Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Ráðist á íslenzka hagkerfið í boði Alþjóðagjaldeyrisjóðsins


    Á RUV.í gær sagði Michael Hudson, prófessor í hagfræði við
Missouri-háskóla, að íslenzka ríkið eigi EKKI að borga skuldir
sem það hefur ekki sjálft stofnað til, og að hætta eigi öllu
samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Verið sé hreint og
klárt að ráðast á íslenzka hagkerfið. Markmiðið með árás-
inni  sé að ná yfirráðum  yfir  okkar náttúruauðlindum  og
fjármunum fyrir alþjóðlega auðhringa.  Í Silfri Egils  í  gær
sagði Hudson að Íslendingar átti sig ekki á þessu, og haldi
að það séu eðlilegir viðskiptahættir að lánadrottnar krefjist
þess að fá greitt strax, en svo sé ekki. Lífsgæði geta ekki
aukist undir þessum kringumstæðum, þegar vextir og skuldir
eru að sliga þjóðarbúið sem geti ekki staðið undir greiðslunum.
Hudson gagnrýnir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn fyrir að láta Ísland
greiða af skuldum sem það ræður ekki við, og mælir með því að
samstarfinu við sjóðinn verði hætt.

   Það er sorglegt hvernig Íslendingar láta fara með sig. Fyrst
að eftirláta misvitrum stjórnmálamönnum að stofna til reglu-
verks með EES-samningnum, sem engan veginn samrýmdist
hinu smáa íslenzka hagkerfi. Og gefa síðan  fáum mafíósa-
útrásarvíkingum algjörlega lausan tauminn innan þessa
stórgallaða  regluverks, með þeim  hörmulegu  afleiðingum,
að efnahagslegt hrun varð með skelfilegum afleiðinggum fyrir
hina íslenzka þjóð.  Síðan verður Íslandi nánast allt að falli.
Misvitrir stjórnmálamenn halda áfram að gera hripaleg mistök,
og eftirláta hinum glæpsamlega Alþjóðlegagjaldeyrissjóði nán-
ast alla efnahagsstjórnina, í engu samræmi við íslenzka hags-
muni og veruleika. Þannig að íslenzka þjóð er nánast föst í
vef sjóðs sem hefur það grundvallarmarkmið að þjóna erlend-
um auðhringum og koma okkar helstu auðlindum í hendur
útlendinga og erlendra fjárpógsmanna.

   EKKERT slíkt hefði gerst ef hér hefðu ráðið þjóðleg öfl  og
þjóðlegir stjórnmálamenn. - Því hefur þörfin á rótækri þjóð-
legri stjórnmálahreyfingu aldrei verið meiri en nú. Þó ekki
væri bara nema til þess að telja í þjóðina kjark og þor, þvert
á núverandi hin vinstrisinnuðu stjórnvöld, sem sjá sinn kost
vænstan að koma þjóðinni endanlega undir erlent vald ásamt
sínum helstu auðlindum, undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttir.

Baldur Þórhallsson í framboð fyrir ESB-trúboðið


   Vísir.is greinir frá því að Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur
skipi sjötta sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. En hann
hefur hingað til verið betur þekktur sem fræðimaður á sviði stjórn-
mála fremur en þátttakandi. En helstu fjölmiðlar landsins hafa
mjög oft leitað til hans sem óháðs fræðimanns við Háskóla Íslands
um stjórnmál og Evrópumál. - Skoðanir hans hafa þó ætíð litast
af hans sósíaldemókratisku viðhorfum og ást hans á Evrópusam-
bandinu. Enda segir Baldur við Vísir, að hann taki sæti á framboðs-
lista Samfylkingarinnar til að berjast af alefli fyrir inngöngu Íslands
í ESB.  Er því gleðilegt að Baldur sé nú endanlega kominn út úr
hinum pólitíska skáp. Mjög undarlegt hefur verið hvað sumir fjöl-
miðlar eins og á vegum ríkisins hafi oft sótt í smiðju Baldurs, því
aldrei leyndi sér hans pólitísku túlkanir. Nú hlýtur algjör breyting
að verða á því, sem er mikill léttir.

   Annars er það að verða mannfræðilegt rannsóknarefni hvernig
ESB-trúboðið er farið að heltaka suma. Því þegar fyrir liggur hversu
meiriháttar efnahagslegt tjón það yrði fyrir Ísland að ganga í ESB.
Ekki síst í dag þegar sjávarútvegurinn er orðinn okkar helsti at-
vinnuvegur eftir bankahrun, og að kvótinn á Íslandsmiðum myndi
hverfa í hendur útlendinga með tíð og tíma með skelfilegum efna-
hagslegum afleiðingum fyrir íslenzkt hagkerfi gangi Ísland í ESB. 
Þá yrðu aðrar mikilvægar auðlindir okkar í stórhættu, sbr olía á
Drekasvæðinu,  en í Brussel ræða menn sameiginlega stjórnun og
nýtingu á öðrum auðlindum en á sviði sjávarútvegs.

   Já, það er svo sannarlega þörf á að fram fari líka mannfræðileg
rannsókn á minnimáttarkend margra ESB-sinna, eins og sjálfs
forsætisráðherra, sem enga trú hefur á íslenzkri framtíð lengur.
Forsætisráðherra sem telur sitt æðsta pólitíska hlutverk í dag, að
koma Íslandi undir erlent vald með stórskertu fullveldi og sjálf-
stæði.  Sem betur fer getur þjóðin losað sig við slíkan and-þjóð-
legan forsætisráðherra í komandi kosningum! Og það mun hún
gera!!!!!!!!

Fresta á breytingu á stjórnarskránni


   Skrípaleikurinn á Alþingi heldur áfram. Á meðan heimilin
og fyrirtækin í landinu brenna upp situr afdönkuð vinstri-
stjórn og telur mál málanna breytingar á stjórnarskránni.
Með dyggum stuðningi Framsóknar og Frjálslyndra. Skrípa-
leikurinn er orðinn að hneyksli, enda þjóðinni misboðið.

  Upphaflega tillaga Framsóknar um stjórnlagaþing var í al-
gjöru í skötulíki. Eyðsla af  almanna fé hátt í  tvo  milljarða
í einhvern allsherjar kjaftaklubb meðan Róm brennur var
gjörsamlega út í hött. Enda tillagan orðin verulega breytt
frá upphaflegu frumvarpi, en hrákasmið samt. Fjölmargir
aðilar hafa líka gert við tillöguna mjög alvarlegar athuga-
semdir. En samt skal vitleysan þröngvuð fram.

  Andstaða Sjálfstæðisflokksins er því skiljanleg og á full-
komlega rétt á sér. Allir aðrir hlutir hljóta að hafa meiri
forgang í dag en þetta gæluverkefni Framsóknar.
mbl.is Enn langt í land eftir 36 tíma umræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framboð fullveldissinna dregið til baka


    Vissulega eru það mikil vonbrigði að framboð fullveldissinna
hefur verið dregið til  baka. Fyrst og fremst var þar um tíma-
skort að ræða. Það að búa til nýtt framboð, manna það í öllum
kjördæmum, ásamt hundruðum meðmælenda, á örfáum vikum,
í mjög fjandsamlegu umhverfi fjórflokksins, reyndist framboð-
inu einfaldlega ofviða. - En, tilgangurinn helgaði meðalið, og
hleypti lífi í ESB-andstæðinga annara flokka, sem er gott mál.
En, fullveldissinnar eru ekki að baki dottnir, ferðin er rétt haf-
in, því þörfin á  þjóðlegu  borgaralegu afli  hefur aldrei verið
meiri en einmitt nú, þegar óþjóðholl öfl  undir  forystu  Samfylk-
ingarinnar, reyna nú með öllu afli að  brjóta niður sjálftraust
þjóðarinnar, og koma henni undir erlent vald. - Það má ALDREI
takast!!

   Eftir sem áður verða ÖLL þjóleg öfl að standa vaktina,  og
beita landssöluliðinu  mikilli hörku í komandi  kosningum  og
misserum. Samtökin Heimssýn verða þar okkar sameiginlegi
vettvangur, samtök sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Þau sam-
tök þarf að stórefla á næstunni.

   Áfram frjálst og fullvalda Ísland! 
   
mbl.is Hættir við þingframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni og Þorgerður vilja auðvelda fullveldisframsalið


     Það kemur alls ekki á óvart að þau ESB-sinnuðu leiðtogar
Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediksston og Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, vilja nú aðeins breyta 79.grein stjórnarskrár-
innar. En þær breytingar  auðveldar mjög allt umsóknarferlið
að Evrópusambandinu. Breytingar sem ESB-sinnar hafa lagt
ofuráherslu á að ná  í  gegn  fyrir þinglok. Því  þá yrðu mjög
auðvelt að gjörbreyta fullveldisákvæðum stjórnarskrárinnar,
sem galopnaði fyrir allt ESB-ferlið á næsta kjördæmi.

   Bæði Frjálslyndir og Vinstri grænir styðja þessar breytingar.
Framboð fullveldissinna standa einir gegn því, sem sýnir  að
L-listi fullveldissinna eru  eina framboðið sem ESB-andstæð-
ingar geta treyst, stutt og kosið.

   X-L-listi fullveldissinna. 
mbl.is Vilja aðeins breyta 79. grein stjórnarskrár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstristjórn brennandi olía á kreppuna !


    Það yrði ömurlegt hlutskipti fyrir hina íslenzku þjóð að fá yfir
sig afturhaldssama vinstristjórn eftir kosningar. Kreppan myndi
þá dýpka mjög og lengjast um mörg ár, með skelfilegum afleð-
ingum fyrir þjóðina. Vinstri grænir, sem eru ekkert annanð   en
öfga- náttúruverndarsinnar, með sósíalisku afturhaldssömu ívafi,
munu koma í veg fyrir, að allar bráðnauðsynlegar og þjóðþrifa
framkvæmdir geti orðið að veruleika.  En þær ásamt því að nýta
okkar orkuauðlindir eru frumforsenda þess að skapa hér hag-
vöxt á ný, raunverulega verðmætasköpun, og þar með ný störf
og auknar þjóðartekjur, sem er grundvöllur þess velferðarkerfis
sem við viljum hafa. - Því peningarnir vaxa alls ekki á trjánum
eins og VG  halda. En  aukinn  skattheimta  er einungis brenn-
andi olía  á kreppuna, sem vinstriflokkar geta ALDREI skilið!

    Þá hefur vantrú Samfylkingarinnar á íslenzka framtíð mjög nei-
kvæð áhrif á alla framtakssemi og tiltrú meðal þjóðarinnar. Brýtur
í raun niður hennar sjálfsmynd, dug og þor. Þegar ,,leiðtoginn"
Jóhanna Sigurðardóttir, telur það svo sitt æðsta markmið í póli-
tíska lífi sínu, að koma þjóðinni undir erlent vald, þar sem þjóðin
geti alls ekki verið sjálfstæð og fullvalda lengur, og verði því að
innlimast í ESB, er ekki nema von að þjóðin fyllist algjöru vonleysi
og neikvæðni um framtíð sína.  Svona vinstrimennsku-kokteill er því
það alversta sem hugsast getur að komi  fyrir þjóðina í dag.

   ÖLL ábyrg og þjóðholl borgaraleg öfl eiga  því að  sameinast  og
berjast gegn hinum vinstrisinnuðu óþjóðlegu kreppuflokkum í kom-
andi kosningum. L-listi fullveldissinna mun ekki láta sitt eftir liggja
í því efni.

   X-L listi fullveldissinna!

Jóhanna Sig vinnur gegn íslenzkum hagsmunum !!!


    Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er einn af þeim
stjórnmálamönnum sem situr á svikráðum við þjóð sína. Í
stað þess að tala í hana kjark á einum mestu erfiðleikatímum
lýðveldisins,  og varða leðina út úr erfiðleikunum, einblínir
hún á algjöra uppgjöf, og sér þann eina kost vænstan, að
þjóðin afsali sér fullveldinu, sjálfstæðinu, og sínum helstu
auðlindum, og gangi aftur hinu erlenda valdi á hönd.  Því-
líkur metnaður gagnvart  þjóð  sinni, eða hitt þó helfdur!
Hefur svo misst alla trú á efnahagsstjórn á íslenzkum for-
sendum, talar dag hvern niður til gjldmiðils þjóðar sinnar,
og það svo að yfirstjórn Seðlabankans lýtur nú stjórn erl-
lends ríkisborgara að hennar frumkvæði. Sem er fáheyrt á
öllu byggðu bóli fullvalda ríkja, enda brot á stjórnarskránni.
Stjórnarskrá sem þessi sama Jóhanna með hroka og yfirlæti
hyggst nú breyta svo hún geti burtekið mikilvæg fullveldis-
ákvæði hennar strax eftir kosningar, til að innlíma íslenzka
lýðveldið  inn í hið fallandi og gjörspillta Sambandsríki Evrópu.
Gera Ísland þar að algjöru áhrifalausri hjálendu ESB úti á miðju
Atlantshafi. Hjálendu, þar sem allir íslenzkir hagsmunir verða
algjörlega fyrir borð bornir.

   Það er von að komandi þingkosningar bregði fæti  fyrir hinu
óþjóðholla ráðabruggi Jóhönnu Sigurðardóttir og hennar fylgis-
mönnum.  Að íslenska þjóðin eins og svo alltaf áður sjái fyrir
þeim and-þjóðlegu öflum sem brugga henni launráð,  og
stökkvi þeim á flótta.....

   

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband