Steingrímur J og Jóhanna svari fyrir Icesave-svikin !


   Í Morgunblaðinu í gær segir kommúnistaleiðtoginn og
fjármálaráðherrann, Steingrímur J, ,, að það hafi aldrei
nokkur  maður  haldið  því  fram  að  ríkið beri ábyrgð á
Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta". Og bætir
við. ,, Þetta mál hefur aldrei snúist um það og aldrei
verið rekið á þeim forsendum".

   Halló! Hvernig í veröldinni getur einn maður verið svona
ósvifinn? Maðurinn, sem undirritaði ekki bara einn Icesave
saming. Heldur tvö. Sem báðir gengu út á að leggja á þjóð-
ina HUNDRUÐUM MILLJARÐA, einmitt á þeim forsendum, að
hún bæri ábyrgð á Icesave. En svo var það vegna inngripa
forsetans að þjóðin fékk að hafna þessum þjóðsvikasam-
ingi í þjóðaratkvæðagreiðslu.

   Er ekki tími til kominn að skipuð verði sérstök rannsóknar-
nefnd, til að kanna sérstaklega hlut Jóhönnu Sig forsætis-
ráðherra og Steingríms J fjármálaráðherra í Icesave-þjóð-
svikunum? Því hefði ráðabrugg þessara skötuhjúa gengið
eftir væri búið að RÚSTA íslenzku velferðarkerfi út þessa
öld. Auk þess er það STÓRMERKILEGT að það skuli  vera
einmitt þessir tveir forkólfar vinstrimennskunnar á Íslandi,
sem jafnan kenna sig við félagshyggju og velferð, skuli
ganga svona fram! Skapa Í RAUN EYMD og VOLÆÐI fyrir
almenning á Íslandi a.m.k næstu áratugi. Hneppa þjóðina
í skuldadrápsklyfjar útrásarmafíuósa til að þóknast erlendum
nýlendukúgurum Evrópusambandsins. Til að fá gott veður
inn í ,,alsæluna" hjá Brusselvaldinu. fyrir Jóhönnu og co.

   Já er ekki kominn tími til að fólk þetta verði rannsakað
fyrir VÍTAVERÐA atlögu að íslenzkum þjóðarhagsmunum?
Heill og velferð íslenzkrar þjóðar. Og verði látið svara til
saka í samræmi við það!!!!

  ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Á þessu síðustu tímum þá tel ég að það þurfi virkilega að skipa nefnd til að fara ofan í saumana á stjórnsýslu þeirra Steingríms og Jóhönnu, og þá sérstaklega að fara ofan í saumana á loforðum þeirra fyrir kosningar og skoða efndirnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2010 kl. 00:46

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

'Eg held að það hafi verið prentvilla í stjórnarsáttmálanum, þar sem talað var um velferðarstjórn. Það var átt við helferðarstjórn. Auðvelt að gera slík mistök því stafirnir eru skánágrannar á lyklaborðinu.

Sé þessi tilgáta rétt, þá hafa þau fyllilega staðið við allar efndir.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.8.2010 kl. 03:12

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki má heldur gleima yfirlýsingum Steingríms og Jóhönnu, fyrst haustið 2009 síðan aftur um áramótin "09/"10, um að allt færi hér til fjandans ef þessi samningur yrði ekki samþykktur. Nú slær Steingrímur sér á brjóst í baugsmiðlum og hælir sér fyrir hversu vel hefur gengið að komast í gegn um kreppuna. Samt er enginn icesave samningur!

Er hugsanlegt að ástandið sé þó ekki verra en það er, sé einmitt vegna þess að ekki hefur enn verið gengið að afarkostum Breta og Hollendinga?

Gunnar Heiðarsson, 27.8.2010 kl. 07:07

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég tek undir með Ásthildi um að ásæða sé til að skipa nefnd um störf núverandi ríkisstjórnar.

Það hefur engri stjórn tekist að klúðra jafn mörgum málum á jafn stuttum tíma og þessi stjórn. Ýmist vegna þvermóðsku eða kunnáttuleysis.

Nú er alltaf að koma betur og betur fram að ráðherrar þessarar ríkisstjórnar hlusta ekki á ráð sérfræðinga og lögfræðinga. Það er alvarlegt mál þegar jarðfræðingur, flugfreyja, hagfræðingur og urriðafræðingur telja sig hafa meira vit á lögum en lögfræðingar, sérstaklega þegar það sama fólk fer með stjórn landsins. 

Ég vil þó taka það skýrt fram að ég er ekki að gera lítið úr hagfræðingum, jarðfræðingum, flugfreyjum eða fiskifræðingum, þeirra svið er bara ekki á lögfræðisviðinu og ættu þau því að taka fagnandi og fara eftir ráðleggingum lögfræðinga þegar lagaleg óvissa ríkir.

Gunnar Heiðarsson, 27.8.2010 kl. 07:17

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvað hefur Icesave krafan bætt á sig í dráttarvöxtum,  frá því því að hún var fyrst birt opinberlega?

Júlíus Björnsson, 27.8.2010 kl. 11:10

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þakka ykkur öllum fyrir ummælin hér! Júlíus. Skv Icesave-samingi nr1 var
áætalað  50 milljarðar á ári frá okt. 2008. Þannig þetta er að verða 100 milljarðar vexti hefðum við samþykkt Icesave. Svo eru menn kósveittir við
að stoppa upp í 45 millj gat fjárlag núna.  Allir sjá geðveikina í þessu öllu.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.8.2010 kl. 11:51

7 Smámynd: Elle_

Já, af hverju er ekki löngu hafin rannsókn á ótrúlega ósvífnum og undarlegum framgangi Steingríms og ICESAVE-STJÓRNARINNAR í málinu öllu?  Við erum með hálfdauða stjórnarandstöðu. 

Elle_, 27.8.2010 kl. 12:42

8 Smámynd: Elle_

Já, helferðarstjórn, Jón Steinar.

Elle_, 27.8.2010 kl. 12:50

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það er málið Elle. Þessi stjórnarandstaða ER STEINDAUÐ!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.8.2010 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband