Icesave-sinnar mæra í raun bankamafíuna á Íslandi


  Það er sorglegt að horfa upp á hópa Íslendinga sem í
raun eru tilbúnir að mæra bankamafíuna á Íslandi. Því
með því að hvetja til þess að íslenzkur almenningur taki
á sig verstu birtingarmynd bankahrunsins, Icesave, án
þess að málið sé rannsakað og upplýst, hvað þá að hinir
seku séu krafðir bóta og refsingar, eru þeir að lofsyngja
þá skúrka er mest  bera ábyrgð á einu stærsta efnahags-
hruni Íslandssögunar.

   Þetta er svo absúrd að ekki fá orð lýst. AULAHÁTTURINN
og FLATMAGAHÁTTURINN ALGJÖR! Ekki síst þegar við þetta
bætist ÓLÖGVARÐAR KRÖFUR erlendra óvinveittra nýlendu-
velda byggðar á þessum sömu glæpum útrásarmafíuósa,
Icesave.

   En sem betur fer mun stór meirihluta þjóðarinnar nóta
hið gullna tækifæri 9 apríl s.l og senda glæpaliðinu skýr
slilaboð! Við borgum ekki ykkar einka-óreiðuskuldir ofan
á allt hið gífurlega efnahagslega tjón sem þið hafið valdið
okkur og þjóðini.  EKKI KRÓNU!   Og því síður í ERLENDRI
MYNT!

  Í kjölfarið mun umheimurinn, ekki síst alþýða manna sem
illa hefur orðið fyrir barðinu á hinni alþjóðlegri bankamafíu,
taka ofan fyrir íslenzkri þjóð!!!!!!!!!  

  ÁFRAM ÍSLAND!   N E I   N E I   N  E  I  VIР ICESAVE!
mbl.is Vissi ekki af auglýsingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Guðmundur J. Kristjánsson.  Ég segi nei þann níunda, hvað sem aðrir gera og ætla þess vegna að lifa og deyja með hreina samvisku sem Íslendingur.

Hrólfur Þ Hraundal, 27.3.2011 kl. 09:32

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála ég mun segja NEI

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2011 kl. 18:23

3 Smámynd: Elle_

Stórkostleg brenglun liggur í að vinna dag og nótt við að blekkja fólk til að fallast á kúgun.  Það er ekki heil brú í málflutningi þeirra sem það gera.  

Elle_, 27.3.2011 kl. 20:39

4 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Því miður held ég að því sé þannig farið hjá stórum hluta fólks að því er gjarnt á að vera samála síðasta ræðumanni sama hvort hann talar fyrir því að segja já eða nei.

Ég bind allar mínar vonir við menn, konur og ekki síst þig Guðmundur Jónas sem fórnið tíma ykkar til þess að vara við ólögunum því það má ekki verða að þessi svika samningur verði að lögum 9. apríl.

Ég trúi því að réttlætið muni sigra og við verðum í meirihluta sem segjum NEI þann 9. apríl.

Þórólfur Ingvarsson, 27.3.2011 kl. 21:19

5 Smámynd: Elle_

Verðum við ekki að kæra það ef það kemst í gegn, Þórólfur?  Við getum ekki sætt okkur við að kúgun verði að lögum.

Elle_, 27.3.2011 kl. 23:02

6 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Jú það er hægt að kæra og margar forsendur fyrir því, vil bara nefna eina sem stendur mér nærri þar sem ég var á sjónum í 40 ár, en það er hin stutti tími sem gefin var til utankjörstaða atkvæðisgreiðslu en af þeim sökum er hundruð sjómanna sem ekki geta kosið og eru það aðallega þeir sem eru á vinnsluskipum en þar er algengt að túrar séu 5 til 6 vikur.

Ég get sem betur fer notað mitt NEI þar sem ég hætti á sjónum fyrir rúmu ári síðan en er samt sem áður reiður og sár vegna þessa óréttar.

Þórólfur Ingvarsson, 27.3.2011 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband