Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2016

Píratadaður Sjálfstæðisflokksins ótrúlegt !

Með hinu ótrúlegu Píratadaðri Sjálfstæðisflokksins
hefur flokkurinn enn nálgast eitt mesta furðufyrir-
bærið í íslenskum stjórnmálum. 

Í árdaga var Sjálfstæðisflokkurinn skilgreindur
sem merkisberi borgaralegra þjóðlegra gilda og
viðhorfa.

Fljótlega settust þar á bás hinir ólíkustu hópar
hagsmuna og pólitískra viðhorfa. 

Fremstir þar á hinum pólitíska bekk var  hópur 
sem daðraði mjög við sósíaldemókratísk viðhorf.
Síðan hefur sá hópur gegnum áratugina farið mjög
stækkandi innan flokksins, og tala margir nú um
hina sósíaldemókratísku deild innan hans. Sem m.a
yfirtók borgarstjórnarflokkinn fyrir margt löngu,
og hefur flokkurinn ekki borið sitt barr þar síðan.

En nú keyrir um hverbak. Heldur betur!  Því báðar
stöllurnar sem nýlega voru kosnar vara-formaður og
ritari flokksins, gera nú hosur sínar grænar fyrir
Pírötum, anarkistum, einu viltasta vinstrafyrirbærinu  
á byggðu bóli á heimsvísu. Fyrr og síðar! 

Er að furða að margur íhaldsmaðurinn hafi tekið 
bakföllum nú við síðustu ástarjátningu hinnar 
ungu ritarakonu gagnvart viltasta vinstrinu, 
annarkista-Pírötunum. Og klórað sér rækilega í
hausnum. Því  hvergi í heiminum hafa anarkistar
verið kosnir til eins eða neins á um tveggja sinna
aldar-skeiða. Hvað þá að daðrað hafi verið vð þá!
- Nema Íslandi!  

Já löngum mér áður brá!  Farvell þú þarna Sjálf-
stæðisflokkur, það sem enn er eftir af þér, hugsar
margt íhaldssamt þjóðhyggjuhjartað í dag. 

Ekki að furða að víða í leynum er nú unnið og hugsað
hratt um endurreisn hinna gömlu og góðu gilda í árdaga.
Á stjórnmálasviðinu þar sem tómarúmið blasir nú við!

Endurreisn sem senn mun sjá dagsins ljós í ísalenskum
stjórnmálum, enda tími til þess löngu kominn!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Samstarf við Pírata spennandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband