Björn Bjarna og Þorsteinn Páls afhjúpa hinn alvarlega klofning !



    Á kappræðufundi í gær um Evrópumál tókust á MJÖG ólík
viðhorf og sjónarmið um  það  hvort Ísland yrði betur borgið
innan  eða  utan  Evrópusambandsins  (ESB).  Þarna  voru
mættir tveir oddvitar tveggja mjög ólíkra póla innan Sjálfs-
stæðisflokksins sem takast nú hart á um Evrópumálin þegar
óðum styttist í landsfund flokksins.  Björn Bjarnason alþing-
ismaður og Þorsteinn Pálsson ritstjóri tókust þarna hart á,
en himinn og haf aðskildi málflutning þeirra. Þarna afhjúpuðu
þeir í raun hinn mikla alvarlega klofning innan Sjálfstæðisflokk-
sins í einu stærsta pólitíska hitamálið lýðveldisins. Klofning sem
algjör ógerningur virðist vera  hægt að leysa svo öllum líki.

   Ljóst er að ESB-sinnar hafa því  miður unnið  á  innan  Sjálf-
stæðisflokksins að undanförnu. Allt útlit er fyrir  að innan þing-
flokksins eiga ESB sinnum eftir að fjölga eftir kosningar, þótt
yfir 70% flokksmanna  er andvígur  ESB-aðild. Þannig  leiða
yfirlýstir ESB-sinnar framboðslista flokksins í þremur stærstu
kjördæmunum á höfuðborgarsvæðinu. Menn sem hika ekki einu
sinni við að fara gegn NÚVERANDIi stefnu flokksins í Evrópumálum.
Þar á meðal  Bjarni Benediktsson, sem  býður  sig  til fram til
formanns.  Hvernig er hægt að treysta slíkum mönnum?

    Í ljósi þessa þá hljóta ESB-andstæðingar meðal kjósenda
Sjálfstæðisflokksins vera farnir að hugsa sinn gang. Alla vega
hér á höfuðborgarsvæðinu. Því hvernig sem niðurstaða lands-
fundar fer í Evrópumálum, sitja ESB-andstæðingar  flokksins á
höfuðborgarsvæðinu uppi með 3 yfirlýsta ESB sinna sem oddvita
listanna. Þá Bjarna Ben, Illuga Gunnars og Guðlaug Þór. En
ALLIR hafa þeir gefið grænt ljós á aðildarviðræður, og þar með
umsókn að ESB. En enginn SANNUR ESB-andstæðingur  fer  að
kjósa yfirlýsa ESB-andstæðina á þing!

   L-listi fullveldissinna er því EINI rauverulegi valkostur ALLRA
ESB-andstæðinga. Því SÉRHVER sem kosinn er á þing fyrir L-
lista fullveldissina er SANNUR fullveldssinni, og stálheill í afstöðu
sinna gegn ESB-aðild.

    ALLIR SANNIR ESB-andstæðingar treysta, styðja og kjósa þvÍ
L-lista fullveldissinna í komandi kosningum!
 
mbl.is Kapprætt um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband