Sjálfstæðisflokkurinn bregst í icesave / Þörf á þjóðlegum flokki !!!


   Allt útlit er nú fyrir að icesave nái fram  að  ganga   með
skelfilegum efnahagslegum afleiðingum  fyrir íslenzka þjóð,
næstu áratugi. Þótt fyrirvarar hafa verið gerðir segir það
allt um stórgalla þeirra, að þeir skuli rúmast INNAN hins
illræmda icesavesamnings. Annars hefðu þeir ekki  verið
samþykktir af ríkisstjórninni. Alvarlegustu gallar fyrirvaranna
eru þeir að þeir taka hvergi nógu skýrt á lagahlið málsins, því
skv ESB-lögum og reglum bera íslenzkir skattgreiðendur ENGA
SKYLDU TIL að greiða fyrir icesaveklúður hinna einkavæddu
banka. Á þeim forsendum hvað þessa lagalegu hlið snertir
hafnaði Framsóknarflokkurinn fyrirvörunum, og á hann mikið
hrós skilið fyrir það. 

    Það er hins vegar sorglegt ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar
gjörsamlega að bregðast í þessu stóra hagsmunamáli þjóð-
arinnar, og samþykkja icesave með svokölluðum fyrirvörum,
sem breyta icesave ekki í raun. Þetta er þá í annað skiptið
sem Sjálfstæðisflokkurinn bregst í stórpólitísku hitamáli, sbr.
umsóknin að ESB. En þar sat m.a vara-formaður hans hjá
við afgreiðslu þess, enda stuðningsmaður aðildar að ESB.

   Fyrir ÞJÓÐLEGA SINNAÐA BORGARALEGA kjósendur hlýtur
þetta að vera bæði í senn áhyggjuefni og umhugsunarefni.
Að á Alþingi Íslendinga skuli ekki vera til staðar ÞJÓÐLEGT
BORGARALEGT AFL til að standa í lappirnar þegar kemur að
því að VERJA SJÁLFSTÆÐI og ÞJÓÐARHAGSMUNI íslenzkrar
þjóðar. - Því er hér ENN og AFTUR kallað eftir slíkum flokki!

    ÞjÓÐLEGI FRELSISFLOKKUR, -  HVENÆR KEMUR ÞÚ?

      www.zumann.blog.is


mbl.is Hagvöxtur stýri greiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Hvað finnst þér um svona lýðskrum.?     

,,Þór Saari þingmaður Borgarahreyfingarinnar segir að mikilvægir efnahagslegir fyrirvarar hafi náðst fram, meðal annars verði greiðslur miðaðar við hagvöxt en ekki landsframleiðslu auk þess sem dregið hafi verið úr gengisáhættu. Með þessum breytingum sé tryggt að lífskjör Íslendinga skerðist ekki vegna þessara skuldbindinga."

                                                    

Rauða Ljónið, 15.8.2009 kl. 13:53

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Bara þetta er enn eitt lýðskrumið í viðbót í þessu viðbjóðslega máli. Og
svo ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að fara að taka þátt í því, sem er mjög
sorglegt, og sýnir þörfina að stokka ÆRLEGA upp í íslenzkum stjórnmálum
á mið/hægri-kantinum!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.8.2009 kl. 14:02

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Guðmundur, nú skil ég loksins þennan RAMMA sem Steingrímur J. Sigfússon var alltaf að fjasa um. RAMMINN er Icesave-samningurinn !

Eins og þú bendir á, þá rúmast fyrirvararnir innan Icesave-Rammans og þar með verður samningurinn í raun samþykktur af Alþingi. Að þetta hlýtur að vera svona, sjáum við af samþykki Bretanna sem Sossarnir hafa verið í stöðugu sambandi við.

Allt varð vitlaust þegar upplýsingar leku úr Fjárlaganefnd og almenningur fekk að vita um hvað fyrirvararnir snérust. Hins vegar hafa Bretar fengið fréttir reglulega af störfum nefndarinnar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.8.2009 kl. 14:33

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Óskar heldur uppi vörnum fyrir mistök Icesave-stjórnarinnar, en hann ætti ekki að halda fram að Sossarnir séu "vitibornir menn". Allir "vitibornir menn" vita, að ríkissjóði ber ekki að greiða Icesave-reikninginn, vegna þess að Evrópusambandið sjálft bannar það.

Er ekki óþolandi þegar Sossa-lúðar koma fram og heimta að VIÐ greiðum skuldir annara, skuldir sem okkur er bannað að greiða ? Þar að auki eru þessir Sossar í þeirri aðstöðu að þurfa ekkert að greiða sjálfir. Sjáið bara Jón Baldvin og Bryndísi sem hrópa hátt um að VIÐ verðum að borga. Þau eru búin að koma sínum fjármunum úr landi og raunar flutt til Spánar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.8.2009 kl. 14:43

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Lögspekingurinn Sigurð Líndal hefur að undanförnu ritað um geðslag þeirra manna sem taka upp vopn gegn þjóð sinni. Í þeim hópi eru Sossarnir: Jón Baldvin Hannibalsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson. Í Fréttablaðinu 13.ágúst 2009, ritaði Sigurður meðal annars:

Í grein í Morgunblaðinu 7. júlí sl. fullyrti Jón Baldvin Hannibalsson að íslenzka ríkið bæri ábyrgð á lágmarksinnstæðutryggingu sem næmi 20.887 evrum án nokkurrar viðhlítandi tilvísunar í lög eða þjóðréttarsamninga. Í greinarkorni í Fréttablaðinu bað ég Jón að nefna lagastaði fullyrðingu sinni til stuðnings. Það hefur hann ekki gert þótt nú sé mánuður liðinn. Af því verður ekki dregin önnur ályktun en sú, að hann hafi farið með staðlausa stafi.

Þá fullyrti hann (Jón Baldvin) að ekki fyndist neinn lögfræðingur utan landsteina sem tæki mark á "heimatilbúinni" skýringu nokkurra íslenzkra lögfræðinga um að ábyrgð væri takmörkuð við "tóman" tryggingasjóð. Það er nú reyndar rangt að tryggingasjóður hafi verið "tómur", en látum það liggja milli hluta.

Um hina heimatilbúnu skýringu sem enginn lögfræðingur utan landsteinanna taki mark á verður Jón Baldvin að sætta sig við að undir hana hafa tekið brezku lögmannsstofurnar Miscon de Reya og Lowell í London og belgíska lögmannsstofan Schiödt í Brussel, svo að enn bætast ósannindi ofan á ósannindi. Til viðbótar stendur upp á hann að skýra hversvegna Bretar og Hollendingar hafna allri dómsmeðferð úr því að málstaður þeirra er jafn traustur og hann vill vera láta.

En hér er ekki látið staðar numið, heldur skulu allir Íslendingar, auk þungra fjárhagsbyrða, jafnframt úthrópaðir sem lögbrjótar, samningssvikarar og viðskiptaþrjótar sem menn ættu að varast samskipti við. Fáeinir gegnir menn hafa ýjað að þessu, en helzti talsmaðurinn er Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra. Hann styður þessi viðhorf af slíku kappi að hann skirrist ekki við að beita uppspuna og ósannindum til þess að koma boðskapnum á framfæri og villa þannig um fyrir öllum almenningi. Hvaða ályktanir á að draga af þessu?

Hér er auðvitað komið að kjarna málsins. Engin lög eða reglugerðir hins Evrópska efnahagssvæðis kveða á um skyldur aðildarríkja þess, að baktryggja innlána-trygginga-sjóði. Þvert á móti segir Tilskipun 94/19/EB skýrum stöfum að ríkisábyrgðir megi ekki veita. Þetta hefur síðan Seðlabanki Evrópu marg-sinnis staðfest.

Þetta ákvæði er í fullkomnu samræmi við samkeppnis-reglur ESB og venjulegar tryggingafræðilegar forsendur. Við megum ekki greiða þessar tryggingar og því ekkert undrunarefni, að Jón Baldvin skuli ekki geta bent á nein lög eða reglur til stuðnings fullyrðingum sínum.

Mér finnst hins vegar undrunarefni að Jón Baldvin skuli ekki hafa vit á að þegja, þegar allir landsmenn vita að hann er höfundur efnahagshrunsins. Sossarnir í Alþýðuflokknum stóðu fyrir inngöngu okkar í Evrópska efnahagssvæðið. Þar með var vörðuð leiðin að efnahagshruninu. Auk Jóns Baldvins, voru Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson í forustu Sossanna. Þau eru ennþá að sinna sínu uppáhalds áhugamáli - landráðum !

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.8.2009 kl. 16:30

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það að þessir svokölluðu fyrirvarar séu samþykktir af Samfylkingunni og
Steingrími J og RÚMIST INNAN icesave-samningsins SEGIR ALLT SEM SEGJA
ÞARF. Þeir eru HANDÓNÝTIR og HALDA EKKI VATNI, fyrst þessir aðilar geta sætt sig við þá!¨ Þess vegna Loftur minn er ég hrikalega vonsvikinn með Sjálfstæðisflokkinn ef hann ætlar að fara að aðstoða þessa HANDÓNÝTU, GJÖRSPILLTU og AND-ÞJÓÐLEGU vinstristjórn að koma þessum landráðasamningi í gegn.  BJARGA HENNAR PÓLITÍSKA LÍFI! Nú vantar hér
RÓTTÆKT ÞJÓÐLEGA SINNAÐ AFL til hægri til að segja HINGAÐ OG EKKI
LENGRA, og hvetja þjóðina til ALLSHERJAR UPPREISNAR. Þarna er verið
að KÚGA okkur til að greiða hluti sem OKKUR BER ALLS EKKI AÐ GREIÐA
SKV. sjálfu regluverki ESB.  Kúga okkur til að undirrita þjóðsvikasamning,
ígildi Versalasamnings í tíunda veldi.

Óskar þín uppgjafarskríf eru sorgleg, enda sósíaldemókrati eða þaðan
af verra. En þið sem ætlið að kúga alþýðu Íslands til að taka á sig
glæpi útrásarmafíósanna, og skapa henni eymd og fáttækt til næstu
áratuga, skulið láta ykkur hverfa. ENGINN mun trúa froðusnakki ykkar
hér eftir um velferð alþýðurnar og allt það vinstra bla bla bla ykkar.
ÆTTUÐ AÐ SKAMMAST YKKAR FYRIR ÞJÓÐSVIK YKKAR.   Þarna er
andskotans VINSTRIMENNSKUNNI BEST LÝST í þessu icesave-klúðri öllu.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.8.2009 kl. 16:50

7 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Loftur við vitum það að makkið með að loka Versalsamningunum var komið á lokastig í miðri viku aðeins eftir að fegra gjörninginn sem að menn gætu komið hnarreistir frá gerningnum sem bjargvættir og sómi Íslands svo er bara spurning hver sá sómi er.

Guðmundur Jónar auðvita vantar nýtt Borgaralegt afl.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 15.8.2009 kl. 18:02

8 Smámynd: Rauða Ljónið

Fyrir gefðu á að vara Guðmundur Jónas.

Rauða Ljónið, 15.8.2009 kl. 18:08

9 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála þér sem fyrr Guðmundur nema að ég vil sjá afl hér sem að skilur sig frá hinu borgaralega miðjumoði og fer að sinna Íslandi og Íslendingum og það afl held ég að finnist aldrei nema vel hægra megin við miðju.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 15.8.2009 kl. 22:57

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Meiriháttar sammála þér Jón. Þjóðlegt ,afl til hægri sbr nýju færslu mína"!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.8.2009 kl. 00:23

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Allt á réttri leið hér, félagar. Og einkar mikilvæg er umræðan á síðunni.

Loftur stingur aldeilis upp í þennan Icesave-sinna Óskar með innleggjum sínum. Þessi gein Sigurðar Líndal hefur alveg farið fram hjá mér þar til nú. Hann hefur greinilega tekið skýra og rétta afstöðu til tilskipunar-ákvæðisins. Frábært, því að hann er virtur vel.

Jón Valur Jensson, 16.8.2009 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband