Ritstjórn DV á villugötum. Ráðist á Útvarp Sögu.


   Ritstjórn DV virðist komin á algjörar villugötur. Ekki bara
það að hafa selt sig Brussel-valdinu á hönd við að boða
aðför að íslensku fullveldi, og þá væntanlega gegn viðeig-
andi  þóknun  úr  áróðussjóðum  ESB. Heldur  skal einnig
ráðist á þá sem unna íslenskri tungu, og sem  vilja standa
vörð um hana.  

   Þannig froðufellir Jón Trausti ritstjóri DV í ritstjórnargrein
sinni í dag yfir þeirri sjálfsögðu ákvörðun útvarpsstjóra Út-
varps Sögu, að þeir sem þar tala mæli á íslennsku. Sem er
ekki bara hið eðlilegasta  mál, heldur lögboðið.  Öfgarnar í
skrifum ritstjórans eru það yfirgengilegar, að halda mætti
að þar færi rasisti gegn sinni eigin þjóð. Fer um víðan völl,
og sér fjandann í öllu sem höfðar vil heilbrigðra þjóðlegra
viðhorfa og gilda.

   Trúlega hefur ritstjórinn farið vitlaust fram úr í morgun.
En taki hann aftur slíkt reiðikast, og verði þá samkvæmur
sjálfum sér, endilega hann fái þá aðstoð til að skrifa  á
hebresku, eða einhverju hrognamáli, svo hann hlífi  les-
endum örugglega við að nenna að lesa bullið............
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég hef ekki séð þessa grein Reynis en vil benda hér á grein eftir Tashiki Toma. Hana má sjá hér.

http://www.visir.is/virding-fyrir-islenskri-tungu/article/2010603375690

Ég er sammála hverju einasta orði, sem Tashiki segir þa...rna. Arnþrúður koma þarna fram við þessa konu með argasta dónaskap og á skilið skammir fyrir. Svona gerir fólk ekki á útvarpstöð. Fagleg útvarpsmanneskja á stöð, sem gerir kröfu til þess að talað sé á íslensku hefði eifnaldlega bent konunni kurteislega á þá reglu og sagt að því miður gæti hún ekki fengið að tala á ensku. Hún hefði jafnvel endað á að segja "takk samt fyrir að hringja".

Nei þetta gerðii Arnþrúður ekki. Hún hraunaði svívirðingum yfir konuna og sakaði hana um en nenna ekki að læra íslensku og jós síðan útlendingarfordómum sínum yfir konuna með tuði um útelndinga, sem ekki nenni að læra íslensku.

Arnþrúður varð þarna útvarpsstöðnni til skammar með þessum dómaskap sínum og skaðaði þar með orðstír útvarpsstöðvarinnar en þar var kannski ekki úr háum söðli að detta. Þarna sýndi Arnþrúður að hún er ekki enn búin að yfirgera rastistaarm Frjásleynda flokksins.

Sigurður M Grétarsson, 19.11.2010 kl. 23:57

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sigurður. Gast ekki vitnað í jafn míkinn öfgasinna og þennan Toma þér og
þínum málflutnngi til málsbótar!!!!!!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.11.2010 kl. 00:45

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Guðmundur.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.11.2010 kl. 00:55

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Eiga þá þeir sem ekki geta tjáð sig af einhverjum orsökum á Íslensku bara að þegja? Eiga þá Íslendingar ekki að heyra sjónarmiði annarra. Hvað með þá t.d. sem nota táknmál? Finnst þetta út í hött hjá ykkur og lýsa mannvonsku. Þú Guðmundur eins og aðrir vitið að mörgum reynist erfitt að læra að tala almennilega Íslensku þó þeir búi hér í áratugi. Eiga þeir þá engan rétt að tjá sig?

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.11.2010 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband