Þekkir forsætisráðherra ekki Lissabonsáttmálann ?


   Í áramótaræðu forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttir, hvatti
hún til að sameign þjóðarinnar á helstu auðlindum, vatni og fiski,
verði tryggð í stjórnarskrá. Þetta segir sú manneskja sem á sama
tíma berst fyrir því  að Ísland  gangi í  Stórríkjabandalag Evrópu,
ESB.  En  þar víkja  ALLAR  stjórnarskrár aðildarríkja fyrir  hinni
YFIRÞJÓÐLEGRI stjórnarskrá ESB, sem grundvallast á hinum
nýsamþykkta Lissabonsáttmála. Þannig að ef Ísland gengur í
ESB, víkur íslenzk stjórnarskrá fyrir stjórnarskrá sambandsins.
Ekki síst í auðlindamálum, en framtíðaráform ESB er að hafa
yfirstjórn auðlinda sambandsins undir sinni könnu.

   Forsætisráðherra var því  í áramótaávarpi sínu annað hvort
að blekkja þjóðina eða opinbera vankunnáttu sína á sjálfum
grunnstoðum ESB, Lissabonsáttmálanum. Sem hvort tveggja
er mjög alvarlegt mál!

  ÁFRAM ÍSLAND. EKKI ESB né SCHENGEN. EKKERT ICESAVE né AGS!

  www.fullvalda.is
  www.frjalstisland.is
mbl.is Krefjumst ábyrgra fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hún gerir allt til að ganga inn í ESB icesave er eitt af því.

Sigurður Haraldsson, 4.1.2010 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband