Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Bretar ulla á ESB !


   Stórmerkilegt. Önnur fjölmennasta þjóð innan ESB
Bretar, ullar á Brussel, skv. nýrri skoðanakönnun. Og
það eftir áratuga aðild Breta að dásemdinni. Og ekki
bara það!  Bretar vilja líka  halda áfram með síntt gamla
pund þrátt fyrir efnahagserfiðleika, og ulla líka á evru.
Meira vantraust hefur varla sést á Evrópusambandið
og evru þess í langann tíma. Því Bretland er næst fjöl-
mennasta ríki ESB. Og breska þjóðin hefur haft ára-
tuga reynslu af skrifræðinu í Brussel og hefur nú gjör-
samlega fengið nóg. -

  Á sama tíma  heldur ESB-trúboðið áfram á Íslandi aldrei
sem fyrr. Blint trúboð!!!    
mbl.is Bretar vilja snúa baki við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill Þorsteinn Már þá ekki fyrst kjósa um kvótakerfið ?


    Fyrst Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja vill
láta kjósa um ESB ,,til að koma því máli í farveg" eins og
hann segir, er þá ekki alveg eins gott að kjósa líka um
kvótakerfið, til að koma því í farveg? Því það er ekki síður
bullandi ágreiningur meðal þjóðarinnar um kvótakerfið
eins og með aðildina að  ESB. Og eiginlega miklu meiri
þörf að kjósa um kvótakerfið og uppræta það því enginn
heilvita maður sækir um ESB með frjálst framsal á kvóta
á Íslandsmiðum.

   Þarna er því kolvitlaus framgangsröðun hjá Þorsteini,
enda hefur hann hér litilla hagsmun að gæta þar sem
verulegur hluti starfsemi Samherja er erlendis.
mbl.is Þjóðin á að kjósa um aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einar Kr ! Á þá ekki að kjósa um kvótakerfið líka?


    Einar  Kr Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hefur nú tekið
stöðu með ESB-sinnum og vill sækja um aðild að Evrópusam-
bandinu. Beitir fyrir sig þeirri stórfurðulegu röksemdarfærslu
að málið sé komið í öngstræti. ,, Umræðan hefur verið mikil án
þess að það hafi leitt til endanlegrar niðurstöðu" segir ráð-
herra í Mbl. í dag.

   Gott og vel. En hvað þá með kvótakerfið Einar Kr. Guðfinns-
son? Hefur ekki verið meiriháttar ágreiningur um kvótakerfið
meðal þjóðarinnar s.l áratugi? Er það ekki fyrir lífandis löngu
komið í öngstræti? Hefur ekki umræðan um það verið mikil án
þess að hafa leitt til niðurstöðu? Þarf því ekki  að kjósa um
það líka eins og aðildina að Evrópusambandinu? Hvers konar
rugl er þetta ?

   Útspil sjávarútvegráðherra er óskiljanlegt og algjör fyrir-
sláttur. Einungis til að  þóknast  undanhaldi flokksforystu
Sjálfstæðisflokksins í  Evrópumálum sem  klárlega stefnir á
Brussel-hraðlestina skv. ósk og kröfu formanns Samfylking-
arinnar. Þátttaka sjávarútvegsráðherra í því undanhaldi er
því aumkunarvert..
 
mbl.is Sjávarútvegurinn og ESB til umræðu á málingi Heimssýnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forysta Sjálfstæðisflokksins á hröðu undanhaldi í Evrópumálum.


   Forysta Sjálfstæðisflokksins er á hröðu undanhaldi í Evrópumálum,
og ætlar bersýnilega að taka Brussel-lestina eins og Ingibjörg Sólrún
hefur krafist. Nú síðast lýsir sjálfur sjávarútvegsráðherra því yfir í Mbl.
í dag að hann sé ekki lengur á móti aðildarviðræðum. Þetta kemur afar
mikið á óvart, svo ekki sé meira sagt.  - Því halda mætti að enginn ráð-
herra en hann þekkti eins mikið til ESB og hversu skelfilegar afleiðingar
það hefi fyrir land og þjóð að Ísland gangi í  ESB, og missti þar með allt
forræði yfir sinni mikilvægustu auðlind.

   Ljóst er af ummælum sjávarútvegsráðherra  að flokksforystan mun
knýja fram að landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykki aðildarumsókn
að ESB. Þar með yrði Sjálfstæðisflokkurinn orðinn hreinn og klár ESB-
flokkur eins og Samfylkingin. Því ENGINN sækir um aðild að því sem við-
komandi er á móti. Heldur þvert á móti sækir um það sem hugurinn
beinist til .  Að bera fyrir sig umsókn til að vita hvað er í boði  er gjör-
samlega út í hött. Sérstaklega hjá sjávarútvvegsráðherra sem manna
best á að  vita hvað sé í boði varðandi ESB-aðild.

   Það er alveg ljóst að formaður Samfylkingarinnar hefur í dag algjört
tangarhald yfir forystu Sjálfstæðisflokksins. Í Icesavemálinu, í hryðju-
verkalögum Breta gagnvart íslenzkum hagsmunum, og nú síðast í
Evrópumálum. Flokksforystan lúffar og lúffar og bugtar sig og beygir
fyrir frú Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir ENDALAUST! Enda tætist af
Sjálfstæðisflokknum fylgið í dag. Stendur ekki lengur undir nafni.

  Allt bendir til að hin þjóðlegu öfl innan Sjálfstæðisflokksins geri upp-
reisn gegn forystunni og kljúfi flokkinn. Enda kominn tími til  að öll
þjóðleg borgaraleg öfl taki höndum saman í barátunni fyrir óskertu
fullveldi Íslands og sjálfstæði.   

  Sem betur fer  virðist  unnið að stofnun þjóðlegar stjórnmálahreyf-
ingar, því þörfin á slíku þjóðlegu afli fer bersýnilega dagvaxandi.
á breiðum grunni.....

Alþjóðasamfélagið taki af skarið á Gasa !


   Hinn síoniski Ísraelsher hótar nú stórauknum hernaðarátökum
á Gasa þvert á ályktun Öryggisráðs S.Þ um tafarlaust vopnahlé.
Ísraelsstjórn virðir  enn og aftur allar áskoranir  og  samþykktir
alþjóðasamfélagsins um frið í Mið-austurlöndum að vettugi. Það
gera raunar hin öfgafullu Hamassamtök líka, sem þarf að afvopna
þegar í stað.

   Alþjóðasamfélagið getur hins vegar ekki lengur  horft upp á
stríðsglæpina á Gasa lengur. Saklausir borgrar, einkum börn
konur og gamalmenni er stráfellt eða limlest í hundruðum eða
þúsunda tali. Og enn hóta síonistastjórnin í Ísrael enn meiri
hryllingi.

   Friður kemmst ekki á þegar algjörir villimenn eiga í hlut nema
með valdi. Á Gasasvæðið þarf að senda inn hersveitir á vegum
Sameinuðu þjóðanna og NATO í því markmiði að stilla til friðar,
þannig að stríðsglæpunum verði hætt gagnvart saklausu fólki.
Því heimsbyggðinni er nú algjörlega  misboðið hryllingurinn á
Gasa sem er í raun helvíti á jörð undir núverandi kringumstæð-
um.

   Ísland á að tala fyrir slíku á vettvangi Sameinuðu þjóðanna
og NATO. Og það strax!  Drápin á saklausu fólki á Gasa VERÐ-
UR að stöðva umsvifalaust!!
mbl.is Ísraelar vara við árásum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnendur gömlu bankanna svari til saka STRAX !


    Ef satt reynist að stjórnendur gömlu viðskiptabankanna hafi
selt utflutningsatvinnuvegunum og  lífeyrissjóðum gjaldmiðla-
skiptasamninga,  og tekið síðan ,,risastöður" gegn krónunni
hvað eftir annð og skapað þannig þjóðinni allri gríðarlegt
og ómælt efnahagslegt tjón, á umsvifalaust að handtaka
alla þessa menn og ákæra fyrir svik við þjóðina með viðeig-
andi refsingu.

  Þegar svona alvarlegar ásakanir koma fram er það krafa
þjóðarinnar að viðkomandi yfirvöld gangi í málið tafarlaust!

  Eðlileg reiði þjóðarinnar er orðin slík að nú þurfa verkin að
fara að tala.  Ella mun þjóðin rísa upp! Þetta gengur ekki
lengur.!  Stjórendur gömlu bankanna VERÐA nú að svara
til saka OG ÞAÐ STRAX!
mbl.is Rannsókn nauðsynleg vegna galdmiðlaskiptasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir í raun einlægir ESB-sinnar !


   Fyrst Vinstri grænir gefa nú grænt ljós á aðildarviðræður við
Evrópusambandið má í  raun  tala  um  VG sem ESB-sinnaðnn
flokk. Því til þess að fara í aðildarviðræður þarf fyrst að sækja
um aðild að ESB. Og enginn fer að sækja um ESB-aðild nema
viðkomandi hafi einlægan  áhuga á að fara þangað  inn.  Að
styðja aðildarviðræður á þeim lýðræðisforsendum að þjóðin eigi
að ráða og kjósa um málið eins og VG leggur málið fram, er út
í hött ef viðkomandi er einlægur á móti aðild Íslands að ESB.
Því enginn styður hvorki aðildarviðræður eða aðildarumsókn
að ESB sem í raun og sann er einlægur andvígur aðild Íslands
að Evrópusambandinu. Vinstri grænir eru því í raun orðnir ESB-
sinnaður flokkur, enda líta til Samfyikingarinnar hýru auga eftir
kosningar  til  myndurnar rauðgrænnar stjórnar. Evrópumál
munu því ekki flækjast fyrir slíkri ríkisstjórnarmyndun  ef marka
má ummæli formanns Vinstri grænna. Gott er að þeir kjósendur
sem stutt hafa VG einmitt út af ímyndaðri and-ESB stefnu flokk-
sins hafi þetta í huga.  Kjósi þeir VG út af ESB kjósa þeir klár-
lega köttinn í sekknum. Og það stóran og alvöru ESB-kött!

   Að vilja aðildarviðræður við ESB til að vita hvað út úr þeim
koma er ennþá meira út í hött. Allar upplýsingar um ESB og
út á hvað það gengur liggur fyrir. Einungis þarf viðkomandi,
hvort sem hann  er stjórnmálaflokkur eða almennur kjósendi
að vega og meða kosti og galla pólitískt. Kynna sér málið.
Því það liggja allar veigamestu upplýsingarnar  fyrir um ESB.

  Þvert á skoðun formanns þingflokks Vinstri-grænna, þá eru
það FYRST stjórnmálamennirnir sem eiga að taka afstöðu,
síðan þjóðin í þjóðaratkvæðagreiðslu, verði hún spurð, sem
VONANDI VERÐUR ALDREI! . Því á sá stjórnmálamaður og
stjórnmálaflokkur sem hefur ekki skýra og klára afstöðu
til þessa stærsta pólitíska hitamáls lýðveldisins,  ekkert
erindi á Alþingi að gera! 
 
  Liggur það ekki ljóst fyrir?

   

Ingibjörg Sólrún á að segja af sér !


   Ummæli Ingibjargar Sólrúnar utanríkisráðherra um að reistar
hafi verið of miklar væntingar um að hægt yrði að höfða  mál
gegn Bretum fyrir að beita Íslendinga hryðjuverkalögum, eru
þess eðlis, að Ingibjörg Sólrún á að segja af sér. Þarna  er
komin skýringin á því hvers vegna utanríkisráðherra beitti
sér ekki af hörku gegn hryðjuverkalögum Breta strax í upp-
hafi. Ingibjörg hafði ekki snefil að þjóðlegri sómatilfinningu,
brást gjörsamlega í því að halda uppi sterkri málsvörn gegn
breskum stjórnvöldum og á alþjóðlegum vettvangi, og þar
með stórskaði hún íslenzka hagsmuni í máli þessu.

   Hvergi á byggðu bóli hefðu stjórnvöld neins ríkis látið það
viðgangast að setja þjóð sína á lista með ótíndum hryðjuverka-
samtökum á borð við Talibana og Al-kaída. Það gerði hins vegar
Ingibjörg Sólrún. Sama Ingibjörg sem vill nú  innlima  Ísland  í
sama  ríkjabandalag og þar sem þessi sama þjóð er í og beitir
okkur ENN ÞANN DAG Í DAG sömu hryðjuverkalögum, bersýni-
lega með velþóknun þessa ríkjabandalags sem Ingibjörg vill
svo ólm troða Íslandi í. -

  Ingibjörg! Sjáðu sóma þinn í því að segja af þér!  Ert augljós-
lega allt of alþjóðasinnuð til að gæta íslenzkra hagsmuna!
mbl.is Væntu of mikils af dómsmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og enn fer síonisminn langt yfir stríkið !


   Framferði síonistanna í Ísrael á Gaza í  Palestínu  geta
ekki lengur flokkast undir annað en  stríðsglæpir. Gaza er
hertekið land af Ísrael og  ber því ákveðnar  grunnskyldur
gagnvart almennum borgurum þar.  Allt slíkt er þverbrotið.
Gaza má því með sanni kalla helvíti á jörð. Mannfyrirlitning
síonistanna í Ísrael á óbreyttum og saklausum borgurum
á Gaza er því ALGJÖR! Stríðsglæpamennina í Ísreal á því
að færa fyrir alþjóðlegan stríðsglæpadómstól!!!!!!!!

  Hinu verður líka að halda til haga að innan Palestínumanna
eru starfandi ofgasamtök með samskonar mannfyrirlitningu
og hinir öfgafullu síonistar. Innan þess hóps eru Hamas-sam-
tökin, stjórnuð af öfgafullum íslamistum.  Forystumenn þeirra
ber einnig að leiða fyrir alþjóðlegan stríðsglæpadómstól.- Það
er hörmulegt að slík öfgasamtök í Ísrael og Palestínu skulu
njóta eins mikils hljómgrunns meðal íbúanna eins og raun ber
vitni. En ennþá hörmulegra er að þessi öfgasamtök skulu njóta
stuðnings og sannmælis  á alþjóðlegum vettvangi. Síonistarnir
studdir af Bandaríkjamönnum og Hamas af ýmsum rótækum
arabríkjum.   Meðan svo er eru líkur á friði hverfandi, því miður!

  Ísland sem friðelskandi þjóð á ekki að eiga í neinu sambandi
við hryðjuverka-ríkisstjórnir. - Stjórnmálasambandinu við Ísrael
á því að slíta. Umsvífalaust!

  
mbl.is Fordæmir árás á bílalest SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grímuklæddur anarkisti ávarpar Iðnófund


  Athyglisvert að grímuklæddur maður sem túlkar sig anarkista
skuli hafa verið fenginn til að ávarpa Iðnófund Herða Torfa í
kvöld. Á sl. laugardag var 8 ára stúlkubarn fengin til að ávarpa
útifund mótmælanda.  Hvað næst?

  Hélt að anarkistar væru stjórnleysingjar. Hvað hafa þeir þá
til málanna að leggja?  Ennþá meira stjórnleysi og upplausn?

  Er ekki alveg að skilja !


mbl.is Fullt út úr dyrum í Iðnó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband