Bloggfærslur mánaðarins, júní 2016

Landsfundur Íslensku þjóðfylkingarinnar

Fyrsti Landsfundur Íslensku þjóðfylkingarinnar
verður haldinn núna miðvikudaginn 29 júni kl.19
í hliðarsal Café Catalinu Hamraborg 11 200 Kópa-
vogi.

Á fundinum verða samþykktir flokksins afgreiddar,
starfandi formaður gefur skýrslu um starfsemi
flokksins. Síðan verður formaður og vara-formaður
kosnir, auk þess fer fram kosning til flokksstjórnar.
Af því loknu verða stjórnmálaályktanir afgreiddar
og að lokum önnur mál.

Líta má á Landsfund þennan sem einskonar aukafund,
þar sem forystusveit flokksins öðlist fullt umboð
til að undirbúa alþingiskosningar í haust og mönnun
kjördæmisráða og framboðslista. En stefnt er að
fjölmennum Landsfundi í haust þegar mesta undirbúnigs-
vinnan hefur farið fram. En flokkurinn mun bjóða fram
í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum.

Grunnstefna flokksins liggur fyrir sem framkvæmdaráð
hefur samið í vetur og vor, og sem kynnt hefur verið
opinberlega. Unnið verður frekar í grunnstefnunni
fram að kosningum, en afstaða flokksins til helstu
þjóðmála liggja skýr og klár fyrir. Endaleg og full-
komin heimasíða flokksins mun senn birtast en flokk-
urinn hefur verið frá upphafi  á facebook undir
flokksheitinu. 

Íslenska þjóðfylkingin er þjóðlegur borgaraflokkur,
sem vill standa vörð um fullveldi og sjálfstæði
Íslands og íslenska menningu og tungu. Flokkur
einstaklingsfrelsis, jafnvægi í byggð landsins svo 
fátt eitt sé talið.

Fundurinn er opinn öllum flokksfélögum og stuðnings-
mönnum er gerast flokksfélagar á fundinum. Kjörgögn
kosta kr 1000.

Allt þjóðholt borgarasinnað fólk er hvatt til að mæta!
Ekki síst í ljósi þeirra árása sem nú er gert á íslenska
þjóðríkið með fáránlegum No Borders útlendingalögum og
aðför innanríkistáðherra að íslenskri mannanafnahefð
sem gilt hefur frá alda öðli.

Áfram Ísland!


Er Sjálfsæðisflokkurinn að verða annar Pírataflokkur?

  Fyrir hvað stendur þessi Sjálfstæðisflokkur
eiginlega ? Flokkur sem í upphafi átti að vera
brjóstvörn þjóðlegra kristinna borgaralegra gilda!
En virðist standa fyrir hinu gagnstæða í dag, eins
og vinstrisinnar og  anarkistanir í Pírötum. Því má
fyllilega spyrja hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé að
verða annar Pírataflokkur?

  Í borgarstjórn hefur ekki bólað á stjórnarandstöðu
Sjálfstæðisflokksins eftir að hafa misst þar völd. Í forsetakosningunum viðist hann margklofinn þótt fyrrv.
formaður hans sé í framboði. Og  á Alþingi og ríkis-
stjórn styður hann núna viltustu drauma vinstrisinna
og anarkista um galopnun landamæra í anda No Borders
öfgasamtaka, og stendur fyrir afnámi íslenskrar nafna-
hefðar frá upphafi Íslandsbyggðar,  einning  til  að
geðjast hinum  vinstrisinnuðu  upplausnaröflum,  sem  
vilja í raun 
íslenska þjóðríkið feigt. 


  Sem betur fer  mun þjóðholt borgarasinnað þjóð-
hyggjufólk koma til með að eiga skýran og trúverðugan
valkost í komandi þingkosningum, í stað hins pólitíska
úrkyjaða Sjálfstæðisflokks. Íslensku þjóðfylkinguna.
Sem allt  bendir til  að  muni koma sterk  út  í
komandi kosningum, sbr undirtektir og tvær skoðana-
kannanir hjá Hringbraut og Útvarpi Sögu, þær fyrstu
sem flokkurinn fær að taka þátt í, enda mun m.a hann
standa hart gegn þeim tveim  málum  sem nefnd hafa
verið hér og snerta framtíð íslenskrar tilveru.

  Íslenska þjóðfylkingin er þjóðlegur borgaralegur 
flokkur, sem m.a stendur vörð um sjálfstæði og full-
veldi Íslands, íslenska þjóðmenningu og tungu ásamt
siðnum í landinu. Og hvetur alla þjóðholla Íslendinga
að koma til liðs við sig  m.a með því að mæta á lands-
fund flokksins 29 júní n.k.

  ÁFRAM ÍSLAND! Og til hamingju með 17 júní Íslendingar!


Íslenska þjóðfylkingin farin að skora !


    Loks þegar Íslenska þjóðfylkingin fær að vera
með í skoðanakönnun þá skorar hún hæst. Í lok 
síðustu viku var hún efst í könnun Hringbrautar
með 28% fylgi. Og í könnun Útvarp sögu um helgina
var hún þar líka þar hæst með 33% fylgi. Þótt 
þessar kannanir séu ekki hávísandalegar sýna þær
þó það að Þjóðfylkingin er að stimpla sig heldur
betur inn í íslensk stjórnmál og verður verðugur
og skýr valkostur í komandi kosningum. Ekki síst
eftir  að  Alþingi í  skjóli  nætur  samþykkti
mótatkvæðalaust meiriháttar þjóðsvikalög um að
galopna landamæri Íslands 1 jan n.k og gera m.a
svokallaða hælisleitendur mun rétthærri þegna en
borna og barnfædda Íslendinga. Með tilheyrandi
ofurkostnaði!  Þessum ólögum mun Íslenska þjóð-
fylkingin berjast gegn af hörku og gera m.a að
helsta hitamáli komandi kosninga.

   Íslenska þjóðfylkingin mun bjóða fram í öllum
kjördæmum og hvetur alllt þjóðholt borgarasinnað
fólk að koma til liðs við flokkinn. Landsfundur
verður haldinn 29 júni sbr. auglýsing.

   Íslenska þjóðfylkingin er sprottin upp úr 
íslenskum jarðvegi, sem standa mun vörð um fullveldi
og sjálfstæði Íslands, íslenska þjóðmenningu og
tungu, kristin gildi og þjóðleg viðhorf. Jafnframt
því að berjast gegn íslamsvæðingu Íslands og Evrópu! 

   Áfram Ísland!

  
 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband