Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Er Össur að fara á taugum og Samfylkingin í felur ?


   Miðað við allar yfirlýsingar Samfylkingarinnar fyrir kosningar
um stopp á allar stóriðjuframkvæmdir, er ekki nema eðlilegt
að ráðherrar sama flokks fara nú undan  í flæmingi horfandi
upp á byggingu a.m.k tveggja álvera á kjörtímabilinu. Vísir.
is greinir þannig frá að í gær hafi iðnaðarráðherrann meinað
ljósmyndurum myndatöku af undirritun viljayfirlýsingar  um
byggingu álvers á Húsavík. Haft er eftir ljósmyndaranum
Gunnari V Andréssyni þetta ekki skemmtilega uppákomu.
,, Við fengum að mynda þegar þeir voru að koma fram EFTIR
að skrifað var undir. Mér finnst þetta mjög merkilegt og furðu-
leg ákvörðun hjá Össuri sem forðast vanalega ekki kastljós
fjölmiðlana".

  Vísir ræddi við Einar Karl Haraldsson, aðstoðarmanns Össurar
Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra, sem brást ókvæða við þegar
hann var spurður út í málið.  ,, Hvaða andskotans máli skiptir
einhver undirskrift," sagði Einar Karl hvassyrtur.

  Greinilegt er að Össur líður ekki vel í ljósi orða fyrir kosningar
og í ljósi gerða eftir kosningar.  Sem betur fer hefur Samfylkingin
kokgleypt svokallaða ,, fagra Ísland" sitt sem hún boðaði fyrir
kosningar. Enda viðurkenndi hennar helsti talsmaður og hug-
myndarfræðingur í umhverfismálum  Dofri Hermannsson  það í
þættinum Ísland í dag að hvort tveggja væri andstætt sínum við-
horfum. Gjörsamlega!

  Þótt Samfylkingin hafi nú hringsnúist í stóriðjumálum sem í
þessu tilfelli ber að fagna, er tilraun hennar til ritskoðunar og
áhrifa á fréttaflutning af þeim atburðum alvarleg. Skemmst er
að minnast þegar annar ráðherra Samfylkingarinnar,  Þórunn
Sveinbjarnardóttir, takmarkaði aðgang fjölmiðla að hræi ísbjarn-
ar af þeirri ástæðu að myndir gætu skaðað ímynd landsins.
(Ímynd Samfylkingarinnar?)

  Slæmt þegar verk ráðherra Samfylkingarinnar eru hætt að þola
dagsljósið.  Svona trekk í trekk !

  Að svo mæltu bregður bloggari sér í nokkra daga frí til hinna
vestfirsku Alpa..........   H E I M A  T !!!

Til hamingju Húsvíkingar !


   Vert er að óska Húsvíkingum og öðrum Norðlendingum og raunar
öllum Íslendingum til hamingju með  viljayfirlýsinguna um byggingu
álvers við Húsavík.  Því auðvitað ber að nýta okkar dýrmætu endur-
nýjanlegu orku til gjaldeyrisöflunar. Allt annað er fráleitt og ávísun
á kreppu og eymd.

   Bygging álvers við Húsavík og Helguvík eru mjög mikilvægar stór-
framkvæmdir og koma inn á hárréttum tíma. Ríkistjórnin hefur lagt
blessun sína yfir álversframkvæmdina við Húsavík. Ljóst er að um-
hverfisráðherra hefur sem betur fer beðið ósigur í þessum tveim
stóriðjumálum og neyðist nú til að styðja þær BÁÐAR. Raunar má
segja að Samfylkingin hafi kokgleypt sitt svokallaða ,,fagra Ísland"
sem hefði orðið virkilega ÓFAGURT með stórsukinni kreppu og eymd
ef stórframkvæmdir þessar komi ekki til.

  Nú er bara að halda áfram á sömu braut og styðja við bakið á öllum
þeim sem nýta vilja sér okkar dýrmætu orkuauðlindir, þjóðinni og
ekki síst efnahag hennar til styrktar og gæfu í framtíðinni.
mbl.is Viljayfirlýsing framlengd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers konar eindæmis rugl er þetta hjá SVÞ ?


   Samtök verslunar og þjónustu SVÞ hvetja stjórnvöld á Íslandi til að
lýsa yfir vilja til að undirbúa viðræður um aðild að Evrópusambandinu.
Segja samtökin í tilkynningu  ,, að á sama tíma fari fram ítarlegar, for-
dómalausar umræður á opinberum vettvangi um kosti og galla aðildar
að Evrópusambandinu".

  Hvers konar eindæmis rugl og vitleysa er þetta í SVÞ? Hafa samtökin
EKKERT fylgst með umræðunni um Evrópumál síðustu misseri? Ótal
skýrslur og gögn hafa hrannast upp um kosti og galla aðildar að ESB
og nánast ALLAR upplýsingar liggja fyrir á opinberum vettvangi um það
í hverju aðild Íslands að ESB felist. Og hvað eiga samtökin við með ,,hlut-
lausar og fordómalausar umræður á opinberum vettvangi"? Eru samtökin
svo miklir álfar út úr hól að þau átta sig ekki á að aðild Íslands að ESB
er eitt stærsta pólitíska hitamál lýðveldisins? Hvernig í ósköpunum á
að eiga sér stað hlutlausar umræður um slíkt stórpólitískt mál? Og með
fordómana ? Eru það ekki einmitt  trúboð ESB-sinna sem hingað til hafa
verið yfirfullir af fordómum gagnvart SJÁLFSTÆÐU Íslandi utan ESB? 

  Eitt skuli þeir hjá samtökum verslunar og þjónustu gera sér grein fyrir.
Íslenzkt fullveldi og sjálfstæði  og auðlindir Íslands geta  þeir  ALDREI
höndlað með sem hvern annan verslunarvarning!!! 

   Að lokum er svo vert að upplýsa samtök SVÞ (sem virðist hafa farið fram
hjá þeim líka ) að búið er að loka á allar  umsóknir að ESB eftir að Írar
höfnuðu svokölluðum Lissabonsáttmála og settu stjórnkerfi ESB í algjört
uppnám.

  Tilkynning og ályktun SVÞ eru því líka algjör tímaskekkja !
mbl.is SVÞ hvetja stjórnvöld til að undirbúa viðræður um aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er utanríkisráðherra að spóka sig í Sýrlandi ?


  Alveg dæmigert. Meðan meiriháttar efnahagsöngþveiti og kreppuhorfur
eru á Íslandi, þeysist utanríkisráðherra alla leið  til Sýrlands til að ræða
stöðu mála í Miðausturlöndum. Í stað þess að vera hér heima og vinna
sína heimavinnu í þágu íslenzkrar þjóðar eru Miðausturlönd orðin AÐAL
viðfangsefni utanríkisráðherra og formanns Samfylkingarinnar. - Hvers
konar skrípaleikur er þetta eiginlega? 

  Eru helstu ráðamenn þjóðarinnar komnir á álgjört flipp? Að telja sér og
öðrum trú um að Ísland geti orðið eitthvað afgerandi í því að koma vitinu
fyrir alla stríðsherrana fyrir botni Miðbjarðarhafs UMFRAM önnur ríki og
þjóðir sem standa þessum heimshluta MUN NÆRRI  en Ísland, er meiri-
háttar barnaskapur, svo ekki sé meira sagt.  Þjóðin vill ekki horfa upp á  
svona rándýra og tilgangslausa skrípaleiki

  Utanríkisráðuneytið er eitt þeirra ráðuneyta sem fyrst á að hreinsa til í
og hagræða, og spara í ljósi þeirra miklu efnahagsþrenginga sem í aðsigi
eru. För utanríkisráðherra alla leið til einræðisríkisins Sýrlands er gjörsam-
lega á skjön við allt slíkt og sýnir í hvaða veruleikafirtum heimi utanríkisráð-
herra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og flokkur hennar eru í. ....


mbl.is Utanríkisráðherra fundar með ráðamönnum í Sýrlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efling orkufreks iðnaðar og myntsamstarf við Norðmenn !


  Svarið við fyrirsjáanlegri efnahagskreppu er að hefja nýja sókn í
orkufrekum iðnaði með endurnýjanlegri orku og hefa myntsamstarf
við Norðmenn.  Eigum fárra annara kosta völ ef takast á að afstýra
meiriháttar niðursveiflu í íslenzku atvinnulífi með skelfilegum afleið-
ingum fyrir land og þjóð.

  Ríkisstjórnin á eins og kostur er að styðja við bakið á álversfram-
kvæmdum í Helguvík og Húsavík, og netþjónustuveri. Allar þessar
framkvæmdir myndu skila dýrmætum gjaldeyristekjum þegar fram
líða stundir. Þá á ríkisstjórnin að taka fagnandi byggingu olíuhreinsi-
stöðvar, hvort sem hún yrði byggð á Vestfjörðum eða annars staðar.
Allt eru þetta stórframkvæmdir sem erlendir fjárfestar koma að,
fjárfestar sem nú þegar eru fyrir hendi.  En skortur á erlendu fjár-
magni í íslenzkt atvinnulíf er einmitt sem er svo mikið vandamál í
dag.

  Til að ná tökum á óðaverðbólgu, vaxtaorkri, og meiriháttar gengis-
sveiflum, sem stórskaðar fyrirtæki og einstaklinga, þarf að henda út
af borðinu gjaldþrota peningastefnu. Taka einn minnsta gjaldmiðil
heims út af gjaldeyrismarkaði og koma honum í skjöl svo að hægt
verði á sem skemmstum tíma að koma á  jafnvægi í efnahagsmálum.  
Í því sambandi á að leita til Norðmanna um myntsamstarf. Norsk
króna er ein sú sterkasta mynt um þessar mundir varin af norska
olíusjóðnum.  Íslenzk króna yrði þar með varin af allskyns spákaup-
mennsku. Þetta myntsamstarf yrði á ÍSLENSKUM forsendum, gjör-
ólíkt því ef við tækjum upp erlenda mynt, sem við hefum ENGIN
áhrif á, og sem EKKERT tæki tillit til ÍSLENZKRA aðstæðna hverju
sinni, eins og t.d evra - Þá myndum við með slíku samstarfi  losna
við að taka ERLENT OFUR OKURLÁN til að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn.

  Jafnframt þessu þarf að vinna markvíst að afnámi verðtryggingar og
að umbylta úreltu sjávarútvegskerfi frá grunni.

  Atburðir síðustu daga og vikur í gengishruni, óðaverðbólgu með tilheyr-
andi okurvöxtum GENGUR EKKI LENGUR fyrir þjóð og atvinnulíf. Allir VITI-
BORNIR  menn á Íslandi sjá það og skilja !

  Alverst í stöðinni yrði að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru,
enda MARGRA ÁRA ferili.

  
mbl.is Áhyggjur af haustinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kratana burt úr ríkisstjórn!


   Það er alveg ljóst að til þess að allt fari hér ekki á versta veg
í efnahagsmálum þarf að koma til ný og kröfug ríkisstjórn  sem
vill og þorir að takast á við þann vanda sem við blasir. Númer
eitt yrði að koma Samfylkingunni úr ríkisstjórn. Hún er einn helsti
dragbíturinn á íslenzkt efnahagslíf í dag.

  Magnús Árni Skúlason hagfræðingur sagði við RÚV í gær að nýti
stjórnvöld ekki þau tækifæri sem bjóðast og TRYGGI ÁFRAMHALD-
ANDI HAGVÖXT munum við brátt sjá fram á landflótta a.m.k eins
og  í efnahagskreppunni 1992-1993. (En þá var einmitt forveri
Samfylkingarinnar, Alþýðuflokkurinn við völd.) Magnús segir að
Íslendingar hafi ekki efni á því eins og nú árar að hafna fram-
kvæmdum á borð við Bitruvirkun., eins og fulltrúi Framsóknar í
borgarstjórn Reykjavíkur hefur réttilega sagt.

  Allt er þetta rétt hjá Magnúsi. Nú þarf ríkisstjórnin að vera já-
kvæð og koma til liðs við álversframkvæmdirnar í Helguvík og
Húsavík og byggingu olíuhreinsistöðvar. Auk ýmissa  stór-
framkvæda sem nefndar hafa verið á Keflavíkurflugvelli  og í
Þorlákshöfn.

  Við VERÐUM að nýta þá dýrmætu endurnýjanlega orku sem við
höfum yfir að ráða af fullum krafti til að styrkja og efla íslenzkt
hagkerfi. Það hefur sýnt sig að það er ÚTFLUTNINGSFRAMLEIÐSLA
sem skapar dýrmætar gjaldeyristekjur sem myndar hagsæld og
velferð í landinu. EKKERT ANNAÐ eins og pappírs-bankakreppan í
dag sýnir.  Allt annð er bein ávísun að KREPPU og EYMD, helsta
fylgifisks vinstrmennsku og sósíaliskra kreddukenninga og nátt-
úruverndaöfga. 

  Samfylkingin heldur eins og Vinstri-grænir að peningar vaxi á
trjánum. Að auki hefur Samfylkingin fyrir löngu misst alla trú á
ÍSLENZKA TILVERU. Vill múra Ísland inn í misstýrt Sovétskt
afturhaldskerfi sem Evrópusambandið er, og þar með afhenda
fullveldið, sjálfstæðið og okkar dýrmætu auðlindir Brusselvaldinu
á hönd.

  Ný kröftug ríkisstjórn á ÞJÓÐLEGUM BORGARALEGUM GRUNNI
þarf því að koma til sem allra fyrst. Ríkisstjórn sem TRÚIR  Á ÍS-
LENZKA TILVERU og þann þrótt sem í íslenzkri þjóð býr.  

Steingrímur Hermannsson merkur stjórnmálaforingi


   Vert er að óska Steingrími Hermannssyni til hamingu með 80 ára
afmælið. Steingrímur var merkur stjórnmálamaður, virtur af sínum
stuðningsmönnum sem andstæðingum. Aðalkostur hans var heið-
arleiki og drengskapur og það að koma ætíð hreint fram í því að
seigja skoðun sína á mönnum og málefnum. Enda löngum einn
vinsælasti stjórnmálamaður á Íslandi, ekki síst þegar hann var
forsætisráðherra.

  Var svo heppinn að kynnast Steingrími örlítið þegar hann var
þingmaður okkar Vestfirðinga og ég formaður önfirskra framsókn-
armanna. Steingrímur var mikill talsmaður landsbyggðarinnar,
og sem forsætisráðherra kom að hinum merku þjóðarsáttarsam-
ningum, ásamt vini mínum Einari Oddi Kristjánssyni frá Flateyri
og fleiri góðum mönnum. Steingrímur  mun því marka djúp heilla-
vænleg spor í íslenzkri stjórnmálasögu.

  Undir forystu Steingríms var Framsóknarflokkurinn öflugur, annar
stærsti stjórnmálaflokkur landsins með pólitísk ítök og áhrif skv.
því. Steingrímur lagði ætið áherslur á tengsl flokksins við sínar
þjóðlegu rætur og hafnaði ALFARIÐ aðild Íslands að Evrópusam-
bandinu. Er Steingrímur sömu skoðunar í dag enda tekur fullan
þátt í Heimssýn, samtökum sjálfstæðissinna í Evrópumálum.

  Vonandi að hinn þjóðlegi framfaraandi Steingríms fái á ný að
svifa yfir Framsóknarflokknum, þannig að flokkurinn taki sér skýra
og ákveðna stöðu með óskertu fullveldi og sjálfstæðu Íslandi, og
hafni þar með öllum viðhorfum Evrópusambandssinna. Þá yrðu
miklar líkur á að flokkurinn rétti úr kútnum.

    Til hamingu með þennan merka lífsáfanga, Steingrímur Hermanns-
son !
mbl.is Steingrímur Hermannsson 80
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðleg borgaraleg öfl refsa Sjálfstæðisfloknum


   Fylgishrun Sjálfstæðisflokksins skv. skoðanakönnun Fréttablaðisins
er refsing þjóðlegra borgaralegra afla við samstarfi Sjálfstæðisflokks-
sins við Samfylkinguna. - Í stað þess að vinna til vinstri með Evrópu-
sinnuðum sósíaldemókrötum átti Sjálfstæðisflokkurinn sem höfuðvígi
borgralegra afla að vinna á mið-hægrikanti íslenzkra stjórnmála, og
á sem flestum stigum stjórnkerfisins. Mynda hér borgaralega sinnaða
pólitíska blokk til frambúðar  gegn hinu vinstrisinnaða afturhaldi.

  Fylgishraun Sjálfstæðisflokksins sérstaklega úti á landsbyggðinni er
vegna fylgispekt flokksins við úrelt sjávarútvegskerfi og áforma hans
við að rústa hluta landbúnaðarkerfisins með innflutningi hrás kjöts,
en við það myndu þúsundir landsmanna missa atvinnu sína. Sérstak-
lega á landsbyggðinni.

  Fylgisaukning Frjálslyndra skýrist að hluta vegna fylgistaps Sjálfstæðis-
flokksins. Flokkurinn ætti að eiga alla möguleika til að eflast á næstu
misserum, ekki síst vegna skýrrar stefnu sinnar í helstu málaflokkum
sem nú er tekist á um.  Frjálslyndi flokkurinn fer að verða áhugaverður
fyrir hin þjóðlegu borgaralegu öfl sem kalla á þarfar breytingar í ís-
lenzku samfélagi, til sjávar og sveita.

  Fylgi Framsóknarflokksins er algjörlega óásættanlegt, langt frá síðasta
kosningafylgi.  Innan flokksins þarf að fara fram algjört pólitíkst uppgjör
í Evrópumálum þar sem hinn litli en hávaðasami ESB-hópi yrði úthýst.
Skoðanalaus flokkur í jafn miklu stórpólitísku hitamáli og aðild Íslands
að Evrópusambandinu, hefur ekkert erindi í íslenzk stjórnmál.

    Niðurstaða umræddar skoðanakönnunar flýtir vonandi fyrir að Sjálf-
stæðisflokkurinn hætti að vinna til vinstri með eldheitum ESB-sinnum,
og fari að vinna á borgaralegum forsendum á þjóðlegum grunni eins
og hann var stofnaður til í árdaga... 

  

 

   

   
mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar í könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hroki ESB yfirgengilegur !!!


   Hrokinn í Evrópusambandinu er yfirgengilegur og minnir margt á
kúgun Sovéts-kerfisins á þjóðríkjum þess meðan það var og hét.
Það að ESB-forystan hyggst vanvirða algjörlega NEI-afstöðu írsku
þjóðarinnar við svokölluðum Lissabon-sáttmála er forkastanlegt,
og sýnir hina miðstýrðu kúgunaráráttu sambandsins í hnotskurn.
það að  forkólfar sambandsins hveti til að staðfestingarferlið um
Lissabon-sáttmálann haldi áfram þegar fyrir liggur neitun eins
aðildarríkissins, er GRUNDVALLARBROT á núverandi stjórnkerfi og
stofnsáttmála sambandsins. -  Valdshrokinn er ALGJÖR!!!

   

    Í þau örfáu skipti sem þjóðir Evrópusambandsins fá að tjá sig í
þjóðaratkvæðagreiðslum  hafna þær  nær  undantekningalaust
stóraukinni miðstýringaáformum og  Evrópsku Stórríkjahugmynd
Brusselsvaldsins. - Augljóst er að smáþjóð eins og Írar er búin
að fá sig fullsadda af Brusselvaldinu og gerir uppreisn gagnvaart
því þegar tækifærið gafst.

  Uppreisn Íra gegn Brusselvaldinu og sá yfirgengilegi valdshroki
sem fram kemur hjá forkólfum sambandsins í framhaldinu á því,
sýnir að inn í þetta   nýja Sovétkerfi hefur smáríki eins og Ísland
EKKERT AÐ GERA!!!!

  LIFI FRJÁLST ÍSLAND !!!
mbl.is Engin stækkun án sáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá sjálfstæðismönnum að hafna áformum umhverfisráðherra


  Aðal hlutverk Samfylkingarinnar í ríkisstjórn virðist vera að ofvernda
ísbirni og hvali  og fórna fullveldinu og sjálfstæðinu inní ESB. Áhygg-
jur krata af efnahagslegri velferð Íslendinga virðist algjört aukatriði.
Því er ánægjulegt ef sjálfstæðismenn ætla að taka fram fyrir hendur
umhverfisráðherra og koma í veg fyrir áform ráðherra að skipulags-
valdið færist frá sveitarfélögunum yfir til ráðherra. Því nú staðfestir
Kjartan Ólafsson, oddviti sjálfstæðismanna í umhverfisnefnd Alþing-
is, að Sjálfstæðisflokkurinn leggist gegn breytingunni. Kemur þetta
fram á Vísir.is

  Ljóst er að umhverfisráðherra ætlar að gera allt til að koma í veg
fyrir byggingu álvers í Helguvík, Húsavík og byggingu olíuhreinsi-
stöðvar. En allar þessar framkvæmdir eru lífsnauðsynlegar í dag
eins og ástand og horfur eru í efnahagsmálum.

  Vonandi er þetta upphafið að endalokum núverandi ríkisstjórnar
þar sem Samfylkingin er orðin helsti dragbíturinn á íslenzkt efna-
hagslíf.

  Vonandi að Sjálfstæðisflokkurinn fari nú að sjá sér um hönd, hætti
að vinna til vinstri, en hefji markvíst pólitíkst samstarf á mið/hægri
kanti íslenzkra stjórnmála á þjóðlegum grunni. Á sem flestum stígum
stjórnkerfisins.

  Landi og þjóð til heilla !

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband