Hið vinstrisinnaða afturhald sigraði í Framsókn


   Kjör  Einars  Skulasonar sem leiðtoga Framsóknar í
borgarstjórnarkosningunum í vor, er  sigur  hins vinstri-
sinnaða og afturhaldssama R-lista hóps innan flokksins
í Reykjavík. Ljóst er að þessi niðurstaða mun stórskaða
þá uppbyggingu  og  endurreisn, sem  flokkurinn hefur
ástundað undir farsælli forystu Óskars Bergssonar, eftir
að flokkurinn  sagði  skilið  við  hræðslubandalag vinstri-
manna, R-listann, sem var að því komið að þurrka Fram-
sókn út í sjálfri höfuðborginni. - Sú útrýmingarferð virðist
nú í uppsiglingu. Undir forystu Einars Skúlasonar.
 

 
mbl.is Einar sigraði Óskar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er þín túlkun á stöðu mála, ekki endilega sú rétta. Óskar lifði við vafasöm tengsl við Eykt, það var einn liðurinn í því að fella hann. Mitt mat, þetta voru góð úrslit og leggur grunninn að heiðarlegum vinnubrögðum í framtíðinni innan borgarstjórnar í Reykjavík.

Þórður Þ. Sigurjónsson (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 13:51

2 Smámynd: Andspilling

Eitthvað hlýtur framsókn að vera að gera rétt fyrst þú ferð að grenja fyrir hönd auðvaldsins við þessa niðurstöðu.

Andspilling, 28.11.2009 kl. 15:43

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Fyrst málsvari öfga-vinstrimanna hér á Moggabloggi, Andspilling, hefur þessi ummæli um skrif mín hér, hljóta þau að vera hárrétt. Betri meðmæli er var hægt að búast við hér.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.11.2009 kl. 16:04

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Og talandi um auðvald. Hvaða fyrirbæri á Íslandi sleikir ekki rassgat
útrásarmafíuósa-auðvaldsins en einmitt hin hreinræktaða vinstristjórn,
Icesavestjórn komma og krata. Sem ætlar að láta okkur alþýðuna borga
skuldahala útrásarauðvaldsins, sem við berum ENGA ÁBYRÐ Á! Ekki er
það Framsókn eða íhaldið!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.11.2009 kl. 16:08

5 Smámynd: Umrenningur

Sæll Guðmundur.

Ég vissi ekki betur en að Þór Jóhannesson kratavinur (thj41,blog.is) hefði lýst því yfir að hann væri hættur á blog.is en hann virðist upprisinn undir nýju notendanafni, honum hefur líklega leiðst greyinu að geta ekki spillt vitrænum umræðum lengur.

Íslandi allt

Umrenningur, 28.11.2009 kl. 18:03

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Íslandi allt! Göngum frá Icesave og komum okkur í samstarf Evrópuþjóða!

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.11.2009 kl. 18:49

7 Smámynd: Umrenningur

Magnús.

Við erum í príðilegu samstarfi við flestar Evrópuþjóðir, höfum ágætis viðskiptasamninga við Evrópuþjóðir en það eru fleiri þjóðir í veröldinni en 27. Kína t.d. bíður eftir að geta klárað viðskiptasamning við Ísland. Ætlast þú til að við innlimum okkur í þeirra ríki? Nú ef við horfum til sambandsríkja þá má spurja sömu spurningar varðandi t.d. Indland eða Brasilíu? Nei auðvitað ekki, en af hverju í ósköpunum ættum við að innlima okkur í ESB? Og að sjálfsögðu eigum við að ganga frá icesave samningnum þ.e. eftir að hafa skilað honum ósamþykktum heim til breta og hollendinga, síðan á að henda ags úr landi og taka upp stjórn hér á okkar forsendum en ekki erlendum, það hefur gefist illa í gegn um aldirnar.

Íslandi allt

Umrenningur, 28.11.2009 kl. 19:35

8 Smámynd: Jens Guð

  Ég veit ekkert um Einar.  En margt um Óskar Bergsson.  Skemmst er að minnast er hann sat sem hagsmunagæslumaður fyrir Faxaflóahafnir með 400 þúsund kall á mánuði fyrir 15 klukkustunda fundi á viku með formanni framkvæmdasviðs Reykjavíkur og varaformanni skipulagsráðs.

  Formaður framkvæmdaráðs var Óskar Bergsson.  Varaformaður skipulagsráðs var Óskar Bergsson.  Sá hinn sami þáði einnig um 400 þúsund kall fyrir setu sem varaborgarfulltrúi og formaður framkvæmdaráðs.

  Óskar hefur ekki viljað gefa upp fjárstuðning Eyktar við prófkjör sitt.  En hann hefur tekið tilboði Eyktar fram yfir hagstæðara tilboð frá öðrum á vegum borgarinnar.

  Annað eftir því.

Jens Guð, 29.11.2009 kl. 03:53

9 identicon

Hvernig  er  það.  Eru  ekki  undarlegar  fléttur  hérna?

 

Árið  2006  flugu  sögur  um  að  viss  aðili  sem  er  þarna  á  listanum  hafi  verið  potturinn  og  pannan  í  kosningasmölun  Framsóknar  á  útlendingum  og  talað  um  heilu  rúturnar,  og  þeim umbunað  vel  fyrir.   Sagt  var  að  náunginn  hefði  helst  viljað  fylgja  útlendingunum  inn  í  kjörklefann.   Mér  vitanlega  urðu  aldrei  réttarhöld  út  af  þessu  máli  og  það  þaggað  niður.

 

Var  ekki  Einar  forstjóri  Alþjóðahússins  ekki  fyrir  löngu?

Greinilega  vanir  byltingarmenn  þarna  á  ferðinni.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband