Svisslendingar stemma stigu við íslam


   Svisslendingar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær
bann við að reisa bænaturna við moskur múslima í landinu.
57% studdu bannið, þvert á skoðanakannanir, og vilja ríkis-
stjórnar Sviss.  Fjölmennasti stjórnmálaflokkurinn, Sviss-
neski  Þjóðarflokkurinn, knúði  fram  atkvæðagreiðsluna.
Oskar Freysinger, þingmaður flokksins, segir að bannið
sé nauðsynlegt til að stöðva útbreiðslu  herskárrar  ís-
lamstrúar  í  Vestur  Evrópu. Hún samræmist til dæmis
ekki lýðræðinu, sem iðkað er í Sviss.

   Vert er að taka fram að Sviss er frjálst og fullvalda ríki
utan ESB. - Nánast   útilokað  er að  Brussel  myndi
leyfa ríkjum ESB að efna til slíkrar þjóðaratkvæðagreið-
slu, og allra  síst  eftir að  Stór-múslimaríkið  Tyrkland
hefur gerst þar aðili.  Engu  að  síður  munu  átök  milli
vestrænna gilda og  íslamskra öfgaviðhorfa  fara vaxandi 
í  framtíðinni í Evrópu. Stórir sigrar þjóðlegra hægriflokka
til Evrópuþingsins í sumar gefa sterkar vísbendingar til
þess. Upphafið af  endalokum Evrópusambandsins!!!

  www.fullvalda.is
  www.frjalstisland.is
              
mbl.is Svisslendingar vilja ekki fleiri bænaturna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda þér á að það eru 400 þúsund múslimar í Sviss. Og þeir hafa nú þegar bænaturna! Og að þetta vara bara atkvæðagreiðsla um byggingu bænaturna.

Um það bil 400 þúsund múslimar eru í Sviss, flestir frá fyrrverandi ríkjum Júgóslavíu. Í landinu eru um það bil eitt hundrað moskur. Bænaturn er einungis við fjórar þeirra. Frá turnunum eru múslimar kallaðir til bæna.

Í Sviss koma lög um hávaða á almannafæri hins vegar í veg fyrir að þeir séu notaðir. Svissneska stjórnin hafði mælst til þess að kjósendur greiddu atkvæði gegn því að bannað yrði að reisa bænaturna af ótta við að samskiptin við íslömsk ríki versnuðu ef málið yrði samþykkt. (www.ruv.i)

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.11.2009 kl. 13:46

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bendi þér líka að frakkar hafa banað slæður fyrir andlitum í skólum og öðrum trúarsiðum Múslima. Og Frakkar eru frjálst og fullvalda ríki í ESB

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.11.2009 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband