Stjórnarandstaðan hvetji og mæti ÖLL til mótmæla um Icesave 21 nóv


     Fjöldi manns hafa staðfest mætingu í mótmæli gegn Icesave
á Austurvelli næstkomandi laugardag. Vert er að skora á alla 
stjórnnarandstöðuna,  Sjálfstæðis-  og Framsóknarflokk  auk 
Hreyfingar og öll þjóðleg öfl að hvetja sem flesta af stuðnings-
fólki sínu til að mæta. Og ekki bara til mótmæla á Austurvelli,
heldur um  land  allt.  Því  í næstu viku hyggjast þjóðsvikaöflin
á Alþingi Íslendinga keyra  þjóðsvikasamninginn um Icesave
gegnum Alþingi, gegn stórum meirihluta þjóðarinnar. Enda
samingurinn  einn  alversti  kúgunarsamningur  sem nokkur
önnur þjóð hefur þurft að undirgangast í milliríkjasamskiptum,
og er þá hinna illræmdi Versalasamningur frá 1919 ekki undan-
skilin.

   Þá er SÉRSTAKLEGA ástæða til að hvetja alla félagsmenn
í Heimssýn, samtökum sjálfstæðissinna í  Evrópumálum  til að
mæta með sínum nýkjörna formanni. En hinn nýkjörni formaður
Heimssýnar, Ásmundi Einar Daðason, sagði á Alþingi  Íslendinga,
að KLÁR  OG  HREIN TENGSL væru á milli Icesave og ESB. Sem er
hárrétt. Í ljósi þessara ummæla hlýtur þjóðin að eiga góðan hauk
í horni í Ásmundi þegar atkvæðagreiðslan um Icesave fer fram. 
Eða hvað?

   RÍSUM UPP GEGN ÞJÓÐSVIKURUNUM OG ERLENDUM KÚGURUM!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB NÉ SCHENGEN! EKKERT ICESAVE NÉ AGS!

   www.fullvalda.is
   www.frjálstisland.is
mbl.is Icesave mótmælt á laugardaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála Guðmundur.

Við borgum ekki skuldir einkabanka í Evrópska efnahagsumhverfinu sem hrundu árið 2009, það er Evrópusambandsins að taka á annmörkum eigin regluverks, ekki íslensku þjóðarinnar.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.11.2009 kl. 01:39

2 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Mínir skattpeningar munu aldeilis ekki fara í það að borga fyrir áhættufjárfestingar Breta og Hollendinga.

Við sjáumst á laugardaginn og fjölmennum!

mbk

Halldóra Hjaltadóttir, 20.11.2009 kl. 01:57

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Varðandi tenginguna síðan við Icesave-málið er hér talað mikið um að Evrópusambandið, Bretar og Hollendingar hafi farið illa með Íslendinga. Já, þau hafa ekki verið okkur hjálpleg í þessum atriðum en gleymum því ekki að Íslendingar bera ábyrgð á Icesave-skuldbindingunum. Það eru Íslendingar sem fóru út í heim, stofnuðu til þessara reikninga og settu þessar skuldir á okkar herðar. Eigum við ekki að taka á þeim?

Ég er Íslendingur sem fór ekki út í heim til að stofna reikninga. Hinvegar fylgdu mín laun töxtum og mitt lán var með veði í minni fasteign. Með tengingu við bólgu vístölu og falska gengisskráningu.

Almenningur heiðarlegir Íslendingar sem sumir telja ekki með,  hafa ekkert vit á gjaldeyrisbraski og voru vanir að treyst orðum ráðamanna sér í lagi hvað varðar stöðuleika.

Mikill minnihluti landsmanna var í klíkunni og meirihlutinn fylgdist með í gegnum fjölmiðla. Alla vega 70%. 

Íslendingar sem eru greinalega á launskrá hjá Bretum eða EU eiga ekki að sitja á þingi að mínu mati.

Ég hef ekki gefið mitt umboð til að greiða skuldir óreiðumanna og ég geri engan greinarmun á þjóðerni hvað það varðar. Ég vil fá leiðréttingu á mitt lán.

Júlíus Björnsson, 20.11.2009 kl. 04:43

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Júlíus sem betur fer ræður þú ekki eða þitt álit. Bendi þér á að það þjóðin sem kýs fólk á Þing. Og sem betur fer er enn leyft hér á landi að fólk hafi ólíkar skoaðanir.  Og það er engin á launum frá ESB! Blessaður hættu svona kjaftæði. Og hvað kemur þitt lán Icesave við? Sé ekki neitt samhengi í þessari færslu þinni.

Árni Þór var bara að benda á að það voru Íslenskir eigendur og starfsmenn Landsbankans sem fóru erlendis og stofnuðu þessi útibú. Það voru ekki Bretar og Hollendingar sem gerðu það. Annað sagði hann nú ekki. En menn láta alltaf eins og Bretar og Hollendingar hafi neytt bankana til að stofna þarna útibúi.

Og það er sama hvort menn eru með eða á móti að Íslendingar eigi að borga Icesave þá voru það samt Íslenskir aðilar sem stofnuðu Icesave skrímsli og m.a. lánuðu síðan þessa peninga hér á landi. Þess vegna héldur þessir vitleysingar að þeir gætu grætt á þessu. Vextir hér á landi voru svo háir að þeir töldu að þeir gætu ávaxtað þetta hér og greitt Bretum og Hollendingum hærri vexti en markaðurinn þar bauð.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.11.2009 kl. 11:18

5 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas - og þið önnur, hér á síðu !

Magnús Helgi !

Röksemdafærzla þín; er gjörsamlega út í hött.

Fjárfesti ég; hér innanlands - eða þá; utan, og illa fer, get ég ekki, með nokkru móti gert þig meðábyrgan, í því tjóni; hvar, þú komst hvergi að málum, né skuldbatst þig, að nokkru leyti.

Far þú nú, að skoða mál, í víðara samhengi, Magnús Helgi !

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 12:24

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jú Óskar ef að ég  setur reglur og átt að hafa eftirlit með að peningar sem fyrirtæki þitt tók á móti ætti að vera tryggir! Þá er ég sem eftirlits aðili ábyrgur. Sbr. að endurskoðendur sem staðnir eru að því að skrifa upp á ranga ársreikinga vísvitandi væru ábyrgir.

Og í lögum um innistæðutryggingarsjóð stendur að innistæður upp að 20.880 evrur séu tryggaðar. Og það var ríkisins að sjá til þess að ef að sjóðurinn dyggði ekki að koma á frekar tryggingum. Enda líta allar þjóðir svo á sbr. að allar ríkisstjórnir hafa lýst því yfir í kjölfar hrunsins að þær ábyrgðust innistæður. A.m.k upp að vissu marki.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.11.2009 kl. 13:59

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þú setur hlutina í þitt þröngsýna samhengi Magnús. Hvað varðar leshæfi þarftu að taka þig á.

Tengja ekki saman málsgreinar í vitlausu samhengi og blanda ekki þínum fordómum inn í textann. Það ÁÞ sagði stendur hér fyrir ofan.

Íslendingur merkir fyrst og fremst hinn almenna Íslending.

Það er einmitt málið mitt lán kemur Icesave ekkert við.

UM fjárlæsi. Banki fær lánað til að lána.  Um 10% af innlánum bankanna komu frá Íslandi. UM 90% af innlánum bankans komu inn hér vegna " góðvildar" EU.  Skuld einkageirans við Íslenska sjálfsábyrga efnahagslögsögu er eitt mál og skuldin við EU sem heild er annað máli séð frá henni. Við erum ekki formleg innlimuð. Hinsvegar ef við værum innlimuð þá væri formlega um nokkuð fleiri glæpa eða deilu deila að ræða.  

Þessir vitleysingar sem þú nefnir eiga sér vissulega málsbætur því þeir lánuð það lánstraust sem EES eða Litla-Alþjóða samfélagið lánaði þeim.

Það kemur að sjálfsögðu ekki mín láni við. Í ljósi hærri vaxta hér áratugum saman.

Ég eins og flestir Íslendingar erum búin að láta miklu hærri upphæði í einkavinlánageirann [þann Íslenska] en við höfum fengið til baka. 

Hvað varar skoðana frelsi og ráðstjórn ættir þú Magnús minni  að ritskoða sjálfan þig.

Júlíus sem betur fer ræður þú ekki eða þitt álit. Bendi þér á að það þjóðin sem kýs fólk á Þing. Og sem betur fer er enn leyft hér á landi að fólk hafi ólíkar skoðanir.  Og það er engin á launum frá ESB! Blessaður hættu svona kjaftæði. Og hvað kemur þitt lán Icesave við? Sé ekki neitt samhengi í þessari færslu þinni.

Júlíus Björnsson, 20.11.2009 kl. 14:38

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hinsvegar ef við værum innlimuð þá væri formlega um nokkuð fleiri glæpi eða deilumál að ræða. 

Júlíus Björnsson, 20.11.2009 kl. 14:42

9 Smámynd: Benedikta E

Klukkan hvað ? verður mótmælafundurinn gegn Icesave á Austurvelli á laugardaginn 21.nóv. Er einhver sem veit það ?

Benedikta E, 20.11.2009 kl. 14:45

10 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Kl 12:00

mbk

Halldóra Hjaltadóttir, 20.11.2009 kl. 15:34

11 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk kæru bloggvinnir. Magnús. Þið kratarnir bera nánast alla sök hvernig
fór. Lugu upp á þjóðina hinn stórgallaða EES-samning, sem jafn örsmátt
hagkerfi og það íslenzka réði  engan veginn við. Brugðust svo gjörsamlega
allri eftirlitsskyldu ykkar, hafnandi banka- og viðskiptaráðuneyti ásamt sjálfu Fjármálaeftirlitinu á ykkar könnu. Beri svö ALLA ábyrgð á þessum glæpsamlega Icesave-þjóðsvikamáli. Tókuð málstað Breta og Hollendinga
gegn íslenzkum hagsmunum í ölli Icesave-ferlinu til að fá gott veður inn í
hið nýja Stórríkjasambandi Evrópu, ESB, þar sem ÍSLENZ TILVERA mun
endanlega ljúka, verði ykkur að ósk ykkar. Bara skil ekki í þér Magnús,
trúandi á þig sem skynsaman mann, að geta stutt þessi and-þjóðlegu
niðurrífsöfl, sem nú ráða ríkjum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.11.2009 kl. 17:42

12 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Guðmundur. Það stendur upp á mig núna að hæla þér fyrir þessa færslu og að þjappa andstæðingum ESB og Icesave saman til samstöðu. Ekki er ég alveg sammála með EES nema að því leyti að við sváfum yfir okkur á þeirri vakt og ég efast um að stjórnendur hafi áttað sig á því að ábyrgð yrði klínt á ríkið til að bjarga gölluðu regluverki EES/ESB. Takk fyrir þennan pistil. kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.11.2009 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband