Hræsni Jóns Bjarnasonar í Evrópumálum yfirgengileg!


   Á setningu Búnaðarþings í gær ítrekaði Jón Bjarnason
landbúnaðarráðherra andstöðu sína við inngöngu Íslands
í ESB. En yfir 92% íslenzkra bænda er andvíkur ESB-aðild
skv. nýlegri könnun.

   Hver trúir slíkri yfirlýsingu Jóns Bjarnasonar? Sem bæði
á sæti í stjórnmálaflokki sem ber HÖFUÐ ÁBYRGÐ á að
ESB-umsóknin var lögð inn í Brussel, og sem auk þess
situr í ríkisstjórn sem vinnur nótt og dag að koma Íslandi
þangað inn?

   Þess utan kom skýrt fram í ræðu Haraldar Benediktssonar
formanns Bændasamtaka Íslands, að íslenzk stjórnvöld
hafi þegar játast landbúnaðarstefni ESB þótt annað sé
sagt. Stjórnvöld vinni leynt og ljóst að aðlögun að hinni
sameiginlegri  landbúnaðarstefnu  ESB, þótt  annað  sé
gefið í skyn til heimabrúks. Sem getur þá ekki þýtt annað
en það að allt fari þetta fram með samþykki landbúnaðar-
ráðuneytis Jóns Bjarnasonar. 

  Í ljósi þessa er yfirlýsing Jóns Bjarnasonar í gær yfir-
gengileg hræsni. Sem er algjörlega í samræmi við hræsni
og blekkingar Vinstri grænna í Evrópumálum. Flokknum
sem hratt Evrópulestinni af stað, og sem ber 100% póli-
tíska ábyrgð á ESB-aðlögunarferlinu í dag.

  Já, lengra verður vart komist í hinni pólitískri hræsni í
Evrópumálum!  - Og er þá mikið sagt!

  tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook.......
mbl.is Ítrekar andstöðu við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband