Hægrisveiflan á eftir að ná til Íslands !


   Vert er að  óska Þjóðverjum til hamingju með fyrstu hægri
stjórnina í mörg ár. Sósíaldemókrötum er hent út fyrir hinum
þjóðlegu Frjálsu demókrötum, sem hafa m.a komið því í gegn
að Þjóðverjar munu óska eftir að öll bandarisk kjarnorkuvopn
verði fjarlægð af þýzkri grund. Segja má að sigur hægrimanna
í Þýzkalandi sé í samræmi við hina hægrisinnuðu þróun sem  á
sér nú stað í Evrópu.  Í kosningunum til Evrópuþingsins í sumar
unnu þjóðlegir hægriflokkar víða á, flokkar sem í eðli sínu eru
á móti Evrópusambandinu og öllu því sem það stendur fyrir.
Enda  olli sigur þessara flokka víða taugatitringi innan samband-
sins. Þá er allt útlit fyrir stórsigur breska Íhaldsflokksins í vor,
sem hefur uppi margar efasemdir um ESB og evru. Þá hefur
stuðningurinn við breska Þjóðarflokkinn stóraukist, einkum
eftir merkilegt viðtal við leiðtoga hans á BBC í síðustu viku.
Hægrimenn í Rússlandi standa sterkum fótum, og mikil hægri-
sveifla er í gangi í Austurríki, svo nokkur dæmi séu hér nefnd.

   Á Íslandi er þessu þveröfugt farið, því miður. Í stað sterkrar
þjóðlegrar borgaralegrar ríkisstjórnar, sítur íslenzk þjóð uppi
með alverstu ríkisstjórn frá upphafi. Vinstristjórn kommúnista
og krata. Stjórn sem situr á svikráðum við þjóðina sbr. icesave-
þjóðsvikasamningurinn og ESB-umsóknin, auk þess að standa
í vegi fyrir ýmsum stórverkefnum á sviði orkumála og nýtingu
auðlinda til að skapa hagvöxt á ný og bjarta ÍSLENZKA framtíð.

   Vonandi að hin and-þjóðlega vinstristjórn Jóhönnu Sigurðar-
dóttir verði komið sem fyrst frá. Í kjölfar þess yrðu þingkosningar,
þar sem þjóðleg borgaraleg öfl vinni stórsigur, Íslandi og íslenzk-
ri þjóð  til  heilla. Úrslit síðustu kosninga  var  tímaskekkja, sbr.
þróunin í Evrópu í   dag. Þróun  sem  á  eftir að  leiða til sigurs
þjóðfrelsis í Evrópu  á  kostnað  úreltra miðstýringahugmynda
Evrópusambandsins. Ríkjabandalags sem á eftir að líðast í
sundur eins og hin miðstýrðu Sovétríki sálugu gerðu.

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB! EKKERT IVESAVE NÉ AGS!

   www.zumann.blog.is
mbl.is Skattalækkanir í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Ég er samála þé Guðmundur í því að þetta er versta ríkisstjórn frá upphafi sem við sitjum nú uppi með og er algjör tímaskekkja en ég held í vonina að hægri sveiflan eigi eftir að ná hingað og við fáum þau þjóðlegu borgaralegu öfl sem við þurfum svo sannarlega á að halda. Vonin, hún getur af sér trú og trúin fullvissu. Það má bara ekki dragast lengi að breyting verði á því skaðinn eykst með hverjum deginum sem líður.

Þórólfur Ingvarsson, 25.10.2009 kl. 03:03

2 Smámynd: Björn Birgisson

Það er gríðarlega mikilvægt að fasistar í Evrópu nái að stilla saman sína strengi. Endilega haltu áfram að blogga. Oft var þörf, en nú er nauðsyn.

Björn Birgisson, 25.10.2009 kl. 03:15

3 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas, sem og þið aðrir, hér á síðu !

Þjóðverjum er nú nokkur vorkunn; að hafa verið frumkvöðlar Fjórða ríkis Nazistanna, á Brussel-Berlínar völlum, Guðmundur minn.

Ég tel; alveg burt séð frá, hægri - mið eða vinstri, að þeir gerðu bezt í því, að sundra þessu illa bákni (ESB), sem nokkrar íslenzkar kveifar hafa dregist til fylgis við, sem kunnugt er.

Það eru; Byltingarráð þjóðernissinnaðrar Alþýðu, sem eiga að vera framtíðarsýn stjórnarhátta, hér heima, sem víðar um veröld - ekki; feyskin og morknuð og spillt þing, hvítflibba og blúndukerlinga, piltar.

Þórólfur og Björn !

Í Guðanna bænum; hættið þessu borgaralega- og fasista hjali, hvar; Nazismi Brussel skrifræðisins, er helzti, sem fremsti óvinur íbúa Evrópu skagans litla, (út úr hinni miklu Asíu), sem og eyríkja þeirra, sem til álfunnar teljast, ágætu drengir, hafið þið ekki, eftir tekið.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 03:59

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Guðmundur: Einmitt, ríkisstjórn "kommúnista og krata", einmitt það, er það ekki. En sú della. Hvað geturðu nefnt mér marga kommúnista sem eru í ríkisstjórninni? Ég veit ekki um neinn. Því miður. Annað hvort veist þú ekkert um kommúnisma, veist ekkert um ríkisstjórnina eða ert að plata. Nema hvað eitt þarf ekki að útiloka annað.

Vésteinn Valgarðsson, 25.10.2009 kl. 10:32

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Þórólfur og Óskar.

Björn. Alveg stórfurðulegur málflutningur hjá þér að segja alla fasista sem
vilja standa vörð um land sitt og þjóð. Var Jón Sigurðsson forseti fasisti?
Endemis vinstrabull er þetta Björn!

Í mínum huga Vésteinn eru allir ráðherrar VG kommúnistar í sínu hjarta,
þótt þeir hafi breytt um ótal nafngiftir gegnum áratugina. Alla vega er
allur málflutningur þeirra þannig, and-þjóðlegur og vilja halda þjóðinni
í fátækt og eymd, sbr icesave og andstaða gegn atvinnulegri uppbyggingu.
Já bara SANNKALLAÐIR KOMMÚNISTYAR Vésteinn! Hreint út sagt!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.10.2009 kl. 14:31

6 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Takk fyrir að staðfesta það sem ég skrifaði: Annað hvort veistu ekkert um kommúnista eða þu veist ekkert um VG, nema hvort tveggja sé.

Vésteinn Valgarðsson, 25.10.2009 kl. 23:35

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Veit meiriháttar ALLT um kommúnista og VG Vésteinn. Allt sama tóbakið!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.10.2009 kl. 00:13

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hvaða öfl eru það sem mundu vinna stórsigur?  Guðmundur. Sbr.

Í kjölfar þess yrðu þingkosningar,
þar sem þjóðleg borgaraleg öfl vinni stórsigur

Sé ekki hvaða flokkar það eru hér á landi. Síðan hafa hægri stjórnir verið við völd oft innan flestra ESB ríkja án þess að það hafi haft nokkra beytingu í för með sér gagnvart ESB. Bendi þér t.d. á að Íhaldsmenn voru við völd í meira en 10 ár samfellt í Bretlandi. Þannig að sé ekki alveg hverju það á breyta fyrir ESB?

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.10.2009 kl. 00:36

9 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þú hjakkar í sama farinu, Guðmundur, veist greinilega ekkert um hvað þú talar.

Vésteinn Valgarðsson, 26.10.2009 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband