Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Sjálfstæðisflokkurinn gefur ESB-sinnum eftir



     Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gefa ESB-sinnum
eftir í stjórnarskrármálinu. Alvarlegast er að flokkurinn ætlar
að samþykkja megin ósk ESB-sinna varðandi þjóðaratkvæða-
greiðslur, þannig að framsal á fullveldi þurfi ekki að kalla fram
nýjar þingkosningar, eins og nú er. Þetta er ein sönnun þess
að Sjálfstæðisflokknum er ALLS EKKI treystandi í Evrópumálum
lengur. Og ALLRA SÍST eftir að ESB-sinnaður formaður er nú
tekinn við flokknum ásamt mjög svo ESB-sinnuðum vara-for-
manni.

   L-Listi fullveldissinnar er eina framboðið í dag sem treyst-
andi er í Evrópumálum.

   X-L-listi fullveldissinna.
mbl.is Nálgast Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga múslímar að ráða framkvæmdastjóra Nato ?


   Er það virkilega svo komið að múslímaheimurinn eigi að
stjórna því hver verði næsti framkvædastjóri Nato?  En
Tyrkir reyna nú að bregða fæti  fyrir  því  að  hinn ágæti
danski  forsætisráðherra,  Anders  Fogh  Rasmunssen
verði næsti framkvæmdastjóri  Nato, vegna  svonefnds
skopmyndamáls dansks blaðs endur fyrir löngu. Er mjög
míkið þrýst á Tyrkji úr arabaheiminum að koma í veg fyrir
kjör Rasmussens vegna þessa.

   Tyrkir sækja nú fast eftir því  að komast inn í Evrópusam-
bandið. Brussel-Mekka er máske nær en margan grunar...


mbl.is Engin niðurstaða hjá NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn berst gegn hagsmunum bænda og sjómanna!


    Gagnstætt Fullveldissinnum, berst Framsókn gegn grundvallar-
hagsmunum bænda og sjómanna. Er orðin einskonar anti-bænda-
og sjómannaflokkur. Hefur nú gerst ESB-flokkur eins og kratar, já
og raunar VG líka, og vill nú að sótt verði um aðild að ESB.  Sem
Búnaðarþing andmælti kröfuglega fyrir nokkrum vikum, og sagði
ESB-aðild leggja íslenzkan landbúnað í rúst. Þá hefði ESB-aðild
skelfilegar afleiðingar fyrir íslenzkan sjávarútveg. ESB-þegnar
myndu komast yfir kvótann á Íslandsmiðum með tíð og tíma,
með hrikalegum efnahagslegum afleðingum.  Það er alveg með
ólíkindum hvernig Framsókn hefur nú svikið grasrót sína. Hver
hefði getað ímyndað sér fyrir 10 árum að Framsókn ætti eftir að
verða ESB-sinnaður krataflokkur árið 2009?

   Þá hefur ESB-vírusinn gjörsamlega smitað Steingrím J  og
félaga. Eru nú orðnir GALOPNIR fyrir aðildarviðræðum og að
sótt verði um ESB. Sem út af fyrir sig er ekki svo skrítið, því
kommúnistar og vinstrisinnaðir róttæklingar HAFA ALDREI
hugsað um íslenzka hagsmuni, þegar flokkshagsmunir eru
í húfi.

   Bændur og sjómenn geta því lagt allt sitt traust á L-lista
fullveldissinna í komandi kosningum.  Eina framboðið  sem
berst gegn ESB aðild en fyrir fullveldi og sjálfstæði Íslands.
mbl.is Framsókn vill í vinstrisæng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kommúnistastjórnin ætti að skammast sín !


    Á sama tíma og  kommúnistastjórn  Jóhönnu  Sigurðardóttir
hyggst ausa hátt á annan milljarð í eitthvað stjórnlagaþingsrugl,
er Landhelgisgæslan fjársvelt. Og nú er svo komið að rætt er um
að hið  nýja varðskip verði leigt Norðmönnum, þar sem Landhelgis-
gæslan skortir allt rekstrarfé til að reka það. Hér er ósvifni vinstr-
mennskunar best lýst hvað varðar öryggis-og varnarmál þjóðar-
innan. Hér er komin til valda mjög vinstrisinnuð ríkisstjórn, já hrein-
ræktuð kommúnistastjórn,  sem lætur öryggismál þjóðarinnar lönd
og leið.  Enda hennar helsta framtíðarmarkmið eftir kosningar að
koma þjóðinni undir erlent vald, og þá væntanlega með það í huga
að láta erlenda aðila sjá um t.d landhelgisgæsluna, þegar okkar
dýrmætu fiskimið eru komin undir  Brussel-valdið, eins og Samfylk-
ingin og Vinstri grænir stefna að með  ESB-umsókn eftir kosningar.
 
   Þvílíkur aumingjaskapur og þjóðarskömm Jóhanna Sigurðardóttir!
mbl.is Nýtt varðskip LHG gæti farið í útleigu til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG meriháttar skósveinar krata í Evrópumálum !!!


   Vinstri grænir verða helstir skósveinar krata í Evrópumálum eftir
kosningar. Eins gott að þeir ESB-andstæðingar sem hyggjast kjósa
VG átti sig á því í tíma. Þess vegna var ályktun VG í Evrópumálum
höfð galopin, þannig að  aðildarviðræður geta  hafist  strax eftir
kosningar eins og  Samfylkingin  leggur ofuráherslu  á.  EKKERT í
ályktun VG bannar það eða kemur í veg fyrir það. Meðvituð ákvörðun
flokksforystu VG til að geta haldið núverandi vinstrasamstarfi áfram.

   En þetta er líka mjög gott mál að kjósendur vita nú klárt og skýrt
að Vinstri grænir eru orðnir ESB-flokkur eins og Samfylkingin og Fram-
sókn. Í raun enginn munur þar á. Því til þess að fara í aðildarviðræður
þarf fyrst að sækja um aðild að ESB. En enginn sækir um það sem við-
komandi er á móti.

   Fyrir ESB-andstæðinga er því valið mjög auðvelt í dag!

   X-L listi Fullveldissinna!


mbl.is Samfylkingarfólk sammála um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-sinni kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins


    ESB-sinninn, Bjarni Benediktsson, hefur verið kjörinn formaður
Sjálfsstæðisflokksins. ESB-sinnar hljóta að fagna því. En í Frétta-
blaðinu 21 mars s.l. sagði þessi  ESB-sinnaði  nýkjörni  formaður
Sjálfstæðisflokksins. ,, Rætt  hefur verið  um einhliða upptöku
annarrar myntar, en ég tel að  í gjaldmiðlismálum sé ENGINN
KOSTUR JAFN STERKUR OG EVRAN MEÐ ESB-AÐILD Í STAÐ KRÓN-
UNNAR".

    Þetta sagði Bjarni Benediktsson 21 mars ÞVERT á þáverandi
sefnu  Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum.

   Auðvitatað getur og mun þessi SAMI Bjarni Benediktsson segja
og vinna í sama anda EFTIR landsfund. Menn breyta ekki svo glatt
um grundvallarskoðun í einu stærsta pólitíska hitamáli lýðveldisins.
Allt slíkt er afar ótrúverðugt. Þess vegna mun hin nýja Evrópumála-
stefna flokksins verða formanninum léttvæg, enda mjög opin mála-
miðlunarsamsuða.

   Eftir stendur að landsfundi loknum  ESB-sinnaður formaður og vara-
formaður, og  yfirlýsir aðildarviðræðusinnar sem leiða lista flokksins í
þrem stærstu kjördæmunum. Sem einning hafa ekki hikað við að
tala og vinna gegn flokkssamþykktum í Evrópumálum.

   Fyrir okkur ESB-andstæðinga er slíkur flokkur alls ekki trúverðugur í
Evrópumálum. Einungis er það L-listi fullveldissinna. Hann eiga því
ALLIR SANNIR ESB-andstæðingar að treysta, styðja og kjósa.

   X.L listi fullveldissinna
mbl.is Bjarni kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir hafa gert leynisamkomulag um ESB- umsókn !


    Allt bendir nú til þess að forystumenn Vinstri grænna hafi nú
þegar gert leynisamkomulag við Jóhönnu Sigurðardóttir, um að
ný vinstristjórn sæki um aðild að ESB strax á næsta kjörtímabili.
Enda vekur athygli, að í flokkssamþykktum VG er hvergi að finna
ákvæði sem kæmi í veg fyrir það.

   Í Fréttablaðinu í dag er þetta haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttir
forsætisráðherra.  ,, Við vonumst til þess að hægt verði að sækja
fljótlega um aðild að ESB. Ef sama ríkisstjórn verður eftir kosningar
þá vona ég að Vinstri græn hafi sýnt þá opnun á sínum landsfundi
um síðustu helgi að við getum unnið úr því saman þannig að sem
fyrst verði farið í aðild að ESB. Vinstri græn tala um að útkljá málið
í þjóðaratkvæðagreiðslu og það er akkúrat það sem bið viljum".

   Þetta hefði Jóhanna aldrei sagt nema fyrir liggi leynisamkomu-
lag ríkisstjórnarflokkanna um að sótt verði um ESB-aðild fljótlega
eftir kosningar, haldi vinstristjórn Jóhönnu velli.  VG  siglir  því
undir FÖLSKU FLAGGI í Evrópumálum, eins og í svo mörgum
öðrum málum. Enda í hugmyndafræðinni með sömu alþjóðlegu
öfga-hyggjuna og Samfylkingin.

   Allir SANNIR ESB-andstæðingar eiga því að varast Vinstri Græna
í Evrópumálum.  L-listi fullveldisinna er þeirra framboð í komandi
kosningum!

   X-L lista fullveldissinna !

Sjálfstæðisflokki og VG ALLS EKKI treystandi í Evrópumálum !


    Hvorki Sjálfstæðisflokki né Vinstri grænum er treystandi í Evrópumálum.
Samsuða Sjálfstæðisflokksins er ekki trúverðug. Alls ekki tekið af skarið
eins og hjá okkur fullveldissinnum. En L-listi fullveldissinna talar hreint
út og hafnar ALFARIÐ öllum aðildarviðræðum og ÖLLUM hugmyndum um
aðild Íslands að ESB. Til að rugla málið og tefja tala sjálfstæðismenn um
tvær þjóðaratkvæðagreiðslur, einungis til að reyna að koma í veg fyrir
alvarlegan klofning í flokknum. - Og ef við þetta bætist svo, sem allar
líkur eru á, að Bjarni Benediktsson verði kjörinn formaður  flokksins,
maðurinn sem lýsti því yfir  fyrir einungis  viku síðan að besti kosturinn
væri upptaka evru með  aðild  að  Evrópusambandinu,  geta  allir  séð 
hversu ótrúverðugleikinn er mikill. Maðurinn Bjarni Ben  sem gat talað
ÞVERT á stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum fyrir viku, getur alveg
eins og EKKI síður gert það af afloknum landsfundi. Virðingin fyrir flokks-
samþykktum virðist nefnilega ekki vera mikil þar á bæ.  Þá eru tveir efstu
frambjóðendur flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum yfirlýstir aðildarviðræð-
sinnar, þeir Illugi Gunnars og Guðlaugur Þór,  og því alls ekki treystandi
í Evrópumálum. Alla vega kæmi aldrei til greina hjá skrifara hér að kjósa
slíka menn  á þing eins halla undir ESB-trúboðið og þeir eru. Þeim er
einfaldlega alls ekki treystandi!

  Það sama er að segja um Vinstri græna. Eru svo sannarlega tilbúinir að
selja sig fyrir hvað sem er til áframhaldandi þátttöku í vinstristjórn með
öfga-ESB-flokki Jóhönnu Sigurðardóttir. Vinstri grænir halda því  ÖLLU
GALOPNU varðandi aðildarviðræður á grundvelli ,,lýðræðisástar" að þeirra
sögn. Tvöfeldnin er ALGJÖR eins og hjá Sjálfstæðisflokknum. Þýkjast
vera frekar andvígir ESB en eru samt á sama tíma  tilbúnir til aðildarvið-
ræðna og þá umsóknar að ESB.  Hræsnin er því ALGJÖR þar á bæ!

  Nú liggur skýrt og klárt fyrir að fjórflokkurinn er meir og minna GALOPINN
í Evrópumálum. Frjálslynndir tefla fram fyrverandi krata og ESB-sinna í
Reykjavík norður, og Borgarahreyfingin er skoðanalaus í mesta pólitíska
hitamáli lýðveldisins.

   L-listi fullveldissinna er því EINA framboðið sem SANNIR ESB-andstæðigar
geta stutt, treyst og kosið.

   ÍSLANDI ALLT.!!  X-L  

Sjálfstæðisflokkurinn verður ESB-flokkur !


    Það er alveg ljóst að eftir að búið verður að krýna Bjarna
Benediktsson sem formann Sjálfstæðisflokksins, og lands-
fundur hefur samþykkt aðildarviðræður að ESB, verður Sjálf-
stæðisflokkurinn orðinn hreinræktaður ESB-flokkur. Hefur þá
endanlega sagt skilið við sjálfstæðisstefnuna. Og ekki bætir
úr skák að í þrem stærstu kjördæmum landsins leiða lista
Sjálfstæðisflokksins yfirlýstir ESB-sinnar, sem vilja aðildar-
viðræður og umsókn að ESB.

   Það furðulegasta við þetta allt er að yfir 70% kjósenda
Sjálfstæðisflokksins eru andvíg aðild Íslands að ESB. Hvert
ætlar þessi stóri hópur ESB-andstæðinga að leita eftir að
þessi niðurstaða liggur fyrir? Varla að styðja hinn ESB-sinn-
aða Ósjálfstæðisflokk lengur. - Það getur varla verið!

   L-listi fullveldissinni er eina  stjórnmálaaflið sem SANNIR
ESB-andstæðingar geta treyst, stutt og kosið!

  X-L FULLVELDISSINNAR!
mbl.is Fleiri vilja Bjarna en Kristján
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krístján Þór tvöfaldur í Evrópumálum


    Kristján Þór Júlíusson sem býður sig fram  til  formanns  í
Sjálfstæðisflokknum, er vægast sagt tvöfaldur í Evrópumálum.
Slær úr og í þegar DV hafði viðtal við hann í gær. ,,Viltu sækja
um aðild  að  Evrópusambandinu?" spýr DV.  EKKERT  hreint
svar. Hvorki já eða nei. Og þegar DV  þjarmar enn að Kristjáni
og spyr. ,, Á Sjálfstæðisflokkurinn að samþykkja að sótt verði
um aðild að ESB og jafnframt að niðurstaða samningaviðræðna
verði lögð í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu?" Og svar
Kristjáns er. ,, Þetta verður upplýst á landsfundinum" og aftur.
,,Ég tel að þjóðin eigi að fá að taka afstöðu til máls af þessari
stærðargráðu. Þetta er ákvörðun af því tagi að á endanum
ætti þjóðin að eiga síðasta orðið. Það er lýðræðislegt". Sem
sagt. ALLT GALOPIÐ! Hvorki hreint já eða nei við hvorugu
svarinu.

   Það er alveg á hreinu að fyrst Kristján Þór vill ekki svara
klárt og skýrt með nei eða jái varðand Evrópumálin er hann
að leika tveim skjöldum. Hins vegar hefur Bjarni Ben  og
Loftur A Þorsteinsson sem líka bjóða sig fram til formanns,
tekið hreina afstöðu. Bjarni með ESB-umsókn, Alfreið á
móti.

   Það verður afar fróðlegt að sjá  hver niðurstaða landsfundar
Sjálfstæðisflokksins verður í Evrópumálum. Trúlega verður hún
skrifuð  á hebresku svo örugglega enginn skilji. Öllu haldið gal-
opnu í Evrópumálum eins og hjá Vinstri grænum.

   Eitt geta þó ALLIR SANNIR ESB-andstæðingar treyst, stutt og
kosið!  -  L-lista Fullveldissinna...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband