Inngöngumiðinn að ESB kolfelldur


    Vert er að óska íslenzkri þjóð til hamingju með úrslit
þjóðaratkvæðagreiðslunar  um Icesave. -  En  Icesave-
þjóðsvikasamningurinn  sem  nú  hefur verið  kolfelldur
var í raun m.a inngöngumiðinn að ESB sem Samfylkingin 
lagði ofurkapp á að þjóðin greiddi, hvað sem það kostaði
og það  án  neinna  lagastoða. Með dyggum  stuðningi 
Vinstri  grænna.  Þess vegna liggur ekkert annað fyrir en
að efnt verði til þingkosninga sem fyrst. Hin ömurlega og
andþjóðlega  Icesave-stjórn  vinstrimanna  er  rúin ÖLLU
TRAUSTI. Allsherjar uppstokkun blasir því nú við í íslenzk-
um stjórnmálum. Mið-hægrisinnuð ríkisstjórn framfara á
þjóðlegum grunni taki við. Ríkisstjórn með óbilandi trú á
íslenzka framtíð, sjálfstæði og fullveldi Íslands utan ESB.

   Til hamingju Íslendingar! Og þökk sé forseta vorum!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
mbl.is Nei sögðu 93,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Gumundur Jónas.

Ég er þér algjörlega sammála

að inngangan í ESB var kolfelld...... og það er góð tilfinning .

Kveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 15:17

2 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ekkert Ess heldur !

Alexander Kristófer Gústafsson, 7.3.2010 kl. 15:39

3 Smámynd: Benedikta E

Verður ekki aðildarumsóknin að ESB dregin til baka - SNARLEGA - ?

Hver ætti að halda henni til streitu - nú þegar samspillingin er liðin undir lok - Jóhanna og Össur verða ekki marga daga til viðbótar við ráðherrastólana.

Ég tek undir með þér Guðmundur Jónas - Til hamingju Íslendingar - Þökk sé forseta vorum.

Benedikta E, 7.3.2010 kl. 15:54

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Þórarinn. Alexander og Benedikta. Bara það að draga þessa rugl-aðildarumsókn að ESB til baka sparaði ríkissjóði hátt í 2 milljarða.
Sem ættu að fara beint til heilbrigðismála og tryggingakerfið. Svo mætti
spara hundruði milljóna  á ári við að hætta Schengen-ruglinu. Og svo
má lengi telja.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.3.2010 kl. 16:47

5 identicon

Guðmundur !

Ekki vildi ég þurfa að senda bókhald til þín, ef þú getur fengið þessa útkomu í þessari atkvæðagreiðslu !

Sennilega hefur þú aðstoðað þetta ICESAVE lið sem kom okkur hausinn, við bókhald ?

JR (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 18:41

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sem betur fer JR hef ég alveg sloppið við að þjóna Icesave-sinnum við bókhald. Icesave-sinnum sem eiga svo bágt að styðja Icesave-stjórnina sem ætlaði okkur aðð greiða skuldadrápsklyfjar útrásarmafíuósa. NMEI. Mun ALDREI þjóna Icesave-sinnum við bókhald.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.3.2010 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband