Sjálfstæðisflokkurinn gefur ESB-sinnum eftir



     Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gefa ESB-sinnum
eftir í stjórnarskrármálinu. Alvarlegast er að flokkurinn ætlar
að samþykkja megin ósk ESB-sinna varðandi þjóðaratkvæða-
greiðslur, þannig að framsal á fullveldi þurfi ekki að kalla fram
nýjar þingkosningar, eins og nú er. Þetta er ein sönnun þess
að Sjálfstæðisflokknum er ALLS EKKI treystandi í Evrópumálum
lengur. Og ALLRA SÍST eftir að ESB-sinnaður formaður er nú
tekinn við flokknum ásamt mjög svo ESB-sinnuðum vara-for-
manni.

   L-Listi fullveldissinnar er eina framboðið í dag sem treyst-
andi er í Evrópumálum.

   X-L-listi fullveldissinna.
mbl.is Nálgast Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Kosturinn við þessa breytingu er að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingu á stjórnarskránni myndi snúast eingöngu um það mál. Almennar þingkosningar myndu að öllum líkindum snúast um flest annað.

Hjörtur J. Guðmundsson, 31.3.2009 kl. 14:56

2 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas, líka sem aðrir þeir, hverjir geyma hans síðu; og brúka !

Guðmundur Jónas ! Það er; deginum ljósara, að fjrri hefir farið því, að tresyta mætti þessum miðjumoðs flokki (Sjálfstæðisflokknum), fremur en hinum, (Framsóknarflokknum), þegar um slík úrslita- og örlaga mál hefir verið að ræða, samanber NATÓ inngönguna, árið 1949, hvar Ísland undirlagðist hagsmuni og hentistefnu bandarísku heimsvalda sinnanna. Bandalag; sem er jú, inn vinklað, í ESB, einnig,, mestan part.

Kjörorð okkar; skal, ómengað verða : ÍSLAND, MEGI ALDREI, UNDIR BRUSSEL VALDIÐ GANGA !

Með; hinum beztu kveðjum, sem fyrr, úr Árnesþingi  /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 15:10

3 identicon

Einhver hér að ofan hefur greinilega lesið ESB ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins - eins og Skrattinn Biblíuna !!

 Bæði nýr formaður og varaformaður, bæði sagt skýrt og greinilega.: EKKERT ESB !

 Önnur túlkun er barnaleg óshyggja andstæðinga Sjálfstæðisflokksins !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 15:20

4 identicon

Komið þið sælir, á ný !

Kalli Sveinss !

Tortryggni okkar Guðmundar; líka, sem margra annarra, er fyllilega réttmæt. Það er komið á daginn; að, hvorki B - D - S né VG liðum, er treystandi, fyrir nokkrum hlut. Hér hefir skapast, um hríð að minnsta kosti, viðvarandi byltingarástand, hvar Kommúnistar og kratar, ljúga sig, frá hverju loforða sinna, frá því, að drauga fylking Haarde klíkunnar, hrökklaðist af tróni, í Febrúar leið.

Eða; hefir eitthvað farið fram hjá þér - um liðna, nýlega viðburði, Kalli Sveinss ? 

Með beztu kveðjum; sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 15:32

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jú Hjörtur, satt er það. Engu að síður auðveldar þetta mjög ESB sinnum
eftir kosningr nái þetta fram að ganga, að ná fram  breytingum
á fullveldisákvæðum stjórnarskráinnar. Þess vegna er fullveldisafsalssinninn
Jóhanna Sigurðardóttir svona rosa umhugað að ná þessu fram núna. Því
þetta auðveldar  ESB-sinnum svo mjög allt ESB-aðildarferlið í framhaldinu
eftir kosningar.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.3.2009 kl. 16:28

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Kalli Sveins. Ummæli hins nýja formanns Sjálfstæðisflokksins í Fréttablaðinu
21 mars s.l. ,,Ég tel að í gjaldmiðilsmálum sé ENGINN KOSTUR JAFN STERKUR
OG EVRAN MEÐ ESB-AÐILD Í STAÐ KRÓNU."  Kalli, ertu að meina að það sé
EKKERT að marka formann Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum? 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.3.2009 kl. 16:34

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Benedikt. Það er nú miklu frekar þið ESB-sinnar sem eruð að troða okkur inn í moldarkofanna aftur. Fyrst að veiða okkur í net EES-regluverksins sem
ber höfuð ábyrgð á banka-og efnahagshruninu í dag með icesave und
alles, og svo nú í lokin ætlið þið að svipta þjóðinni yfirráðum yfir helztu
auðlindunum, þannig að hún svelti líka í moldarkofanum. Því bara það eitt
að útlendingar fái að kaupa upp kvótann á Íslandsmiðum yrði slíkt efnahagslegt áfall að við kæmust aldrei aftur út úr moldarkofanum. Enda
til hvers, þegar þjóðfrelsið er líka farið til Brussel?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.3.2009 kl. 16:54

8 identicon

Komið þið sælir; enn !

Benedikt !

Lengi vel; hafði ég góðar vonir til, að þú myndir braggast nokkuð, frá þrælslundinni, frá nýlenduvelda pískurunum, suður á Brussel völlum, þá frá liði, og telja mætti þig upplýstari, um megin tilgang, sem tilveru þessarra einkahagsmuna samtaka gömlu nýlendu hyggjunnar, meðfram hundslegri auðsveipni ESB, til bandarísku heimsvalda sinnanna.

Skjátlast hefir mér; um hríð, en vona þó, að styttast kunni, í góðan afturbata, þér til heilla og handa.

Með; hinum beztu kveðjum, sem jafnan, af landsbyggðinni /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 17:20

9 identicon

Ágæti Guðmundur Jónas!

 Nýi ungi formaðurinn er AÐEINS EITT ATKVÆÐI !

  Landsfundur með nærrri " fullu húsi" samþykkti ályktun.: ENGIN BREYTING.

 ESB EKKI Í MYNDINNI - SEM FYRR !

 Skýrara getur það ekki verið.

 Gleymdu ekki, sérhvert atkvæði hefur jafnt vægi í Sjálfstæðisflokknum !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 19:48

10 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hvað ætlar neðan-máls-lið Samfylkingurinnar lengi að halda fram þeirri firru, að ESB-aðild sé eina leiðin til efnahagslegs stöðugleika ? Þessi aumkunarverða fylking, sem veifar rauðum dulum hins dauða kommúnisma og kyrja Internationalen með krepptum hnefa.

Allir vita að "fastgengi undir stjórn Myntráðs", er okkar bezta og eina alvöru lausn.

Loftur Altice Þorsteinsson, 31.3.2009 kl. 19:53

11 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Vel; stendur Guðmundur Jónas vaktina, enda enginn flysjungur eða meðalmaður þar, á ferð, síns varðturns.

Kalli Sveinss ! Lítt er; Sjálfstæðisflokki treystandi, fremur en hinum frjálshyggju flokkunum (B og S listum), svo ekki sé nú talað um Kommúnistana, í VG felu litunum, ágæti drengur.

Loftur Altice ! Athyglisvert; þitt innleg, sem þarft, til umræðu allrar, svo sem þín var von og vísa, til.

Með hinum beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 21:06

12 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Benedikt. Tek ekki eitt einasta mark á því sem Ólafur Ísleifsson segir
um efnahagsmál. Hér væri ennþá meira hrun og kreppuástand værum við
með evru, sem fjölmörg evruríki klóra sig mikið í hausnum þessa daga
að hafa tekið upp. Gjaldmiðill, hversu lítill sem hann er, dugar vel svo
framarlega sem aflað er meira en eytt er. Krónan er ekki vandamálið, heldur
efnahagssukkið og útrásarbrjálaðið með starnfræðilegri skuldsetningu
sem hér hefur verið í gangi, allt í boði regluverka ESB með icesave í
bónus. Það er ástæðan fyrir hruninu í dag, en ekki krónan, sem betur fer
er nú að afrugla djöfulsskapinn allan og heldur meiriháttar lífinu í okkar
útflutningi í dag.  Hefðum við aldrei gert þennan andskotans EES samning,
heldur tvíhliðasamning við ESB eins og Sviss, og sniðið okkur stakk eftir
vexti, væri við í meiriháttar góðum málum í dag. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.3.2009 kl. 21:10

13 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jæja Guðmundur hvar getur þú sýnt mér lönd innan ESB þar sem meira hrun er hértna. Þú kannski mannst að hér búa heimili við um 18% verðbólgu vegna hruns krónunar, erlend lán hafa hækkað hjá fólki um 50 til 70% á einu ári. Við höfum þurft taka lán hjá IMF og fá lánalínur um allt til að eiga gjaldeyrisforða til að verja krónuna. Svo þurfum við nú gjaldeyrishöft og í nótt koma Neyðarlög með frekari höftum. Og krónan fellur vegna þess að nokkrir milljarðar voru greiddir til útlanda í vexti og afborganir af lánum. Svo mikið að að öll styrking hennar er horfin.

Þú verður að athuga að Ísland hefur breyst áður þegar flestir unnu í fiski og hann var nær allur útflutningur okkar þá gátum við haft krónuna þó að í raun rýrnaði jafnt og þétt. Hér voru margir sem unnu við fisk en nú með aukinni tækni hefur þeim fækkað stöðugt eins og bændum. Nú er svo komið að aðeins um 10 til 15% landsmanna vinna í fiski, landbúnaði og í álverum. Annar iðnaður, verslun, þjónustu og í raun flest önnur störf á landinu eru háð innflutningi. Og innflutningur kosta gjaldeyri því engin vill lengur skipta við okkur í krónunum og það verður ekki til frambúðar. Menn hafa ekki trú á mynt sem hefur falliðu um meira en 100%.

Sviss borgar alveg rosalega með sínum samning við ESB. Það skipti milljarða tugum. Þannig að við mundum aldrei ráða við það að gera tvíhliðasamning við ESB. Eins þá tók það Sviss um 10 ár að ná þeim samningi og þó þurfti ESB nauðsynlega á Sviss að halda vegna banka og fjárfestingafyritækja þar að halda. 

Enda mundi tvíhliðasamningur ekki bjarga gjaldmiðli okkar

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.3.2009 kl. 22:13

14 identicon

Hafa menn heyrt nýjustu atvinnuleysistölur í ESB löndum ??

 Svíþjóð 10,3%

 Spánn 14,8%

 Frakkland 9,6%

 Þýzkaland 11,2%

Vilja menn tölur fleiri landa innan ESB ?

 Vel á minnst.

 Hvaða gjaldeyrir er hjá þessum þjóðum ?? !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 23:26

15 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

http://media.monster.com/a/i/intelligence/Images/National_unemployment.jpg

Atvinnuleysi í USA er 7,6% og hefur nær tvöfaldast á einu ári. Ekki er USA í Evrópusambandinu og ekki nota þeir Evru. Er Dollarinn þá ekki handónýtt fyrirbæri?

http://purplejunction.files.wordpress.com/2009/02/unemploymentrate.png

 Hér er atvinnuleysi í Kanada. Það var 7,7% í febrúar og spár segja það fara yfir 10% á næstu mánuðum. Ekki er Kanada í Evrópusambandinu og ekki nota Kanadabúar Evrur.

YearUnemployment rate (%)
200020
200122
200220.2
200321.7
200419.5
200513.8
200618
200717.2
200811.8

Króatar sóttu um inngöngu í Evrópusambandið 2003. Hérna sjáið þið þróun atvinnuleysis hjá þeim síðan. Nánast 100% lækkun.

http://www.doctorhousingbubble.com/wp-content/uploads/2009/02/u-6-unemployment.png

Hérna er atvinnuleysi í Japan. Nánast 50% hækkun á einu ári, úr tæpum 8% í 14%. Ekki þarf að taka fram að Japan er ekki í Evrópusambandinu og ekki nota þeir Evrur.

Það er vaxandi atvinnuleysi nánast á alheimsgrundvelli. Að rísa á afturlappirnar og hrópa áróður gegn Evrópusambandinu á þeim grundvelli er afskaplega léleg röksemd. Mér finnst líklegra að atvinnuleysi í þessum ESB-ríkjum em hér að ofan eru nefnd væri enn meira ef þau stæðu utan sambandsins.

Páll Geir Bjarnason, 1.4.2009 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband