Hvað hefðu Össur og Steingrímur þá sagt ?
12.10.2012 | 00:08
ESB eys nú peningum og áróðri út og suður á Íslandi til að fá Ísland
inn í ESB, og til kynningar á ESB-dýrðinni, og til að aðlaga stofnanir og
stjórnkerfi Íslands að Brusselkerfinu. Sendiherra ESB á Íslandi hikar
ekki við að hafa gróf afskipti af íslenzkum innanríkismálum, og fær
frjálsar hendur til að innræta Íslendingum ESB-boðskapinn, í kynningar-
ferðum um Island. Meir að segja heilum sveitarfélögunum er mútað.
ÖLLU er tilkostað til að innlima Ísland í Sambandsríkið ESB.
Allt gerist þetta með mikilli velþóknun ráðheranna Össurar og Stein-
gríms J. Fyrrum kommúnistanna úr Alþýðubandalaginu. En hvað hefðu
þessir sömu sósíalistar sagt hér fyrr á árum hefði sendiherra USA
ferðast um landið með fullar hendur dollurum til að bera fé á fólk og
grunnstoðir samfélagsins, í þeim tilgangi að kaupa þjóðarviljann til
að gerast fylki í USA? Og haldið uppi um það sterkum áróðri. Hvað
hefði verið hrópað þá Össur og Steingrímur? Jú! Gróf og óþolandi
afskipti USA af íslenzkum innanríkismálum! Brot á Vínarsáttmálanum
um erlend sendiráð! Össur og Steingrímur hefðu krafist tafarlausrar
brottrekstrar sendiherra USA á Íslandi. Og froðufellt af reiði. Ekki satt?
Verst er þó þáttur Sjálfstæðisflokksins í þessu máli. Lá hundflatur er
IPA-mútustyrkir ESB upp á 5 milljarða runnu gegnum Alþingi 18 júní s.l.
En málið var þá runnið út á tíma. Sem enn og aftur sýnir að Sjálfstæðis-
flokknum er alls ekki treystandi í Evrópumálum, ekki frekar en í Icesave.
Eða Steingrími & co!
www.xg.is www.afram-islands.is/magasin.pdf
Kynning á ESB efld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, þetta er nefnilega svona, Guðmundur. Steingrímur og Össur hefðu froðufellt af reiði. Óþolandi að enginn skuli stoppa þetta og stjórnarandstaðan hleypt þessu í gegn, ef ég get orðað það þannig.
Elle_, 12.10.2012 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.