Jón Bjarnason! Hættu þessu bulli!


     Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
heldur áfram að bulla í útlöndum um andstöðu sína við ESB.
Því þetta er maður í flokki sem styður sjálfa umsóknina að
ESB. Þetta er þingmaður flokks sem styður umsóknina að
ESB. Og þetta er meir að segja ráðherra í ríkisstjórn sem
styður  umsóknina  að  ESB. Og  þetta  er maðurinn, þing-
fulltrúinn og ráðherrann Jón Bjarnason,  sem ætlar  auk
alls þessa að styðja heilshugar  sjálfan inngöngumiðann
að  ESB, icesave-þjóðsvikasamninginn  og  skuldadráps-
klyfjarnar  sem  honum fylgja  til  næstu áratuga. ALLT
VEGNA UMSÓKNAR ÍSLANDS AÐ ESB.
 
    Já. Hræsni hinna and-þjóðlegu og afturhaldssömu kommú-
nista í  Vinstri grænum  í Evrópumálum  er  YFIRGENGILEG!
Og kominn tími  til  að þjóðin  fari  að  átta sig á hræsni og
blekkingum þeirra. - Næsta sjónarspil blekkinga kommúnist-
anna í VG verður svo væntanlega það þegar þingmaður VG
og formaður sjálfrar Heimssýnar,  Ásmundur Einar Daðason 
greiði hinum dýrkeypta inngöngumiða að ESB, icesave,
atkvæði sitt á Alþingi Íslendinga næstu daga. Sem myndi
þá verða toppur hræsni Vinstri Grænna í Evrópumálum.
Og yrði þess valdandi að margir innan Heimssýnar myndu
tilkynna úrsögn,  þ.á.m. sá sem þetta skrifar, meðan slíkur
kommúnisti væri þar í forystu.

   Vinstri grænir urðu lykill Samfylkingarinnar að umsókn Ís-
lands að ESB ! Enda enginn munur á kommúniskum krata
eða sósíaldemókratiskum komma þegar kemur að þjóðlegum
gildum og viðhorfum.

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB NÉ SCHENGEN! EKKERT ICESAVE NÉ AGS!

    www.fullvalda.is
    www.frjalstisland.is
mbl.is Betur sett utan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Rétt þetta Guðmundur berja á þeim sem eru á móti aðild að ESB! Þú er þarfur þjónn okkar sem viljum nánari samvinnu með Evrópuþjóðum

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.11.2009 kl. 00:54

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Jón Bjarnason og allt hans kommúníska lið eru meiriháttar
skósveinar ykkar krata í Evrópumálum, eins og ég hef rakið hér lið fyrir
lið, og og í Morgunblaðsgrein minni í gær. Þannig. Skil ekki þitt innlegg
hér Magnús minn!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.11.2009 kl. 01:09

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Innilega sammála Guðmundur eins og oft áður.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.11.2009 kl. 01:10

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Samvinna hráefni í stað EU lágvöru.

GDP 1990 til 2007 Heildarþjóðartekjur jukust á regluverkstímabilinu 6,53%

PPP tekjur á Íslending jukust um 5,49%  á regluverkstímabilinu. Fólk var flutt inn til að minnka verðmæti á einstakling.

Aukningin miðast við Dollar og á Ísland var lítil í samburði við aðrar þjóðir og Dollar hefur líka rýnað.

Júlíus Björnsson, 27.11.2009 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband