ESB-ríkið Finnland í djúpri kreppu



    Þrátt fyrir ekkert bankahrun eins og á Íslandi, og þrátt
fyrir ESB-aðild og evru er Finnland nú komið í mikla kreppu.
Athyglisvert er að skuldir þjóðarbúsins aukast hratt og
nálgast það sem þær voru þegar hlutfallið  fór í 60% á
síðasta áratug þegar Finnland lenti í miklum efnahags-
legum hremmingum. - En ESB-sinnar hafa mikið bent á
hvað það hefði verið mikil náðargjöf er Finnland gekk í
ESB og tók upp ervu í kjölfarið á því. Hvorugt virðist  nú
koma að gagni. Þvert á  móti virðist  útflutningur Finna
eiga í miklum erfiðleikum vegna gengis evrunar. Stór-
fyrirtækið Nokia hefur til að mynda farið mjög illa út úr
hinni finnsku niðursveiflu, en hagnaður á fyrsta árs-
fjórðungi ársins í ár er 90% minni en á sama tíma og
í fyrra. En útflutningurinn hefur orðið fyrir miklu áfalli
m.a vegna gengi evrunar. Sem ESB-sinnar vilja svo
taka upp á Íslandi.

   En kreppan í Finnlandi er bara eitt dæmið um  þá gríð-
arlegu efnahagskreppu sem framundan er í Evrópusam-
bandinu. En mikill samdráttur er nú í stærsta hagkerfi
þess, Þýzkalandi.  En þrátt fyrir það hlaupa fram  ESB-
trúboðar eins og Benedikt Jóhannesson  forstjóri  Talna-
könnunar, í Silfri Egils, froðufallandi um ágæti ESB og alls
þess sem þar er að finna. Hrópandi hástöfum að Ísland 
verði umsvifalaust að ganga þar inn. Ella séu ragna-rök
framundan. 

   Er til of mikils mælst að menn hemji sig aðeins í trú-
boðinu. Svo framanlega sem þeir vilja ekki gera sig
að algjöru aðhlátursefni meðal þjóðarinnar.
mbl.is Djúp kreppa í Finnlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Þú hefðir átt að fara á fyrirlestur Ikka Mytty fjármálaráðgjafa í Finnska fjármálaráðuneytinu sem hann hélt 2. apríl síðastliðinn í Árnagarði. Því þá þyrftir þú ekki að vera að fábúlera eins og þú gerir. Þá hefðir þú getað sagt honum það milliliðalaust að evran hentaði ekki Finnum.

Atli Hermannsson., 20.4.2009 kl. 00:39

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Vildi svo til að vera á þeim fyrirlestri Atli, og tvíefldist í andstöðunni við að
hlusta á þvættinginn og hinn yfirgengilega áróður Ikka Mytte. Það voru
bara örfáir ef ég man rétt sem komust að til millilausra orðræðu við þennan
ÖMURLEGA finnska ESB-brúboða......

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.4.2009 kl. 00:50

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Enda nú komið á daginn. Finnland í djúpun skít innan ESB !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.4.2009 kl. 00:52

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Getur þú Guðmundur nefnt lönd sem hafa það betur en lönd innan ESB. Minni t.d. á að nú eru Svíar og Danir alvarlega að íhuga að taka upp Evru það bendir nú ekki til þess að þeir vilji þaðan út.

Bendi þér líka á að stór hluti útflutnings Finna er til Evrópu þar sem jú flest ríkin eru með evru eða gjaldmiðil sem er bundin við evru.

Það má líka fjalla um Noreg sem nú gegnur á olíusjóði sína þar sem olían hefur snar lækkað í verði og þeir töpuðu þó nokkrum hluta sjóðsins síns á fjárfestingur erlendis í kjölfar kreppunar.

Þannig að þú finnur varla ríki sem hefur ekki átt í erfiðleikum síðustu mánuði. Meira að segja Kína og Japan og þau eru ekki í ESB

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.4.2009 kl. 02:27

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Minni t.d. á að nú eru Svíar og Danir alvarlega að íhuga að taka upp Evru það bendir nú ekki til þess að þeir vilji þaðan út

.

Þetta er eins og að segja að það sé veður úti.

Magnús, taktu þig nú vinsamlegast saman. Þú getur varla verið svona mikill einfeldningur. Það eiga öll lönd sem ganga í ESB að taka upp hina pólitísku mynt evru. Þau verða að gera það. En sum landanna vilja hana ekki af því að hún er pólitísk mynt og ekki hagstjórnartæki. Þau treysta sjálfum sér betur en afdalamönnum í mið- Suður Evrópu sem hafa aldrei kunnað hagstjórn eða að búa til gott þjóðfélag úr verðmætum.

Það er búið að vera að reyna að troða og troða myntinni inná bæði Dana og Svía í 10 ár. Þeir hafa sagt nei. En þá er bara spurt aftur og aftur og aftur og aftur. En Svíar VERÐA að taka upp evru. Það veistu. Annars þurfa þeir að segja sig úr ESB og það er ekki hægt. Niður skal helvítis myntin hún evra. Og alveg gleymt og tröllum gefið er blessuð Svíþjóðin síðan hún gékk í ESB. Núna heyrist ekki múkk úr barka Svíþjóðar. Ekki múkk á utanríkispólitískum vettvangi. Nú talar Brussel tungum fyrir Svíþjóð. Herra Barrrosssso talar núna og Svíþjóð þegir.

Hættu nú þessu halelúja Magnús. Þetta ríður ekki við einteyming hjá þér. Hreint skelfilegt einfeldni. 500 milljón tonna skip er miklu miklu lengur að sökkva en kútterinn okkar Ísland. Talaðu við okkur aftur eftir 12-16 mánuði og skoðaðu ástandið í kjarna ERB þá. BNA fór inn í kreppuna 20 mánuðum á undan ESB.

Huggaðu þig á meðan þú bíður og gleðstu yfir því að þegar Ísland er komið á góða siglingu aftur þá getur þú keypt þér ódýran sumarbústað í ESB - á útsölu. Því þangað langar þig. Þú getur þá aftur spígsporað með krónuna okkar góðu í veskinu. Myntin sem hefur gert Ísland að einni ríkustu þjóð heimsins á mjög skömmum tíma. Tíminn vinnur með þér Magnús. Krónan okkar sér fyrir því. Núna er hún að afrugla Ísland. Eftir allt sukkið og svínaríið sem þið lögðuð á hana krónu okkar.

Þetta er alltaf svona Magnús. Fyrst voru það Kanarnir, svo komu Þjóðverjar, svo komu blessaðir Japanarnir og svo Kóreumenn, svo Kínverjar og loks komu Íslendingar sem gengu fyrir 95 oktan kredit úr bönkum sem kunnu ekki að fara með peninga. Þeir komu allir, spígsporuðu allir með reiðufé eða bankalánin sín og sterkan gjaldmiðilinn í vasanum. Keyptu og keyptu allt sem skreið. En þeir fara allir heim að lokum. Heim til síns heima til að borga niður skuldirnar og til að minnka veðsetningarnar. En þeir spígsporuðu allir um Há-Strætin, einu sinni, já já. Svo koma þeir næstu. En fara þó aftur. Svona gengur þetta. Inn og út, upp og niður. Fyrst er það Kredit æðið, en sem endar svo alltaf með mikilli Debet vinnu, heima.

Það er alger óþarfi að pissa í buxurnar yfir þessu bandalagi. Láttu mig þekkja það. Það virkar ekki.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 20.4.2009 kl. 05:06

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk kærlega fyrir innlegg þitt hér Gunnar.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.4.2009 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband