Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Þjóðlegt borgaralegt afl eina svarið


   Friðrik Sophusson fyrrv. varaformaður Sjálfstæðisflokksins
segist vilja aðildarvirðræður við ESB þvert á núverandi stefnu
flokksins í Evrópumálum. Jón Magnússon þingflokksformaður
Frjálslyndra segist vilja aðildarviðræður eins og Friðrik þvert á
núverandi stefnu Frjálslyndra í Evrópumálum. Valgerður Sverris-
dóttir formaður Framsóknar vill aðild að ESB þótt Framsókn
hafi formlega ekki ákveðið það.

  Ljóst er að mjög alvarlegur klofningur hefur myndast um
Evrópumál í íslenzkum stjórnmálum, þvert á flokka. Á mið/
hægri kantinum virðist þessi ágreiningur vera orðin mjög
alvarlegur og fara stöðugt vaxandi. Hér takast á tveir hóp-
ar. Ósættanlegt haf og djúp er á milli þeirra og hörð átök.
Ekki verður annað séð en að flokkar klofni meir og minna
út af þessu eina stærsta pólitíska hitamáli í sögu lýðveldi-
sins.

  Það er ekkert eins niðurdrepandi en hörð pólitísk innan-
flokksátök um grundvallarmál. Þjóðlega sinnað fólk á mjög
erfitt með að starfa innan flokka þar sem hópar eru tilbúnir 
til að fórna fullveldi og sjálfstæði íslenzkrar þjóðar, og yfirráð-
um  hennar yfir mikilvægustu auðlindum, fyrir ímyndaðan hag
í því að ganga erlendu valdi á hönd.

  Mikil uppstokkun er óumflýjanleg í íslenzku samfélagi í
dag. Ekki síst í stjórnmálum. Stórt og sterkt þjóðlegt borg-
aralegt afl verður vonandi ávöxtur slíkrar uppstokkunar.
Og þótt fyrr hefði verið!

 


Frjálslyndum ekki treystandi í Evrópumálum !


   Á heimasíðu Jóns Magnússonar FORMANNS ÞINGFLOKKS
Frjálslyndaflokksins hrósar hann Friðriki Sophussyni fyrrv.
varaformanni Sjálfstæðisflokksins fyrir að vilja aðildarvið-
ræður að ESB. Yfirlýsing Jóns vekur miklu meiri athygli en
yfirlýsing Friðriks. Friðrik er bara óbreyttur flokksmaður út
í bæ en Jón er ÞINGFLOKKSFORMAÐUR.  Hann talar því í
nafni flokksins eða hvað? Ef svo er, þá er það ekki í sam-
ræmi við núverandi stefnu flokksins. Eða er að vænta
stefnubreytingar Frjálslyndra í Evrópumálum á næstunni?

  Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hversu flokk-
arnir á mið/hægri kanti  íslenzkra stjórnmála eru orðnir
alvarlega klofnir í Evrópumálum. Frá sjónarhóli þeirra
sem eru andvígir aðild Íslands að ESB eru þeim ekki
treystandi lengur. - Þjóðlegt borgaralegt afl er því eina
svarið!
mbl.is Þjóðin fái að kjósa um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bubbi kóngur boðar byltingu


    Skrif Bubba Morthens í Mbl. í dag eru makalaus. Segir
byltingu og blóðug átök í loftinu ef ekki verði gengið  að
hinum og þessum kröfum sem hann tilgreinir. Ein þeirra
og sú alvarlegasta er að Íslendingar afsali sér fullveldinu
og sjálfstæðinu og gangi Brusselvaldinu á hönd. Ef það
er sú bylting sem á að bjarga þjóðinni þá er Bubbi held-
ur betur á villugötum.  - Ætti að skammast sín fyrir svona
rakalaus æsingaskrif. - Því honum má ljóst vera að EF  á
að gera byltingu til að færa íslenzku þjóðina yfir erlent
vald, munu þjóðleg öfl koma í veg fyrir það.  Slíkt verður
ALDREI látið viðgangast!

  Æsingaskrif eins og bitust í Mbl í dag eftir Bubba er honum
til mikillar skammar. Og ekki til þess fallin að sameina þjóðina
á erfum tímum. -  Uppgangur vinstri/öfgamanna, anarkista
og þeirra sem vilja koma þjóðinni undir erlent vald er áhyggju-
efni. - En um leið áskorun til allra þjóðlegra  afla  að standa
vaktina. 

Verður ESB-fána flaggað 1 des ?


   Svokölluð Borgarahreyfing boðar til svokallaðs þjóðfundar
á Arnarhóli fullveldisdaginn 1 des. Hreyfing þessi er sögð
regnhlífarsamtök þeirra hópa og einstaklinga sem haft hafa
sig í frammi að undanförnu. Boðað er til þessa fundar vegna
90 ára afmælis fullveldis á Íslandi. 

  Vissulega er lang stærsti hluti þess  hóps sem mótmælt hefur
að undanförnu friðsamt og sóma fólk. Hinu er ekki að leyna að
innan þessa hóps hafa leynst  svartir sauðir, sem hafa komið
óorði á mótmælin. Alþingishúsið er grýtt, frelsisstytta af Jóni
Sigurðssyni vanvirt, áhlaup gert á lögreglustöð, og einn frum-
mælanda hótar byltingu. Og til að kóróna ósómann ver einn
af þingmönnum hinna vinstrisinnuðu róttæklina lögleysuna
og árásina á lögreglustöðina. - Þarna er á ferð fámennur
hópur öfga-vinstrimanna og annara anarkista sem bersýni-
lega ætla að nýta sér hið ótrygga efnahagsástand og skapa
hér ótta og upplausn. Stjórnleysi!

  Á mótmælafundum þessum að undanförnu hafa verið uppi
kröfuspjöld, sem ekkert er við að athuga. Hins vegar hafa
ESB-sinnar reynt að vekja athygli á sinum and-þjóðlega mál-
stað á þessum fundum  og haldið á lofti ESB-fánanum. Verður
honum flaggað á þessum ,,þjóðfundi" 1 des n.k? Á fullveldis-
degi Íslendinga? Og þá í umboði hinnar svokölluðu Borgara-
hreyfingar ?  Því hún hlýtur að bera ábyrgð á öllum regnhlífa-
samtökum sínum.!  Eða hvað?

  Það kemur í ljós á fullveldisdaginn, 1 des !     
mbl.is Íslendingar boðaðir á þjóðfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forseti ASÍ segi af sér !


   Forset ÁSÍ, Gylfi Arnbjörnsson, krefst þess að tveir ráðherrar
segi af sér. En hvað með hann sjálfan? Enginn hefur misnotað
ASÍ jafn meiriháttar í pólitískum tilgangi og  einmitt forseti ASÍ.
Hvað hefur hann  með  að  gera  hvernig ríkisstjórn Íslands  er
skipuð? Og hvern fjandann hefur hann með það að gera hvernig
gjaldmiðil þjóðin notar? Og hvers vegna í ósköpunum er hann að
skipta sér af utanríkismálum  Íslands  ? Aðild Íslands að ESB er
ekki á hendi ASÍ.  Enda myndi slík aðild stórskaða íslenzka laun-
þega. 

  Gylfi Arnbjörnsson á því að segja af sér sem forseti ASÍ.  Sá
sem misnotar slík fjöldasamtök ólíkra skoðana og hagsmuna
hefur gjörsamlega brugðist hlutverki sínu. 

  Hann á því að segja af sér og það strax!
mbl.is Undrandi á forseta ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myntsamstarf við Norðmenn ef flot á krónu mistekst !


   Allar líkur eru á að krónan verði sett á flot eftir helgi. Gríðarlegir
hagsmunir eru í veði að styrking hennar verði sem fyrst og að
gengið komist í eðlilegt horf. Mjög  fljótlega  á  að koma í ljós
hvort það takist. Ekki kemur hins vegar til greina að  bíða of
lengi, því bæði fólk og fyrirtæki bíður meiriháttar gjaldþrot mis-
takist það. Þá  kemur heldur ekki til greina að eyða  dýrmætum
gjaldeyri í að verja vonlausa stöðu.  Nógu samt höfum við tapað
Íslendingar.

   Tillaga Frjálslynda ber því að skoða jákvætt um myntsamstarf
við Norðmenn. Upptaka evru er hins vegar algjört rugl.

  Íslendingar og Norðmenn eiga mikla sameiginlegra hagsmuna
að gæta í framtíðinni. Samstarf á sviði öryggis- og varnarmála
er augljóst. Þá á samstarf á sviði auðlindamála eftir að  stór-
aukast, ekki síst finnist olía á Drekasvæðinu, eins og allar líkur
eru á. Þá eiga þjóðirnar mikilla hagsmuna að gæta varðandi
fiskveiðar.

  Efnahagskerfið varðandi útflutning er ekki svo ólíkt. Mikil-
vægur þáttur í útflutningi þjóðanna er í formi orku og fisk-
jar. - Gengishagsmunir hvað þessa mikilvægu þátta varðar 
gæti því farið  ágætlega vel saman. - Svo má ekki gleyma
því að báðar þjóðir standa utan ESB. Norðmönnum er því
hagur í því að Ísland verði áfram utan ESB, því annars
væri EES-samningurinn í uppnámi. - Einnig má ekki gleyma
sögulegra tengsla þessara tveggja frændþjóða.

   Allt er þetta spurning um pólitískan vilja þjóðanna. Ís-
lendingar eiga fáa kosti í stöðunni mistakist krónuflotið.
Mörg ár tekur að taka upp evru. Auk þess að aðild  að
ESB kemur ekki til greina. Upptaka dollars má skoða, en
myntsamstarf við Norðmenn á að láta reyna á fyrst. Því í
slíku samstarfi verður hinn nauðsynlegi sveiganleiki ætið
til staðar. Í samstarfi geta tveir vinir alltaf rætt stöðuna,
ekki síst þegar um svo marga hagsmuni aðra er að ræða,
eins og um var getið.

  
mbl.is Vilja tengja íslensku krónuna við þá norsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppgangur vinstri-öfgamanna áhyggjuefni


    Í ljósi síðustu atburða að undanförnu er ástæða til að hafa
áhyggjur af uppgangi vinstrisinnaðra öfgamanna hér á landi.
Ýmsar sellur innan þeirra  virðast  ætla  að  nýta  sér ótraust
ástand í  efnahagsmálum, með  það að  markimiði að skapa hér
ótta og upplausn. Alþingi er sýnd litilsvirðing með eggjakasti og
öðru slíku. Gerð er tilraun til alvarlegrar innrásar á lögreglustöð.
Og róttæklingur hótar jafnvel innrás í stjórnarstofnanir, byltingu,
verði ekki gengið að kröfum viðkomandi. Þá er frelsisstyttan af
Jóni Sigurðssyni  ekki einu sinni látin í friði. Alvarlegast er þó
þegar þingmaður úr röðum vinstrisinnaðra róttæklinga ver árás-
ina í bak og fyrir á lögreglustöðina. Og nú í kvöldfréttum sjónvarps
var sýnt myndskeið  frá Alþingi  þegar formaður Vinstri grænna
gengur til forsætisráðherra með stæla og ýtir við honum. Hef aldrei
séð slíkan atburð frá Alþingi fyrr. -  Ótrúlegt!

  Það er sjálfsagður réttur hvers manns á Íslandi að mótmæla  og
koma skoðunum sínum á framfæri. Ekki síst við núverandi kringum-
stæður, því þjóðin er vissulega reið, og það bálreið hvernig komið
er. Hins  vegar gilda  hér  lög og reglur og ákveðið stjórnskipulag
sem allir eiga að virða. Við búum í réttarríki þar sem handalögmálum
er hafnað. Til þess að  framfylgja slíku höfum við lögreglu. Og ætlumst
til  að hún sinni þeirri skyldu sinni, að lög og reglur séu virt! Og það
í hvívetna.. 

 
mbl.is Íslendingar vilja Norðmanninn burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærsta ESB-ríkið í slæmum málum


   Angela Merkel, kanslari Þýzkalands, sagði í viðtali við
Welt am Sonntag, að búast má við slæmum fréttum af
efnahagsmálum Þýzkalands á næsta ári. Sem þýðir það
sama fyrir allt Evrópusambandið, því Þýzkaland er lang
stærsta hagkerfi þess.

  Þetta kemur ekkert á óvart. Á Spáni er t.d gríðarlegur
samdráttur og þar er spáð allt að 15% atvinnuleysi, þrátt
fyrir ESB og evru, þrátt fyrir ekker allsherjar bankahrun
eins og á Íslandi, og þrátt fyrir kratastjórn.

  Það er því mikill miskilningur að ESB aðild sé einhver
lausn fyrir efnahag Íslands. Þvert á móti. Og því síður
ef sótt er um aðild í veikleika eins og nú. Enda vonast
Brusselvaldið að íslenzk stjórnvöld með Samfylkinguna
í broddi fylkingar skríði á fjórum fótum fyrir valdhafanna
í Brussel, og eftirláti þeim yfirráð yfir helstu auðlindum
þjóðarinnar. En þar með yrði Ísland fátæk hjáleiga ESB
um ókomna framtíð. En fyrst þarf að kúga þjóðina og
skuldsetja næstu kynslóðir hennar á grundvelli EES-
samningsins. Helsissamnings sem þjóðin hefur aldrei
áður orðið að gangast undir.

  Er að furða að þjóðin sé reið?

  Og það bálreið!!
mbl.is 2009 erfitt ár í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sönnun þess að Fréttablaðið er Baugsmiðill


   Ein besta sönnun þess að Fréttablaðið er Baugsmiðill og
málpípa þess veldis er Fréttablaðið í dag. Í Mbl. Í DAG er
athyglisverð grein eftir Agnesi Bragadóttir um spillinguna
í bankakerfinu gamla. Þar kemur m.a við sögu Baugur og
Jón Ásgeir Jóhannesson. Í Fréttablaðinu í dag Á SAMA
DEGI og grein Agnesar birtist í MBL er svargrein á BESTA
STAРí Fréttablaðinu eftir Jón Ásgeir Jóhannesson.

  Það að hafa slíkan öfur-aðgang að mjölmiðli umfram ALLA
AÐRA hlýtur að skýra sig sjálft, eða hvað? Því hér virðist um
algjöra methraðabirtingu á grein að ræða. Kannski heimsmet ?

Þjóðin reið - Þjóðleg öfl TIL VALDA !


   Þjóðin er eðlilega reið yfir hvernig komið er. Hvernig misvitrir
stjórnmálamenn, embættismenn,  bankastjórnendur og svo-
kallaðir útrásaraðilar hafa komist upp með að gera þjóðina
nánast gjaldþrota. - Svo er þjóðin látin gjalda fyrir mistökin 
og svínaríið.  - Látin borga brúsann. - Eðlilega er þjóðin reið,
og krefst uppgjörs. Að sökudólganir verði látnir víkja og sæta
ábyrgð.

   Því verður allsherjar uppstökkun ekki umflúin í íslenzku sam-
félagi. Hin öfgakennda alþjóðavæðing og allt sem henni fylgir
hefur gjörsamlega brugðist. Ísland hefur sögast inn í hana
með skelfilegum afleiðingum. Ef einhver samningur hefur verið
þjóðinni dýrkeyptur þá er það EES-samningurinn. Á grundvelli
hans á nú að skuldsetja þjóðina margar kynslóðir fram í tímann.
Og til að fullkomna glæpinn á svo að þröngva þjóðina inn í ESB-
klúbbinn, og þar með afsali á auðlindum hennar og fullveldi.
Gegn slíku landsöluliði þarf þjóðin ekki síður að gera uppreisn
en þeim sem hafa hér nánast komið á þjóðargjaldþroti.  En
uppreisnin og uppstokkunin þarf að fara fram á þjóðlegum
forsendum, en ekki í anda anarkisma eða skrílsláta eins og
við framan lögreglustöðvarinnar í Reykjavík í gær.

   Í þeirri uppstokkun sem senn mun eiga sér stað í íslenzkum
stjórnmálum er því afar mikilvægt að til verði öflugur og sterkur
þjóðlegur borgaralegur flokkur. Flokkur sem hefur trú á landi
og þjóð, en ekki vantrú á íslenzkri framtíð eins og hin and-þjóð-
lega Samfylking. - Slíkan flokk eins og Samfylkinguna ber að út-
hýsa úr íslenzkum stjórnmálum sem allra fyrst. Það er sörglegt
hvernig hin öfgakennda alþjóðahyggja Samfylkingarinnar hefur
farið með þjóðina. - Og enn vill hún halda á sömu braut.

   Hin þjóðlegu öfl verða því að sameinast í þeirri sjálfstæðisbar-
áttu sem framundan er. Öflug, kraftmikil og róttæk þjóðleg
stjórnmálahreyfing er því svarið við því hættuástandi sem við
blasir í dag............

  
mbl.is Íslendingar láti ekki kúga sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband