Raddir þjóðfrelsissinna vanta á Alþingi Íslendinga !



   Í dag mun utanríkisráðherra mæla fyrir þingsállyktunartillögu
vinstristjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar um að sækja
beri um aðild að Evrópusambandinu. Þar með hefjast ein mestu
pólitísku átök um fullveldi og sjálfstæði Íslands frá upphafi. Það
sorlegasta er, að engin sterk og ákveðin þjóðfrelsisrödd  mun
af HÖRKU  berjast  á  móti  þessum  landráðaáformum.  Því að
enginn stjórnmálaflokkur á Alþingi Íslendinga virðist ætla að rísa
upp og berjast  af HÖRKU  gegn  aðförinni að fullveldi og sjálfstæði
Íslands. Mótleikur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks virðist
veikt málamyndayfirklór, enda Framsókn yfirlýst ESB-flokkur, og
forysta Sjálfstæðisflokksins meir og minna tvístígandi í Evrópu-
málum.

    Hafi nokkrum sinnum verið eins augljóst hversu brýn þörfin
er að íslenzka þjóðin eiginsit sterkt og ákveðið stjórnmálaafl
á þjóðlegum og borgaralegum grunni, til að berjast af ALEFLI
gegn landssöluliði Jóhönnu Sigurðardóttir og Össurar Skarp-
héðinssonr, þá er það einmitt nú.  Tómarúmið fyrir sterkt  og
ákveðið þjóðlegt stjórnmálaafl VERÐUR NÚ AÐ FYLLA!

   Samtök Fullveldissinna hafa boðað til stofnfundar stjórnmála-
flokks. Ef slíkur stofnfundur verður opinn ÖLLUM þjóðfrelsis-
fullveldis-og sjálfstæðissinnum, til að taka þátt og móta það
þjóðlega afl frá grunni, eiga þau samtök einstakt tækifæri nú.
Vonandi láta þau það einstaka tækifæri ekki sér úr greipum
ganga.  - En tíminn er naumur!

   ÁFRAM FRJÁLST OG FULLVALDA ÍSLAND - EKKERT ESB-H E L S I!
mbl.is Bjarni fær umboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband