Get ALLS EKKI kosið Sigmund Davíð !


    Hafandi verið og starfað í Framsóknarflokknum á þriðja áratuginn,
hefði það átt að vera ánægjulegt að geta stutt og kosið hinn nýja
formann, Sigmund Davíð,  í kjördæminu mínu, Reykjavkur-norður.
En því miður verður það ALLS EKKI svo! Bæði er að ég hef sagt mig
úr flokknum  fyrir nokkrum árum, vegna ESB-daðurs hans, enda mun
ég ALDREI geta stutt eða kosið  flokk né  frambjóðenda sem  hefur 
aðildarumsókn Íslands að ESB  að leiðarljósi. En það hefur einmitt
Sigmundur Davíð og Framsóknarflokkurinn í dag. Þess vegna mun
ég ALLS EKKI kjósa þá í komandi kosningum! Og ALLRA SÍST haf-
andi myndað hér afdankaða vinstristjórn!!!

   Í komandi þingkosningum verður að gera þá sjálfsögðu lágmarks-
kröfu til flokka og frambjóðenda að þeir marki sér SKÝRA og KLÁRA
stefnu i Evrópumálum. Því um Evrópumálin verður nú kosið. En aðild
Íslands að Evrópusambandinu er stærsta pólitíska hitamálið í sögu
lýðveldisins. Þeir sem ekki gera ALGJÖRLEGA hreint fyrir sínum dyrum
í Evrópumálum FYRIR kosningar, bæði flokkar og frambjóðendur, eiga
að láta það vera að bjóða sig fram. Því miður virðast sumir, bæði flokkar
og frambjóðendur ætla að sigla undir fölsku flaggi í Evrópumálum í kom-
andi kosningum. Kjósendur eiga ekki að líða slíkt. Framsókn og Sam-
fylkingin hafa mótað sér skýra stefnu sem ESB-flokkar, og ber að virða
þá SKÝRU afstöðu. Hins vegar verður  ekki  það  sama  sagt  um  hina
flokkanna og þeirra frambjóðendur. - SKÝR afstaða þeirra VERÐUR að
liggja fyrir nú  í sjálfri kosningabráttunni. - Það er skýlaus krafa okkar
kjósenda!

   Hins vegar er það áhyggjuefni fyrir okkur fullveldissinna, að geta ekki
enn  kjósið flokk sem við getum 100% treyst í Evrópumálum, eins  og
staðan er í dag.

   Er því hér með auglýst eftir slíkum Fullveldisflokki...
mbl.is Sigmundur Davíð býður sig fram í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Tek undir þetta,kýs ekki flokk sem er að daðra við ESB.

Ragnar Gunnlaugsson, 20.2.2009 kl. 09:15

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frjálslyndi flokkurinn segir nei við Evrópuaðild.  Klárlega það var um það póstkosning og 70% voru andvíg aðild.  Bara að benda þér á þetta svona. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2009 kl. 10:19

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þar er komin skýring áþví afhverju 2-3% styðja FF. Það er náttúrulega svo undurfurðulet að útiloka fyrirfram virka þátttöku í samstarfi fullvalda lýðræðisríkja í álfunni okkar.

Gunnlaugur B Ólafsson, 21.2.2009 kl. 01:13

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Gunnlaugur! Það er sumt sem ég skil ekki varðandi ESB.

T.d ef þessi ríki eru svona sjálfstæð hvernig stendur þá á því að hver einasti evrópubúi sem ég hitti og sé segir að við eigum alls ekki að hugsa um ESB.

Og hvernig virkar samstarf fullvalda ríkja ef ríkin fullvalda ganga ekki alveg og öll inní samstarfið?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.2.2009 kl. 19:18

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Völdin sem fylgja samstarfi eru viðbót við völdin sem fylgj því að vera fullvalda þjóð. Aukið Norðurlandasamstarf sem mótar farveg inn sameiginlegar Evrópuáherslur er það sem koma skal. Ekkert að óttast.

Gunnlaugur B Ólafsson, 22.2.2009 kl. 23:34

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ásthildur. Fyrir örfáum dögum var þingflokksformaður ykkar gallharður ESB
sinni. Hvernig gat það samrýmst stefnu flokksins?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.2.2009 kl. 17:07

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Gunnlaugur! Það vellur bara steypa yfir tennurnar í þér, þú getur ekki svarað spurningum um ESB þig langar bara í ESB og ert til í að fara inní ESB hvað sem það kostar.

Gunnlaugur! Þessi útúrsnúningur þinn er bara sönnun þess að Samfylkingarfólk er huglaust og úrræðarlaust og veit þessvegna ekkert betra enn að snobba fyrir fallandi ESB.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 23.2.2009 kl. 18:50

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Högni! ESB er ekki þinn helsti vandi, þú virðist ekki hafa tileinkað þér kurteisi í samskiptum og gætir bætt úr því. Gangi þér vel.

Gunnlaugur B Ólafsson, 23.2.2009 kl. 22:13

9 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Gunnlaugur! Mér finnst bara leiðinlegt til þess að vita að fullorðið fólk skuli vera að hamast við að koma okkur í ESB og hafa engin rök fyrir því eða svör þegar við sem erum að reina að gera upp hug okkar gagnvart inngöngu í ESB spurjum spurninga.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 24.2.2009 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband