Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Hérlend vinstrimennska einsdæmi í öryggismálum


   Það að tekist hafi verið á um piparúða og táragas meðal
Vinstri grænna  og Samfylkingarinnar  í  heilbrigðisnefnd
Reykjavíkurborgar er svo yfirgengilegt, að ekki fá orð lýst.
Eða hvernig á lögreglan að verja sig og halda uppi lögum
og reglum ef hún má ekki nota til þess lágmarks búnað?
Sem viðurkenndur er allsstaðar annars staðar á byggðu
bóli. Er nema von að Landssamband röglumanna íhugi
úrsögn úr BSRB? En fyrrverandi formaður þess sem Fram-
sókn hefur nú gert að ráðherra, gagnrýndi ásamt fleirum
í forystuliði Vinstri grænna varnaraðgerðir lögreglu á dög-
unum þegar brjálaðir anarkistar og vinstrisinnaðir róttæk-
lingar óðu uppi með allskyns skrílslæti og djöfulgangi.

  Það þyrfti mannfræðilega rannsókn á sérfyrirbæri á af-
stöðu hérlendra vinstrimanna til íslenzkra öryggis- og
varnarmála. Til samanburðar situr systurflokkur VG  í
Noregi í ríkisstjórn sem stendur fyrir einni mestu hern-
aðaruppbyggingu Noregs frá upphafi.  En hér á Íslandi
skal land og þjóð berskjaldað og varnarlaust, og  sem
að auki hin fámenna lögregla má ekki einu sinni nota
saklausan piparúða í nauðvörn gagnvart óðum uppvöðslu-
skríl. 

   Og þetta vinstrimennsku and-þjóðlega lið styður svo
Framsókn til vegs og virðingar í íslenzkum stjórnmálum,
og afhendir því svo sjálf lyklavöldin að stjórnarráðinu.

   
mbl.is Tekist á um piparúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður formaður Sjálfstæðisflokksins ESB-sinni ?


  Það verður ekki bara fróðlegt að vita um niðurstöðu
landsfundar Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum. Því
afstaða nýs formanns í þeim málum verður ekki síst
forvitnileg. Gæti hugsast að flokkurinn sæti uppi með
ESB-sinnaðan formann þótt flokkurinn tæki ekki slíka
afstöðu? Ef slíkt gerðist, myndi skapast mikil sundrung
innan flokksins, eins og gerðist hjá Framsókn um árið.

  Bjarni Benediktsson þingmaður hefur formlega gefið
kost á sér til formanns. Bjarni er ESB-sinni, því hann
hefur lýst stuðningi við aðildarviðræður að Evrópusam-
bandinu. Yrði hann rétti maðurinn til að sætta ólík
sjónarmið innan flokksins í Evrópumálum? Örugglega
ekki, hafni landsfundurinn því að sótt verði um aðild
að ESB.

  Hvað um aðra sem kunna að bjóða sig fram til for-
manns? Þeir hljóta að þurfa að svara því skýrt og klárt
strax hver þeirra afstaða er í Evrópumálum.

  Bjarni Benediktsson hefur svarað þeirri spurningu!
Hann er Evrópusambandssinni og vill umsókn Íslands
að Evrópusambandinu!
mbl.is Sjálfstæðismenn undirbúa kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utanþingsstjórn miklu betri kostur !


   Utanþingsstjórn hefði verið besti kosturinn eins og komið
var. Vinstristjórn  hefur ALDREI  reynst  þjóðinni  vel. Á  því
verður engin undantekning nú, þrátt fyrir allan fagurgalann.
Hlálegast verður þó þegar hin nýja vinstristjórn  afturkallar
hinar sjálfsögðu hvalveiðar, og þar með atvinnu hundruðu
manna, og mikilvægra gjaldeyristekna. Allt í hrópandi mót-
sögn við sjálfa ríkisstjórnarstefnuna um aukna atvinnu og
eflingu alvinnulífs. Allt í boði Vinstri-grænna, þótt skýr ÞING-
MEIRIHLUTI sé fyrir veiðunum. - Þá er bann við frekari stór-
iðju og nýtingu orkuauðlinda allt sem segja þarf um atvinnu-
uppbyggingu þar sem Vinstri-grænir ráða för. Þá vekur það
sérstaka athygli að hvergi er rætt í aðgerðarplaninu um
bráðnauðsyn þess á að vextir verði  lækkaðir VERULEGA
á næstu vikum og mánuðum fyrir heimilin og fyrirtækinu í
landinu. Brottrekstur Davíðs úr Seðlabanknum á bersýni-
lega engu að breyta  um vaxtaorkrið. - Þá á EKKERT að
huga að uppstokkun á sjávarútvegskerfinu verandi með
alla bankanna í ríkiseign.  Og svona má lengi telja.

   Þessi ríkisstjórn er því  einungis kosningauglýsingastofa
fyrir vinstriöflin í landinu í boði Framsóknar.  Framsóknar sem
nú hefur stórkostlega svikið  hin þjóðlegu miðjuöfl í landinu,
með því að ljá máls á vintristjórn með vinstrisinnuðum róttæk-
lingum innanborðs, og með grænt  ljós á Brussel. Því með stjórn-
lagaþinginu sem áformað er að koma í kring á einmitt að koma
fullveldisafsalinu í framkvæmd svo leiðin til Brussel verði bein
og greið.  - Og það augljóslega með MEIRIHÁTTAR samþykki
hinna ALÞJÓÐASINNUÐU Vinstri-grænna.
mbl.is Slá skjaldborg um heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálslyndir! Notið nú tækifærin og stokkið upp líka!


   Miklillar uppstokkunar er nú krafist í íslenzkum stjórnmálum.
Útlit er fyrir að hún verði veruleg, bæði í forystu flokka og í
þingliðum þeirra. Einn flokkur sem hlýtur að hugsa til veru-
legrar endurnýjunar og uppstokkunar í forystu og þingliði
er hjá Frjálslyndum. Flokkurinn kemur mjög illa út í hverri
skoðanakönnunarinni af annari, þrátt  fyrir  fjölmörg ár  í
stjórnarandstöðu, og ekki  hafa  komið  nálagt núverandi
efnahagshruni. Ef allt væri með feldu ætti Frjálslyndir  að
sópa til sín fylgi á mið/hægri kannti íslenzkra stjórnmála.
Ekki síst vegna ábyrgðar Sjálfstæðisflokksins á efnahags-
hruninu, og því að Framsókn er hætt að vera borgaralegur
miðjuflokkur, en hallar sér þess í stað verulega til vinstri,
jafnvel að vinstrisinnuðum róttæklingum í VG.

  Í dag er því verulega þörf á heilsteyptum borgaralegum
flokki á þjóðlegum grundvelli. Þennan flokk gætu Frjálslyndir
skapað. En til þess yrði að fara fram allsherjar uppstokkun
í forystuliði flokksins.

  Þess vegna er það gleðiefni að á flokksþingi flokksins á
næstunni eru boðaðar meiriháttar breytingar á æðstu stjórn
flokksins. Og það sem meira er. Þær koma frá kvenna-armi
flokksins, en verulega hefur hallað á kynjajæfnvægið innan
hanns. Engin kona er t.d þingmaður fyrir flokkinn.

  Tvær hæfar og mjög frambærilegar konur hafa  boðað fram-
boð til æstu embætta flokksins á komandi flokksþingi. Þær
Guðrún María Óskarsdóttir til formanns, og Ásgerður Jóna
Flosadóttir til vara-formanns.  Augljóst er ef slík forysta
tæki við flokknum myndi  það  stótbreyta  ímynd hans og
vera í takt við boðbera gjörbreyttra tíma í íslenzkum stjórn-
málum, sem allir eru að kalla á eftir.

   Hér er því með skorað á karlaveldið innan flokksins að
stíga nú til hlés og veita konunum fullt brautargengi. Ekki
síst í ljósi þess að þeir hafa EKKERT fiskað hingað til. Frjáls-
lyndir mælast nú með einungis 2.5% fylgi skv. þóðarpúls
Gallups í gær. Sem segir að eitthvað er meiriháttar að hjá
flokksforystunni og núverandi þingliði. 

   Frjálslyndir eiga því einstakt tækifæri í dag, sem eins víst
er að komi aldrei aftur!

   Notið það! Kjósið ykkur nýja forystu! 
  

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband