Sjálfstæðismenn í borgarstjórn bera fulla ábyrgð á skrípaleiknum


   Ráðning og ekki síst launakjör stjórnarformanns Orkuveitu
Reykjavíkur er meiriháttar skandall, og blaut tuska framan
í borgarbúa. Upphaf skrípaleiks Jóns Gnarr og félaga.  Það
að oddviti Sjálfstæðisflokksins þáði embætti forseta borgar-
stjórnar auk annarra bitlinga fyrir Sjálfstæðisflokkinn, gerir
flokkinn meir og minna ábyrgan á komandi stjórnleysi  og
skringilegum uppákomum  í borginni á næstunni. Þetta  er
meiriháttar pólitískt slys hjá Sjálfstæðisflokknum, sem virð-
ist ekki vita hvert hann er að fara í íslenzkum stjórnmálum.

   Það að mynda hálfgerðan meirihluta með sósíaldemókrötum
og anarkistum í sjálfri höfuðborg Íslands er ótrúlegt dómgreind-
arleysi hjá flokki sem vill skilgreina sig sem borgaralegt ábyrgt 
stjórnmálaafl. - Sem sýnir einfaldlega enn og aftur þörfina á
nýju borgaralegu stjórnmálaafli á þjóðlegum grunni í þágu
almennings á Íslandi.
mbl.is Vilja ekki starfandi stjórnarformann hjá OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband