ALDREI samstaða um ESB-umsókn !


   Það er grundvallamisskilningur hjá utanríkisráðherra að hægt
sé að ná einhverri samstöðu um umsókn Íslands að  ESB, hvað
þá aðild að því. Einfaldlega vegna þess að hér er verið að véla
um sjálft fullveldi Íslands og sjálfstæði þjóðarinnar, og yfirráðum
hennar yfir helstu auðlindum sínum. 

    Tillaga Össurar Skarphéðinsonar utanríkisráðherra er því gróft
tilræði við tilverurétt íslenzkrar þjóðar. Við inngöngu í ESB liggur
fyrir gríðarlegt framsal á fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar, auk
þess að setja helstu auðlind hennar  í algjört uppnám. Raunar á
opinn uppboðsmarkað  ESB  ef  hugmyndir sjávarútvegsráðherra 
ríkja ESB um FRJÁLST FRAMSAL KVÓTA milli landa ESB ná fram að
ganga. Þess utan myndi frjálsar fjárfestingar erlendra aðila í ís-
lenzkum útgerðum og kvóta þeirra í raun galopna okkar fengsæl-
ustu fiskimið heims fyrir erlendu útgerðarauðvaldi, með hrikalegum
efnahagslegum afleiðingum fyrir íslenzka þjóð.  Til hvers var þá
baríst fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunar fyrr á árum, sem kostuðu
m.a hernaðarleg átök við helsta ríki ESB?

   Tillaga Sjálfstæðisflokksins um óljósa Fjallabaksleið til aðildarum-
sóknar að ESB er algjörlega óskiljanleg, miðað við flokkssamþykktir
um Evrópumál.  Afstaða Framsóknar er hins vegar skiljanleg, enda
ESB-flokkur. Mestu svikararnir í stórmáli þessu eru hins vegar Vinstri
Grænir, en það þurfti  þegar allt kom til alls aðkomu þeirra að ríkisstjórn
Íslands,  til að aðildarumsókn að ESB  kæmi fram, ÞVERT á þeirra
flokkssamþykktir og fagurgala um andstöðu við ESB. 

   Vinstrstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hefur kastað fram stríðshanska
út í þjóðfélagið. Ríkisstjórn sem það gerir uppsker ekki samstöðu  og
allra síst frið.  - Því nú munu ALLIR þjóðfrelsissinnar taka höndum
saman og berjat af HÖRKU gegn aðförinni að fullveldi og sjálfstæði
Íslands. - Stríðið er rétt að byrja!
mbl.is Hægt að ná samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Guðmundur það eru allir flokkar á þingi nú fylgjandi aðildaviðræðum nema hluti Vg. Þannig að þetta flýgur í gegn. Ekki reyndar víst hvor tillagan verður notuð Össurar eða Sigmundar og Bjarna

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.5.2009 kl. 12:25

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Magnús Helgi.  Sjálfstæðisflokkurinn er á móti aðild, VG líka, Borgarahreyfingin er opin, Framsókn vill inn með skilyrðum sem ESB myndi aldrei samþykkja og Samfylkingin vill inn.

Axel Þór Kolbeinsson, 28.5.2009 kl. 13:18

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

En það sem ég skil ekki og mun ALDREI skilja Axel, -  þá sem segjast vera á
móti ESB-aðild en geta samt sótt um þessa ESB-aðild. VG samþykkja nú
að ríkisstjón ÞEIRRA sæki um ESB-aðild, en þýkjast vera á móti aðild, og svo virðist að alla vega flokksforysta Sjálfstæðisflokksins sé að daðra við umsókn að ESB með Framsókn.  Sko. Annað hvort er maður á móti einhverju eða ekki, og hagar orðum og athöfnum samkvæmt því. Flóknara er það ekki í mínum huga.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.5.2009 kl. 13:27

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þar er ég sammála þér Guðmundur.  Mér finnst þetta vera tvískinnungur af verstu sort.  Mig langar ekkert að vera meðlimur í mótorhjólaklúbbnum Fáfni og er þess vegna ekkert að sækja um aðild.

Axel Þór Kolbeinsson, 28.5.2009 kl. 13:31

5 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Sjálfstæðisflokkurinn getur varla verið heils hugar á móti ESB aðild, fyrst að flokkurinn stendur að tillögu um aðildarumsókn, eða hvað?

Það væri þá ljóta hræsnin.

Svala Jónsdóttir, 28.5.2009 kl. 14:57

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Enda komið á daginn Svala að varaformaður flokksins vil umsókn að ESB
STRAX, sbr nýbirt grein mín hér.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.5.2009 kl. 15:24

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

VG er sá flokkur sem lyktar verst, því þau hafa sagst vera á móti ESB aðild. Nú er farið að glymja öðru vísi í þeirri tunnu.

Hver sagði hvað við Steingrím? Hann hlýtur að vita eitthvað sem hann vissi ekki fyrir kosningar. Eða hvað?

Villi Asgeirsson, 28.5.2009 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband