Jóhanna kveikir elda og grimm átök


   Það er sorglegt að einmitt þegar íslenzk þjóð þarf á mikilli
samstöðu og samheldni á að halda, skuli forsætisráðherra
ganga fram fyrir skjöldu, og ætla að  kveika elda  og  grimm
pólitísk átök um land allt. Í stað þess  að  leiða  þjóðina heila
gegnum  þá  miklu efnahagserfiðleika  sem framundan eru,
ætlar  Jóhanna  Sigurðardóttir forsætisráðherra  að  efna  til
nýrrar Sturlungu. Kasta fram einu almesta pólitíska hitamáli
í sögu lýðveldisins,  og kljúfa þjóðina  þannig í  herðar  niður.
Sá leiðtogi  sem  það gerir  mun  aldrei verða  leiðtogi  þjóðar
sinnar. Heldur þvert á móti gerast hennar helsti óvínur.  Því
sá þjóðarleiðtogi sem situr á svikráðum við þjóð sína, og vinnur
að því nótt og dag, að koma henni undir erlend yfirrráð, hefur
rofið friðinn.  Kastað stríðshanskanum. Enda mun Jóhanna
uppskera samkvæmt því.  

   Ljóst er að ákvörðun vinstristjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir um
að sækja um aðild að Evrópusambandinu með fullum stuðningi
Vinstri grænna, mun leiða til mikilla pólitískra átaka. Einmitt
þegar síst skyldi.  Jóhanna Sigurðardóttir, sem fyrir löngu hefur
misst alla trú á íslenzkri framtíð, skal því bera fulla ábyrgð á því
pólitíska báli sem hún er nú að kveikja. Báli, sem mun kosta
hana og hennar skósveina dýru verði.

    Hin and-þjóðlega vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttir er þar að
auki  hvorki fugl né fiskur. - Fremur fluga í krús, sem þjóðin mun
auðveldalega og ánægjulega losa sig við einn daginn.  Og það
sem ALLRA FYRST!!
mbl.is Skattar svipaðir og 2005-2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Árnason

Jóhanna er leiðtogi sem þorir að berjast gegn hagsmunaöflunum, en ekki sem berst með þeim.

Sigurður Árnason, 12.5.2009 kl. 01:30

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Einmitt Sigurður.  Jóhanna berst gen ÍSLENZKUM hagsmunaöflum, en EKKI sem berst með  þeim!  Enda landsölukona!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.5.2009 kl. 01:37

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vona að við förum að fá frið fyrir þessu ESBdaðri samfylkingarinnar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2009 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband