta áfangamarkmiði þess.

Og hvað ertu að tala um að "þjóðin" fái þetta eða hitt? Veiztu ekki, að 60% hennar vill ekki sækja um inngöngu í Evrópubandalagið?

Jón Valur Jensson, 20.2.2009 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband